Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 13

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 13
VIII. 6 FREYJA 141 Cora kvaddi þær systur með innilegu þakklæti og vinarhug og lofaði að finna þœr sro fljótt sem heilsa og kringumstæður leyfðu. Það var komið undir kvöld þegar hún ók heim að Westcots setr- inu, geislar kvöldsólarinnar léku feluleik f trjátoppunum og slóu gullnum roða á blómin í listigarðinum umhverfis hina veglegu byggingu. Citlu stúlkurnar komu út til að fagna Imeldu og hún faðmaði og kyssti þær hvora á eftir annari meðan Alica fagnaði Coru og bauð hana velkoma. ,,Ég vona að verða ekki lengi ómagi úr þessu, “ sagði Cora brosandi en stundi þó við. , ,Ómagi! hvílíkt orð. “ sagði Alica og lagði hendina ámunninn á henni til merkis um að af þessu vildi hún ekki heyra meira. ,,Manstu ekki hverjum þetta slys var að kenna,að nokkru leyti að minnsta kosti, og ég skal segja þér það, að mér finnst sú skuld verði seint goldin af minni hálfu, og ef égskyldi gleyma því þá minnir þetta mig á, “ bœtti hún við og lyfti upp lokkunum sem huldu örið á enninu á Coru. Svo leiddi hún hana upp á loft og inn í vel upp búið herbergi nœst herbergi Imeldu og sagði: ,,Ég bjóst við að ykkur kœmi vel að vera nálœgt hver annari og láttu mig nú hjálpa þér til að klæða þig áður en við förum ofan til kveldverðar. Hvað býstu annars við að hafa hendina lengi í umbúðum enn þá? Það hlýtur að vera þreytandi. “ ,,Já, ég verð fegin að verða sjálfbjarga, það er œfinlega þreyt- að vera öðrum til byrði. ‘ ‘ ,,Ó hœttu þessu, “ sagði Alica í biðjandi róm. ,,Get égómög- ulega látiö þig trúa mér, trúa því að mér þykir vœnt um að hafa þig hjá mér og að þú hefðir að öllum líkindum komist hjá þessu böli hefði ég ekki ekið út þenna dag. “ ,,Éghefði þá að öllum líkindum líka komist hjá því að finna systur mína og aðra vini sem ég hefi eignast gegnum þessa legu, “ sagði Cora brosandi. ,,Nei, ég er farin að halda að þetta slys hafi verið mér til láns. “ Meðan á þessu samtali stóð, klœddi Alica hana, og þegar þær komu ofan, varð Imeldu starsýnt á systur sína því svo falleg hafði hún ekki ímyndað sér að hún gœti orðið. Cora sá aðdáunina í augum systur sinnar og sagði í lágum titrandi róm:

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.