Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 24

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 24
152 FREYJA VIII. 6. H ún horföi ofurlitla stund í augu hans, vafSi svo handieggn1 um um hálsinn á honum og sagöi: ,,Ég elska þig, Lawrence, “ og þessi orö bœttu honum allt semhann hafði liðið. Hann vissi að þau voru töluð af einlægni. Hann vissi líka að hún elskaði hann ekki eins og til forna heldur- éins og hjartkæran bróður. Þegar vér, viku síðar, heimsækjum Lawrence Westcot er hús hans fullt af fólki og meðal þess eru þar nokkrir nýir gestir, því þœr eru þar báöar Edith og Hilda, og vinur vor Osborne. Nú voru allir glaðir og ánœgðir, sumir sungu, aörir spiluðu á hljóðfæri og nokkrir sátu og rœddust viö. I þetta sinn var það Cora sem söng en Alica sem spilaði. Þau Hilda og Westcot sátu saman og fannst honum hann aldrei hafa átt eins skemmtilegt kvöld. Hilda var gáfuð stúika, hœglát og hugsandi. Edith og Norman Carlton voru á öðrum stað. Meðan Imelda sat hjá Osborne og hélt at- hygli hans föngnu. ,,Bíddu n ú augnablik, “ sagði Imelda sem stóð upp og kom litlu síðar með ofurlítinn stranga sem hún .rakti sundur, og tök innan úr mynd og rétti honum. ,,Má ég ekki kalla þig Osborne ?“ sagði hún og rétti honum myndina“. „Jú, það þykir mér vœnt um, “ sagði hann glaðlega. Svo tók hann myndina og horfði alvarlega á hana og svipbreytingin á andláti hans sýndi að hann Var hrifinn, Imelda horfði á hann á meðan. Næsta myndin sem hún sýndi honum var af frú Leland. Á myndunum voru þær svo líkar að ætla mætti að myndirnar væru af sömu manneskjunni að eins á mismunandi aldursstigi. Það var sami hreini svipurinn, sömu tindrandi augun og sama dökka hárið. En í kring um munninn á eldri konunni voru drœtt- ir sem ekki voru á hinni. Osborne fannst sem í augum hennar vœri óuppfyllt þrá, fannst sem hún mundi vilja minna soninn á að dæmavægilega—dæma sig ekki óheyrða. Hann lagði myndina á borðið og starði niður í gólfið ' því hann treysti sér ekki til að mœta augnaráði Imeldu. ,,Osborne, “ sagði Imelda loksíns og tók í hendina á honum, „sérðu nokkuð ógöfugt í þessum svip ?“ [Framhald.]

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.