Freyja - 01.01.1906, Side 12

Freyja - 01.01.1906, Side 12
I40 FREYJA VIII. 6. slíkan félagsskap?“ spuröi Cora brosandi og var-þá hlegið dátt a8 þeirri spurningu. ,,Einn að minnsta kosti, og svo vona ég innan skamms að meiga telja Norman Carlton íhópi þeirra manna sem hafa þáskoð- un að konan ætti æfinlega að eiga og stjórna sjálfri sér, “ sagði Imelda með hœgð. ,,Hver er Norman Carlton?" sagði Cora og leit spyrjandi á Imeldu og er hún roðnaði einungis en svaraði engu, sagði Cora lágt: ,,Ó nú sé’ég hvað hefir gjört þig svo skilningsgóða. “ ,,Hvað segir Ediht um öll þessi boðorð?“ sagði Hilda. , ,Ekkert, “'svaraði Edith með hœgð. ,,Ertu kannske búin að gleyma manninum sem við mœttum í fjöllunum í fyrra?“ sagði Hilda glettnislega. ,,Ó nei, en við sjáum hann líklega ekki framar og svo vissum við ekkert um skoðanir Paul Arthurs á þessum málum, “ svaraði Edith. ,,Ó jú, ég heyrði hannsegja að hjónabandið vœri gröf ástar- innar—að þaö væri blótstallur sem inum helgustu tilfinningum mannlegs hjarta væri fórnað á. Hvað segir þú nú, systir mín?“ ,,Þetta getur nú verið, en svo er, eins og ég sagði, litlarlíkur til að við sjáum hann aftur, “ sagði Edith stillilega. ,,Þekkir þú engan sem þú getur leitt í þenna vinahóp?“ sagði Hilda og þrýsti hlýlega hönd Coru. Cora roðnaði og leit til systur sinnar, sem sagði brosandi: ,,Þegar Cora er orðin frískari segir hún ykkur sögu sína, sem stendur er vona himin hennar skýjaður, en með tímanum fcerast skýin burtu og þá er sólin æfinlega bjart- ari og himininn heiðari á eftir. Vertu því vongóð litla systir mín. “ Enn þá liðu nokkrar vikur, Alica var nú orðin svo frísk að læknirinn kvað óhætt að flytja hana heim til Westcots hjónanna, með því þær Wallace systur álitu ekki ráðlegt að láta hana bíða húsráðendanna, sem nú var von á, á hverjum degi. Alica var líka fegin að fá Imeldu heim, því þó hún væri ástrík móðir, var hún, eins og margar ungar mæður ekki fær um að stjórna dœtrum sínum, sem voru uppvöðslumiklar en hún ekki enn þá búin að ná sér eftir leguna.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.