Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 36

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 36
iC>4 ' FREYJA VIII. 6. ríkti í hpiminyrrl ög andleg nótt vafði vesalings mannkynið , aö hinum ófrjóu brjóstum sínum. Himin-hár rykmökkur bypgði allar uppsprettulindir sem á dögum þeirra Pericles og Caesar sendu lif- andi vatnsstrauma út yfir löndin. Ljós heimsins dóu hvert á eftir öðru. Athena týndist, Róm leið undir lok og siðmenningin forna hvarf, en skuggi eilífrar útskúfunar þandi sína svörtu vœngi yfir jörðina. I bók sinni ,,Grísku skáldin“ segir Symonds að skáldin hafi kveðið ástaljóð sín meðan munkarnir myrtu Hypatíu, Musaeus kvað um hinn sorglega viðskilnað Leanders og Nonnus fágaði og endurbætti hexameterinn. Þeir vissu ekki að sú veröld sem þeir höfðu lifað í, var liðin undir lok—eyðilögð af hinurn Asíatisku trú- arbrögðum og þeir sjálfir særðir andlegu holundarsári. Að vísu sungu þeir enn þá, en söngur þeirra var líkt og svansins, sem skot- inn hefir verið í hjartastað—fáeinir titrandi tónar. Með sögunni Hero og Leander—hinu ódauðlega ástakvœði kvaddi Muse [skáld^ gyðjan] sitt heitt elskaða Hellas í síðsta sinni. Þegar heimurinn loksins vaknaði af þúsund ára svefni sínum og árroði nýrrar menningar roðaði loftið heyrði hann fyrst af öllu sungið sama lagið sem hann sofnaði út frá—síðasta lag hinnar fornu óðsnilldar Grikkja. Þegar Renaissance vakti heiminn undir lok 15. aldarinnar og fyrsta bókin var prentuð, þá varþað síðasta bókin sem rituð var af mönnum þeim er tilheyrðu hinni fornu, heiönu siðmenníngu í Alexandríu —hið ágæta kvœði.um Hero og Leander. Hiðnýja menningartírnabilfitjaði uppásama bókmennta- gullþræðinum sfem forn-gríski bókmenntahéimurinn felldi niöur á. Hinir fornu ognýju straumar runnu saman í einn farveg og sungu á ný um fegurð og speki, óðsnilld og listir, dáö og drengskap. Með kvæði eftir grískan höfund endaði siðmenning heiðninn- ar. Þetta sama kvœði var frumgróði hinna nýju bókmennta. En milli þessa tveggja tímabila var tíu alda löng nótt,þrungin ógnum og hörmungum þeim, sem kristnin undir stjórn Katólsku k)rkjunnar leiddi yfir heiminn. En loksins roðar afsólu.og birtir fyrir komanda degj. . LniKKai. Rkvikw [M. Manoasakian. J

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.