Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 21
VIII. 6.
FREYJA
14?
nokkuö eítir til aö skrifa. Ég vil ekki skrifa of mikið ef ske
kynni að einhverjum kynni að finnast bréf mitt of vinsamlegt.
En mér finnst ég geta lesiö á milli línanna í bréfum hans aö hann
standi ekki svo mjög fjarri okkur. Og ég er sannfæröur um aö
hann er ágætis/lrengur svo maöur af hans tegund œtti auðveld-
lega aö sjá ranglœti þaö sem konan hefir orðið fyrir á liönum tím-
um og veröur enn þá fyrir, hvort sem hún veit af því eöa ekki,—
Rangindin sem koma fram í því að skoöa hana ávalt sem barn
Óhæfa til að vilja og hafna í ástamálum eftir eigin geöþótía, en
slengja þó á þetta barn stœrri ábyrgö en nokkrum karlmanni
dettur í hug aö bera—nokkur karlmaður getur boriö. Er þaö
ekkióttalegt aö sjá konurnar sem ávalt eru í sífeldri lífshættu til
aö byggja upp og halda viö rnannkyninu, setta svo svívirðilega
lágt svo að hún verði að leggja líf sitt í hættu til þess aö gjöra
þetta œfinlega samkvcemt gefnum reglum einhverra sem aldrei hafa
skilið í þessu og aldrei vilja sjá þaö, en oft ó, oft gagnstætt henn-
ar eigin hjartans þrá. ÞaÖ er æfinlega rangt aö leggja höft á ást-
ina og hversu sem þaö er reynt og gjört brýtur hún einatt af sér
höftin. Höftin fjötra ef til vill líkamann—hulstriö, en sálin flýg-
ur sína leið og guö hjálpi því mannkyni sem byggt er upp gagn-
stætt því helgasta, því eina sem gjörir manninn að manni, hefur
hann upp yfir dýrin.
Og hví skyldu menn þá reyna að fjötra.—Reynum að byggja
upp þetta sem menn kalia sáí.—Ástina, að hefja hana og göfga,
láta hana stjórna í stað holdsins. Og þú, Imelda mín, veizt
hvernig þú átt aö leiöbeina ásthuga þínum—drengnum, mannin-
um sem ekki kastaði frá sér hugsunarlaust ást þinni, af því að þú
hugsaðir hvorki né gekkst á vegum fjöldans. Ég er einatt í þess-
um forboönu brautum—einatt aö prédika. Nú ætla ég að hætta
því og segja þér þá einu frétt sem ég hefi aö segja þér. í haust,
um það leyti sem þið Harrisburgbúar búist við sleðafæri. býst ég
viö að koma austur ásamt Margaret og móður hennar. Ég hlakka
til að sjá þig, og kyssa þig einu sinni enn þessum sama vinar og
bróöur kossi sem þú þekkir svo vel og mér finnst einhvernveginn
að Norman muni ekki sjá eftir honum. Ég veit að þœr mægður
eiga vinum þar að fagna—eða réttara sagt.muni vinna sér vináttu