Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 42

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 42
170 FREYJA VIII. 6. £if bréfum og póstsendingum á þeim tímuin. Enskur maður vel kunn- ugur þessum málum, segir að ekki sé gott að vita hvenær konur hafi fyrst verið teknar í þjónustu brezku póststjórnarinnar, en þegar hann muni fyrst ef'tir hafi kona annast pósthúsið í Shefíield á Englandi og að jafnvel pósthúsið í Gibraltar hafi verið í konuhöndum. En hærri og á- byrgðarfyllri embsetti segir hann að konur hafi fyrst náð eftir að mál- þráðurinn var settur í samband við póstmáladeildina kringum áiið 1875, en síðan hafi líka meira og meira boiið á henni þar. Sem dsemi upp á það hvernig konur hafi stundum náð þessurn em- bættum, hveinig þær hafi stundað þau og hversu svo hefir verið reynt að bola þeim frá af pólitískum ástæðum segir Cortelyous eftirfylgjandi sögu- I bæ nokkrum sóttu tveir menn um þetta embætti n. 1. póstafgreiðsl- una. Mennirnir voru pólitískir andstæðingar og hitinn í sókninrii varð svo mikill að hver um sig vildi heldur að þriðji maður lilyti embættið en að andstæðingur sinn ynni. Svo fór að þriðji maður sótti og vann, Þessi maður var kona, menntuð og vel fær. Þegar hún tók við póst- liúsinu sá hún að þar þurfti mikilla umbóta við og hún ásetti sérstrax að gjöra þær. Þangað höfðu allir slæpingar bæjarins safnast svo betra fólkið dvaldi þar eins skammt og það gat. Eftir eins úrs veru hennar þar var þetta gjörsamlega breytt, slæpingarnir áttu þar ekki lengur hæli og pósthúsið var orðið að andlegri gróðrarstín beztu og fullkomn- ustu hugsana bezta fólksins og hún sjálf búin að ávinna sér traust og virðingu meðborgara sinna. En þar kom að þingmaður nokkur þurfti að fá embætti þetta fyrir einn af vinum sínum og fiokksbræðrum. Hann hafði lofað fiokknum að koma þessum manni að þessu embætti ef hann næði kossingu og áleit skyldu sína að efna þf.ð. Hann bannaði bæjar- búurn að ntæla með henni aftur þegar tíminn var útrunninn, en þeir gjörðu það samt, og eftir langt stríð sem kostaði andstæðinga hennar nokkur hundruð, kannske þúsundir dala, hélt hún embættinu, „því,1’ sagði póststjórnin, ,,að hún hefir leyst verk sitt betur af hendi en allir fyrirrennarar hennar og hefir þess vegna meðmæli bezta fólksins í bæn- um.“ Cortelyous álítur að konan hafi unnið póstmálastjórninni ómetan- legt gagn, og hann álítur þá atvinnugrein bæði upphefjandi @g sérlega vel lagaða fyrir konur. í Canada hefir einnig orðið vart við kvennfrelsishieifinguna, þó hún hafi enn ekki náð eins föstu haldi á hugum manna eins og í Br.(Frh.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.