Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 19
VIII. 6.
FREYJA
147
í þetta sinn,íl sagði hún brosandi, buðu þær svo gcða nótt og fóru sína
leið. Litlu seinna afsakaði Westcot sig með því að hann ætlaði út til
að reykja sér vindil og loksins voru elskendurnir einir eftir.
„Sjáðu nú, vinur 10111^,“ sagði Imelda, „hferna hefl égtvö bréf, ann-
að frá Margaret og hitt frá Wilbur, sem mig langar til að lesa þér. Bréf
hennar hljóðar þaniiig:
„Hjartans Iinelda mín: Ég er eins og stúlkur á skóla-aldri segja,
að deyja af löngun að sjá þig og opna hjarta mitt fyrir þðr. Því af öllum
vinum mínum, og þeir eru býsna margir, ert þú sú eina að undantekn -
um Wilbur og mömmu, sem ég get eða vil segja alla hluti.En svo er það
heppilegt því vinir eins og þú, mundu eyða of miklum tíma frá, námi
mínu, en nú er ég að æfa í leikriti sem ég býst við að leika einhvern-
tfma. í fyrsta þættinum er partur sem ég er mjög hrifln af, takist mér
vél með hann er ég ánægð hversu sem fer um seinni partinn.
Ég öfunda þig af ástvinunum sem umkringja þig á allar síður, og
þó er það ekki satt —ég meina að það sé ekki satt að ég öfundi þig. Það
var einungis klaufaleg lýsing á tilflnningum mínum. Heldur samgleðst
ég þér af öllu hjarta yfirað hafa fundið systur þína sem var þér týnd.
Sjáðu nú liversu satt það er, að kringumstæðurnar skapi mann. Hver
hefði trúað því að f litlu, óstöðugu Coru leyndist það mannsefni sem nú
er komið í ljós. Sérðu ekki í því kraftaverk ástarinnar, hvernig óeigin-
gjörn ást góðs og göfugs manns lyfti þessu sorgabarni upp úr hörm-
ungadjúpinu og sáði þeim manndóms og sjálfstæðis frækornum í hjarta
hennar sem þegar hafa borið svo fagra ávexti, frækornum, sem þú, Im-
elda mín, verður að hlúa að þangað til hann kemur, því ég er viss um
að hann hættir ekki fyr en hann flnnur hana, sé hann sá maður sem saga
Coru gefur til kynna að hann sé. Kysstu nú bæði systur þína og syst-
ur Wilburs fyrir mig og seg þeim, að þær eigi hér hiuttekningarsama,
góða vini. Þegar við lásutn lýsingu þína á þeim—iýsingu, sem var svo
nákvæm að okkur fann3t þser vera komnar til okkar, þá sá ég nokkuð,
sem sumum kynni að þykja skrítið, en sem þú munt verða m&r sam-
dóma um að var mjög eðlilegt. Ég sá glitra feginstár í augum Wilburs
yflr því að systur hans skyldu verðskulda lof Imeldu okkar.
„Hjartans vina mín. Skyldu þá æskudraumar okkar nokkurntíma
rætast, eða skyldi óttinn eins og óveðurþrungið ský ávalt skyggja himin
hamingju vorrar? Þegar hugurinn terst inn á þetta svið, verð ég æfin-
lega hrygg, en ög reyni að hrista það af mör, með því líka að ég hefl
ekki tíma til slíkra hugleiðinga því nú verð ég að hafa mig alla við að