Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 23

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 23
VIII. 6. FREYJA 151 heföi heyrt hann tala, jafnvel þó hún hvorki heyrSi neitt eöa sæi. Þaö greiphana óttaieg hrœösla, en samt stóð hún upp, fœröi stól fram á mitt gólfiö, steig upp á stólinn, kveikti á gasljósunum og leit svo um öxl sér og sá þar mann, en þó hún byggist við því, og' þekkti hann,varð henni svo illt við að hún hefði hnigið niður af stólnum hefði hann ekkitekið á móti henni. Hann var eins fölur og hún, því svo varð honum mikið um að sjá hver áhrif nærvera hans hafði á hana. Þegar hann hafði sett hana í stólinn, sem hann gjörði eins gætilega og móðir hefði farið með veikt barn, hopaði hann á hæli og beið þess að hún segði eitthvað, en er ekki varð af því, sagöi hann í lágum titrandi róm: ,,Alica!“ Hún svaraði engu en fórnaði höndum og leit til hans eins og vildi hún biðja um vœgð. ,, Alica/‘ endurtók hann, ,,verður mér aldrei fyrirgefiö? En hlustaðu nú á mig. Hafi nokkur maður nokkurntíma reynt að hugsa um afstöðu sína á heimili sínu þá hefi ég reynt að gjöra það. Ég veit að ég hefi misboðið þér og nú langar mig til að bœta úr því að svo miklu leyti sem ég get. ‘ ‘ Alica þfýsti höndunum að brjóstinu á sér, því hjartað barðist svo þungt og fljótt að henni fannst sem það mundi springa, varir hennar titruðu eins og hún œtti örðugt með aö verjast gráti, og á þrí augnabliki gleymdi Lawrence öllu sem þeim hafði borið á milli og vafði hana að brjósti sínu og sagði: ,,Alica,. Alica! litla systir, horfðu ekki svona á mig. Þú þarft ekkí að óttast mig héðan af. Reyndu að treysta mér eins og til forna. það er sú eina bón sem ég œtla að biðja þig. Geturðu treyst mér, litla systir?“ ' ,,Lit!a systir, “ hljómaði í eyrum hennar. Gat hún hafa heyrt rétt? Loksins sigraði gráturinn hana og braust út í þungum and- köfum. Hún lofaði honu m að vefja sig að sér og lagði sjálf hendurnar um hálsinn á honum. ,,Lawrence, Lawrence, meinar þú þetta virkilega. Þú ert ekki að spila með mig“. ,,Já, ég meina það—hvert orð. Framvegis verður þú systir mín, með sömu réttindum á heimili mínu eins og elskuleg systir“.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.