Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 41

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 41
VIII. 6. FREYJA 169 önnur sú stofnun er hefir flestar konur í þjónustusinni. Sú fyrsta er menntamálastjórnin. Yiir póstmeistari Bandaríkjanna segir að þó konur hafi frá byrjun starfaö viö þessa deiid sé ómögulegt af neinum skýrsl- utn aö sjá hvaö margar konur og hvaö margir karlmenn hafi verið í þjónustu Bandaríkjapóststjórnarinnar, né heldur hve mikinn skerf konan hafi lagt til aö koma þeirri deild í það ágæta horf sem hún er nú komin í. Síðustu skýrslur sýna að 264 konur hafi haft póst- fluttnirigá hendi. I gamla daga fluttu konur póstinn, og þá ríö- andi á hestbaki er ekki voru önnur fluttningsfœri. Enn fremur segir hann að póstmálad. sé sú eina stofnun sem borgi öllurn þjón- urn sínuin sama kaup fyrir sömu vinnu, án tillits til ky.ns, Þetta atriði út af fyrir sig er þegjandi viöurkenning veröleika liennar, og ættiaö greiða götuhennar aö jafnréttistakmarkinu er hún keppir að. En þrátt fyrir allt þetta er hennar ekki getiö í póstlögunurn að öðru en því, aö konur yfir t8 ára megi hafa á hendi póstaf- greiðslu í sambandsríkjum þeim, þar sem lögaldur kvenna er mið- aöur viö þann aldur, og að giftum konurn, sem náð hafi lögaldri, megi veita þá stöðu. Þarna er sýnilega gjört ráö fyrir aö konur giítist innan lög- aldurs. Skyldu margir gjöra sér fullagrein fyrir þýðingu þes sa atriðis? Þeirri þýðingu, að sú kona sem þannig giftist nær aldrei lögaldri—þekkir aldrei hvaö það er aö vera sjálfstœð, frjáls vera, aldrei hvað það er að eiga sjálfa sig. Hún skiftir um eig- anda áður en hún hefir lagalegan rétt til þess. Hún er eins og Ibsen segir: ,,fyrst brúðan hans föður síns og verður svo brúða mannsins síns“ — nema því aö eins að hún veröi ambátt hans, sneydd flestum þeim réttindum sem gjörir lífið nokkurs virði, þœr eru jafnvel taldar ómagar manna sinna, en fulla ábyrgö bera þcer gagnvart lands og sveita lögunum, sem þœr hafa aldrei samþykkt. Það eru þeirra einu hlunnindi. Cortelyou segir aö konúr hafi að miklu leyti séð um póstaf- greiðslu meðan frelsis- og þrælastríð Bandaríkjanna ttóð yfir, sér- staklega hið síðara, sem eölilega kom til af mannfæðinni sem það orsakaði, og þakkar dugnaöi og árvekni þeirra hve lítið glataðist

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.