Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 17

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 17
VIII 6. FREYJA HS menn flnni sig neydda til að gjöra samskonar játningu og ég ætla nú að gjöra. En ég flnn mig neyddan til þess, jafnvel þó mér flnnist það ekki svo létt sök. Fyrir tveim mánuðum sfðan hafði ég í frammi við þigorð og athafnir sem ég nú skammast mín fyrir. Einhver ofsafengin löngun eftir þvf sem ég hafði engan rétt til náði valdi yfir mér, og or- sakaði það, að ég í stjórnleysi mínu misbauð vesalings konunni, sem er svo óheppin að vera konan mí.v. Af tilviljun heyrði ég einusinni ásam- tal ykkar viðvíkjandí óháðri ást og dró út úr því þá ályktun að égþyrfti ekki annað en rétta höndina út eftir hinum forboðna ávexti og taka lyst mína, því hvað annað gat sú kona meint sem var á móti hjónaband- inu? Þú sýndir mér hversu mér hafði skjátlast, sýndir mér það á þann átakanlegssta hátt, sem hægt var að viðhafa n. 1. með fyrirlitningu nap. urri og tilfinnanlegri en sem mér var full ljóst að ég verðskuldaði. En þó að ég sæi það, var örðugt að lítillækka sig og biðja fyrirgefningar. Eg vonaði líka að tíminn mundi breiða yfir það og brúa djúpið sem þá opnaðist á milli okkar og útilokaði mig frá hjarta heimilis míns. Viltu hjálpa mér til að brúa þetta djúp?“ Hann talaði hratt og í hálf sundurslitnum setningum og rétti henni svo höndina í þeirri von að hún tæki í hana, En Imelda sá það ekki því hún leit ekki upp, Það var líka einhver móða fyrir augum hennar og röddin var óstyrk er hún sagði: „ Já, fúslega fyrirgef ég þér og feg- in vildi ég hjálpa þér til að brúa djúpið ef það stæði í mínu valdi.“ „Má ég?“ sagði hann og kyssti á höndinasem hún rétti fram í sátta skyni. ,,/á,“ sagði Imelda stillilega og þrýsti vinsamlega hönd hans -því hún vissi að hún mátti treysta þessum manni og að yfirbót hans var einlæg og það gladdi hana óumræðilegamikið. „Eg er sannfærð um einlægni þína og virði þ:g fyrir hana. Eg vona að þú reynist sjálfum þér trúr í þessu sem öðru og mér er sönn ánægja að því að geta borið virðingu fyrir föður barnanna sem ég hefi svo lengi annast. Og þar sem við skiljum nú hvort annað og erindinu er þess vegna lokið, skulum við hraða okkur heim því Alica var hreint ekki frísk þegar við fórum,“ bætti Imelda við. Lawernce játti því og þau gengu þegjandi heim. Meðan þessu fór fram voru þau Cora og Norman í fjörugri samræðu um bókmenntir og skáldskap. Norman hafði ekki búist við því að syst- ir Iineldu væri eins lesin og hún var, en það var honurn því meira fagn- aðarefni. Hún hafði líka notað vel tímann sem Owen var kennari henn- ar. Þegar þau voru að tala um skáldin krað liún Shelly og Byron sín uppihalds skáld, en sérstaklega þœtti sér vænt um Manfred eftir Byron.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.