Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 25
urnefndra leikstjóra. Og það sem
meira er: honum tekst það barasta
nokkuð vel. Hann fær til liðs við
sig sjö leikara af yngri kynslóðinni
sem eiga það sameiginlegt að vera
meðal allra frambærilegustu leik-
ara úr „unga liðinu" vestan hafs í
dag. Myndin gerist í nútímanum
og segir frá sjö krökkum sem hafa
haldið hópinn í gegnum súrt og
sætt á sínum menntaskóiaárum.
Eftir útskrift þarf hins vegar eitt-
hvað annað og meira að taka við
og þá hlaðast upp vandamálin.
Þetta er kannski ekki mjög frum-
leg saga, en hún er vel skrifuð og
umfram allt skemmtilega leik-
stýrð og fantavel leikin. -Þ.Ó.
The Flamingo Kid: ~k/i
Bandarísk árgerð 1984. Leik-
stjórn: Garry Marshall. Handrit:
Garry og Neai Marshatl eftir sögu
Neals. Aðalhlutverk; Matt Dillon,
Hector Elizondo, Molly Mac-
Carthy, Richard Crenna.
Það virðist oft sem framleiðend-
ur unglingamynda haldi að nægj-
anlegt sé að skarta eins og einni
unglingastjörnu, ásamt slarkfær-
um leikurum í aðalhlutverkum, til
að myndir])eirra slái í gegn. Þann-
ig er einmitt háttað í Flamingo
Kid. Matt Dillon, sem skaut upp á
stjörnuhimininn með dyggri að-
stoð Coppola, er hér í aðalrullunni
sem hinn ráðvillti en þó hæfileika-
mikli unglingur. Handritið er hins
vegar afar ómerkilegt og sögu-
þráður nánast enginn og við það
hrapar myndin töluvert niður.
Flamingo Kid er unglingamynd
með frekar rólegan heildarsvip,
sem væri svo sem í lagi ef hún
væri ekki svona ófrumleg og allt
að þvi hundleiðinleg á að horfa.
-Þ.Ó.
MUNIÐ HEIMSENDA
GÍRÓSEÐLA
Helgarpósturinn
Ódýrt að baka fyrir
■ |fl|B|flf þessi| jól
Jólatilboð
á bökunar-
vömm
JÖ2Í
NÝÍ
IHK
cn *
>
VÖRUHÚS/Ð EIÐISTORGI
HELGARPÓSTURINN 25