Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 46

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 46
174 FREYJA VIII. 6. arnakio. .C$ÍÉ2?.. Fiörilda drottiiingin. Tómas hafði.það til siðs að safna saman öllum fallegum fiðrildum sem hann náði til, og þótti vinum hans gamau að því. En Iietu litlu systur hans var alls ekki um það gefið. Að vísu þótti henni mjög vænt nin bróður sinn, en henni þótti vænt um fiðrildin )íka og gat ekki skil- ið í að þeim þætti gamað að því að vera svæfð og höfð til sýnis á títu- prjónsoddum. Hún var alveg viss um að það hlyti að vera óttalegt að verða fyrir því. Það var einn yndislegan góðviðris frídag að vinir Tómasar komu fil lians og buðu honum að koma með sör að fiska. Þegar Tummi var kominn út á hlað ferðbúinn fiaug fram hjá honum stórt og fallegt fiðr- ildi með marglita vængi sem glönsuðu ísólskininu. Tummi blístraði af ánægju,þetta fiðrildi mátti hann til að liafa ogþessvegna liljóphann sem fætur toguðu á eftir því. Systir hans sá leikinn og vonaði að hann næði því ekki, En fiðrildið vissi sér enga hættu búna og settist þv! vcn bráð- ar á rósrauðan blómabikar og þar náði Tunimi því og bar það heim sigri hrósandi. En hann hafði ekki tima til að svæfa það því félagar hans ráku efcir honum, svo hann lét það í glerkassa með renniloki yfir. Þar átti það að bíða heimkomu hans. Þegar hann var farinn fór Beta upp á Ioft til að skoða fiðrildið. En livað það var fa'.Iegt og hvað hún kenndisárt í brjósti um það og hvað hana langaði til að hjálpa því. En hún varekki viss um að hún ætti með það, því henni fannst Tummi eiga það af því hann náði því. Hve margir hafa ekki eignast og eignast enn þann dag í d ig menn og mál- leysingja, með því að ná þeim—af því að þeir voru og eru sterkarí eða slægari? En hvernig skyldi honum líka að vera tekinn, st'æfdur og sett- ur upp á prjón ef einhver óttalegur risi kæmi og tæki hann, hugsaði hún, Hún tók glerkassann með sér út í blómagarðinn og vtlti honum fyrir sér þangað til lokið rann sjálfkrafa af og fiðrildið flaug út í sól- skinið, og það glansaði á marglitu vængina þar til það hvarf út í lieið- bláma himinsins. En hvaðheimi þótti vænt um að það fór, og henni létti ósköp fyrir hjartanu af því að þurfa ekki að opna kassann sjálf. Á leiðinni heim aftur mætti hún Jóni frænda sínum og sagði honum hvað

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.