Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 39

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 39
VIII. 6. FREYJA 167 Konur á starfssviöi heimsins. Eftir þá sem vita. Nú, þegar svo mikiö er talaö um jafnrétti kvenna og afstööu þeirra í mannfélaginu undir núverandi kringumstœöum, hvað kon- ur noti illa þau réttindi er þœr hafa þegar oröiö aönjótandi og hvað þœr muni gjöra þegar jafnréttistakmarkinu sé náö, er gott fyrir alla að sjá, hvað þeir menn hafa um þetta efni aö segja sem mest kynni hafa af því. Ég ætla þess vegna aö taka upp í Freyju úrdrátt úr greinum um það, eftir ýmsa menn og byrja á því sem ritst. blaðsins Delinator segir í janúar númeri blaös síns: Þegar Napóleon kom heim frá Italíu var hann í samsæti einu spurður aö því, hver hann áliti að væri mesta konan í heiminum. ,,Sú, “ svaraði hann stuttlega, ,,sem á flest börn, “ Þetta þótti sérlega vel svarað af því að Napóleon sagöi það og hefir síöan af mörgum verið álitin speki. Þess var ekki gætt aö Napóleon haföi sérstakt brúk fyrir menn og þess vegna var sú kona honum mest viröi sem gat flest börn. Nú er öldin önnur. Frakkar eru ekki lengur víkingar heldur friðsamir borgarar. Þar eins og annarstað- ar í menntaða heiminum er menningarstig þjóðanna miðaö við af- stööu konunnar í þjóðfélaginu —miðað viö menningu hönnar. Ein hin mesta heiðursmedalía sem hægt er að ávinna sér er hin svo nefnda ,,Legion of Honor, “ stofnuð af Napóleon sjálfum ein- göngu ætluð karlmönnum og var lengi mynd af honum í miðri medalíunni. Nú er einnig þetta breytt, því nú er konum veitt þessi medalía, og í staðin fyrir myndina af konunginum er komin konumynd. Flestar konur sem hugsa nokkuð alvarlega út í lífið, keppa nú að því takmarki að verða fjárhagslega sjálfstæðar, og jafnvel efn- að fólk álítur skyldu sína að uppala dœtur sínar þannig, að þœr geti unnið sér brauð á sómasamlegan hátt ef til þarf að taka. I Bandar. einum saman eru nú frá4—miljón konur sem vinna ekki einungis fyrir daglegu brauði sinna og annara, heldur og leggja ár- lega á banka frá 50 til 100 miljónir dollara. Síðustu skýrslur sýna,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.