Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 44

Freyja - 01.01.1906, Blaðsíða 44
172 FREYJA VIII. 6. Ef þ:ð hafið eittlivert venjulegt kvennfélag, þi getið þ:ð gengið inn í okkar félag þannig, að ég beri ykkur upp í okkar félagsdeild, Hér er inikil og hlý samhygð me3 íslandi, 0g við erum stoltar af því, sem vöggu sögu vorrar. Með hjartanlegri kveðju. c Yðar unnandi Jóhanna Munter. * * Þetta bréf hefi ég leyft mér að setja orðrétt í blaðið, þótt það sé að eins prfvatbréf, til þess að fsienzkar konursjái sjálfarog finni vinsemd og hlýjan vinarhug þessarar dönsku merkiskonu til'okkar hér heima, og sérstaklega tii þess, að þær sjái hvernig hún hefir hugsað sér hluttöku- okkar í allsherjar kor-r.ingarréttaríélaginu. Hún vi’.l, eins og áður hefir verið lagt til í Kvbl. allra helztað við göngum í það undir okkar eigin nafni. Þá verðum við að boiga árlega 20 krónur, en höfúm þálíka^—3 fulltrúa á aðalfundum með atkvæðisrétti. Ef við ekki viljum það, og viljum heldur spara okkur aurana. þá getum við gengið inn í dönsku deildina, eins og eitt af þeirra félögum, og þó með sérstökum fulltrúa. Mér finnst nú bezt að bíða með að ganga inn í félagið algerlega fyr en eftir fundinn í Lundúnum í vor. En þó ættu kvennfélögin hér endi- lega að slá sér saman og velja sör fujltrúa til að mæta á fundinum fyrir ísland, með umboði til að ráða þessu máli til lykta fyrir íslands hönd, á annanhvorn veginn. En þetta verður að gerast sem allra fyrst að unnt er, Fyrir því skora ég alvarlega á öll kvenníélög hör á landi og allar þær konur, sem nokkuð hugsa um þetta mál, að halda fuiidi með sér um þetta hið allra fyrsta og láta mig svo vita, hverju ég skal svara frú Munter fyrir liönd íslenzkra kvenna. Eg vona, að svarið verði okkur öílum' til söma. I annan stað vil ég minna íslenzkar konurá það, að þær verca að geyma vel og nota vi-l þessi réttindi sem þær hafa fengið. Við cruin allar skyldar til að nota þau og við ættum að gera það með gleði. Nú verðum við að fara að koma konum inn í sveitarstjórnir og alls stað- ar þarað, sem þær hafa leyfi til. Við megum ekki lúta þá skömm spyrj- ast um okkur, að við hvorki viljum eiga borgaraleg réttindi, eða nota þau. Eg öfunda engan af að standa frammi fyrir hámenntuðum útlend- um konum og skýra frá hvernig við notum þessi réttindi, se:n flestar

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.