Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 27

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 27
VIII. 6. FREYJA 155 Bréf til Mrs. S. B. Benedictsson. Kitst. Freyju Wpg. Kæra Mrs. Benedictsson! Rétt nýlega hefir mér borist í hendur nóvember númerið af blaði yðar, og sé ég að það flytur frá yðar hendi ritdóm um skáldsöguna ,,Ingimararnir“ sem Eimreiðin birti síðastliðið sumar. Sem betur fer, þá hefi ég getað setið á mér að taka til máls þó ög hafi hvað eftir annað séð ritdóma lokleysur í íslenzku-Wpg. blöðunum, og hefir mér þó stund- uin ofboðið að Iesa það skilningsleysi og rugl sem þar hefir komið fram, sörstaklega þegar um sögur liefir verið að ræða, I þetta skifti vík ög frá reglunni. ,,Ingimararnir“ er of góð saga til að valdtt misskilningi, og mér kemur ritdómur yðar svo fyrir að þér hafið ekki fundið þyngdarpunkt sögunnar, og ekki skilið þann lærdóm sem hún flytur. ,,Snilldin í sögunni“ segið þér ,,liggur aðallega í því, h ve aðdáanlega hc'fnndurinn setur sig inn í sálarlíf beggja málsaðila, hversu ástin og dyggðin sigra og lyfta hinni hrösuðu sál upp úr eymda og glötunardjúpinu.“ Þetta er aðeins hálfur sannleikur. Þér gangið algjörlega fram hjá því atriði ao sýna hvaða máttur (kraftur) það er sem orsakar það, að „ástin og dyggðin sigra og lyfta hinni lirösuðu sál upp úr eymdadjúp- inu." Og þó er það einmitt þyngdarpunktur sögunnar að sýna hvaða máttur það var sem hafði svo mikil áhrif á Ingimar, Sagan fer í enga iaunkofa með það, hví hún setur það frani með berum orðum íþað minnsta á þrem stöðum. En það virðist allt fara fyrir ofan garð og neð- an hjá yður. Lesið þör með mör síðustu grein sögunnar, þar sem Ingimar talar við sjáifan sig þannig: „Svo kem ög afcur inn í stofuna þar sem faðir minn situr ásamt öllum gömlu Ingimörunum, ,Komdu sæli, stóri Ingimar Ingi- marsson1, segir faðir minn og gengur á móti mér, —.Komdu sæll faðir minn, og þakka þér fyrir hjálpina,1 —.Nú fær þú góða konu,‘segir faðir minn, ,svo kemur allt annað af sjálfu sér.‘— ,Aidrei hefði ég orðið svo auðnusamur ef þör h*fðuð ekki hjálpað mér,‘ segi ög. —,Það var engin þraut,1 segir faðir minn. ,Við Ingimararnir þurfum ekki annað en að ganga águðs vegum.‘“ Ingimar finnur vel til þess að það var ákaflega mikil þraut sem hann

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.