Freyja - 01.01.1906, Page 10

Freyja - 01.01.1906, Page 10
138 FREYJA VIII. 6. bjóst ekki viö aö í þér væri annað eins efni í sjálfstœöa góða konu eins og raun er nú á oröin, ég er verulega stolt af þér, Cora. “ ,,Kvaö ertu aðsegja, Imelda? Þú getur ekki meint aö ég hafi breytt rétt — ég — ég. “ Hér þagnaði Cora og staröi orðlaus og undrandi á systur sína. „Jú, eitthvaö meina ég líkt því, litla systir mín, “ sagöi Im- elda. ,,Með breytni þinni hefir þú sýnt hugrekki og viljaþrek. I seinni tíð hafa augu mín opnast fyrir því hvað ástin er hverri konu, þau hafa einnig opnast fyrir ýmsum rangindum sem konan verður að líða frá laganna hálfu—hversu ástarþrá sérhverrar konu er að þeirra dómi glæpur áður en hún giftist, en verður sterkasti hlekk- urihn í ánauðarkeðju hennar eftir að hún er gift. Einstöku menn eru svo skynsamir að þeir sjá þetta og líða næstum eins mikið fyr- ir það eins og konurnar sjálfar —meira en þær sem ekki sjá það, og þœr eru því miður of margar. Owen þinn er einn af þessum mönnum, og eítir sögu þinni að dæma er ég hálf hissa áj því aö þú skyldir ekki leggja allt í sölurnar fyrir hann. ,,Er þetta virkilega þú, Imelda? Eg var ekki að hugsaurn mig, ég heföi trúað honum skilyrðislaust fyrir mér, hann varsvo góður og veglyndur, en ég fór til þess að frelsar hann frá sér og inér, því samkvæmt lögunum átti hin konan hann og heimurinn og hún hefðu eyðilagt hann á milli sín hefði ég ekki gjört það sem ég gjörði. “ ,,0, ég skil. Ástin til hans blindaði þig fyrir eigin hagsmun- um og svo gleymdir þú einnig því, að við skilnaðinn leið hann eins mikið og þú. O, hvílík bygging er það þjóðfélagsfyrirkomulag, sem byggt er á sundurkrömdum, blœðandi hjörtum vesalings fóiks- ins!“ Cora hlustaði með athygli á systur sína sem talaði lengi og al- varlega við hana þar til geislar vonarinnar tóku að þrenga sér gegn- um myrkur örvœntingarinnar í hjarta hennar, þegar henni fór að skiljast að hún væri nú ekki eins svört og fyrirlitleg eins og heim- urinn kaliaði hana og eins og hún hafði jafnvel sjálf haldiö sig.— Skilja í því, að ástin er ást, göfgandi og blessandi jafnvel þó eng- nn prestur hafi blessað hana og engin kyrkja alið hana.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.