Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 9

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 9
lengi eftir að hann var farinn. Loks fór ég þó að pakka niður í eina kistu þaö sem mér var allra nauösynlegast af fötum mínum, náöi í ökumann til að koma mér og henni á vagnstöðvarnar en á meöan ég var að koma þessu í verk,sendi ég Betti gömlu ofan í bce eftir einhverju sem ég ekki þarfnaðist og var svo náttúrlegu farin þegar hún kom aftur. Ég hafði dálítið af peningum ogkeypti mér strax farbréf—hvert, vissi ég varla enda var mér sama. Ég lét merkja kistuna mína til sama staðar og farbréfið var keypt og beið svo eftir eimlestinni, en hefði orðið eftir af henni hefði ekki aldrað- ur maöur, sem sat gegnt mér og sá mig kaupa farbréfið, tekið mig með sér og séð um mig til Harrisburg, svo var ég þá utan við mig. Enda vissi ég ekkert um mig eftir að ég fór af stað með lestinni fyr en ég raknaði við á sjúkrahúsinu í Harrisburg eftirfjögra vikna meðvitundarlausa legu þar. Gamli maðurinn hafði komið mér þangað og með aðstoð hans náði ég farangri mínum þegar ég kom á flakk, og það var tveim vikum áður en ég varð fyrir hestunum og það hefði ég ekki orðið hefði hugurinn veriðhe.ima. En hann var þá eins og oftar hjá Owen, mér gengur örðugt að slíta hann úr huga mínnm því ég elska hann enn þá. “ Hér þagnaði Cora, sárin voru enn ekki gróin og endurminning- in um ástarsæluna og vonleysið sem hún endaði í,sigraði hana með öllu,svo Imelda vafði hana að sér eins og örmagnabarn. Allt í einu greip Cora hönd systur sinnar og sagði,- ,,Ó getur þú fyrirgefið mér, systir mín? Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er erfitt að slíta hann alveg úr hjarta mínu. Astin til hans er mér yfirsterkari hún sigrar mig hversu einlæglega sem ég reyni að sigra hana. “ ,,Vesalings litla systir mín, hefi ég þá með breytni minni gefið þér ástæðu til að halda að ég myndi bœta átölum ofan ásorgþína? Ég meinti alls ekki að gjöra það, því þó mérfyndist þú allt of fljót- foer í œsku og þú hafir kannske verið það, þá hefi ég ef til vill mis- skilið þig líka. Og hafir þú orðið brotleg við lögin, sem ekki eru nema mannaverk og ófullkomin, þá hefir þú sannarlega 1-iðið nóg fyrir það. Og þó að þú tœkir feginsamlega móti gæðum þeim sem lífið rétti að þér—n. 1. ást góðs manns, þá lái ég þér það ekki. Ég

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.