Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 28
VINSÆLDALISTI HP GRÍN, MORÐ OG Heiti Leikstjóri Land Árgerð 1. Back to the Future Robert Zemeckis US '85 2. Jagged Edge Richard Marquand us '85 3. The Hitcher Robert Harmon us '86 4. White Nights Taylor Hackford us '85 5. Rocky IV Sylvester Stallone us '85 6. Indiana Jones and the Temple of Doom Spielberg us '84 7. Spies Like Us John Landis us '85 8. Remo Guy Hamilton us '86 9. Santa Claus The Movie Jeannot Scwarz us '85 10 Raw Deal John Irwin us '86 Hér á síðunni gefur að líta flunkunýjan lista HP yfir uinsœlustu myndböndin á markaðinum í dag. Athyglis- vert er hversu miklar breytingar hafa orðið á listanum frá síðustu könnun en réttur mánuður var á milli kannanna. Fimm vinsœlustu myndirnar eru tiltölulega nýjar á markaðnum og bola þannig Indiana Jones og Spies Like Us ár toppsœtunum langt niður listann. Tíu vinsœlustu myndirnar að þessu sinni eru allar bandarískar. myndaefni, auk þess sem það hefði mátt vera keyrt mun ákveðnar áfram til að mynda meiri spennu. Sannleikurinn er nefnilega sá að í myndinni fæst hið ágætasta drama en hin eiginlega spenna er látin sitja á hakanum. Þannig nær Skörðótta hnífsblaðið því miður varla að standa hátt upp úr meðalmennsk- The Hitcher: ★★'/2 Bandarísk, árgerð 1986. Adalhlut- verk: Rutger Hauer, C. Thomas Howell, Jennifer Jason Leigh. Leik- stjóri: Robert Harmon. Unglingastjarnan C. Thomas Howell er hér í hlutverki manns sem þarf að flytja bíl frá Chicago til San Fransisco á vegum fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Hann á við Back to the Future: ★★★ Bandarísk, árgerð 1985. Leik- stjórn: Robert Zemeckis. Aðalhlut- verk: Michael J. Fox, Christopher Lloyd. Robert Zemeckis er maður sem greinilega hefur tekið Steven Spiel- berg sér til fyrirmyndar. Er hann gerði Romancing the Stone studdist hann að nokkru leyti við ævintýra- mynd Spielbergs, Raiders of the Lost Ark, og nú leitar hann beint til Spiel- bergfabrikkunnar við gerð Back to the Future. Greinilegt er að hér er hæfileika- piltur á ferð því myndin er alveg sér- lega vel heppnuð. Hún segir frá ung- um pilti sem lendir í því að fara með tímavél 30 ár aftur í tímann og bar- áttu hans við að komast aftur til árs- ins 1985. Handrit myndarinnar er mjög gott og úrvinnsla leikstjóra með miklum ágætum. Með hlutverk stráksa fer áður óþekktur leikari, Michael J. Fox, og stendur hann sig þokkalega sem þessi (ó)heppni unglingur. Reyndar átti Eric Stolz úr Mask upphaflega að fara með þetta hlutverk en hann var rekinn fljót- lega svo ekkert varð úr því. Hins vegar stelur Christopher Lloyd sen- unni í hlutverki vísindamannsins og sýnir skemmtilegan leik. Aftur til framtíðar er góð vísinda- skáldsaga með hressum blæ, og ætti hér að vera skemmtimynd fyrir alla fjölskylduna. Það er því engin furða að hún njóti slíkra vinsælda sem raun ber vitni. -Þ.Ó. Jagged Edge: ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Leik- stjórn: Richard Marquand. Aðal- hlulverk: Jeff Bridges, Glenn Close, Robert Loggia. Hér er gamalkunnugt efni á ferð- inni. Tvö hræðileg morð eru framin á heimili forríkra hjóna, hvar frúin sjálf er myrt ásamt þjónustustúlku sinni. Böndin berast strax að eigin- manninum, leikinn af Jeff Bridges, sem virðist ekki eiga sér viðreisnar- von gegn ásökunum þeim er á hendur hans eru bornar. Hann er þó ákveðinn í að sanna sakleysi sitt og ræður til sín mikilhæfan lögfræð- ing, sem vel að merkja er af veikara kyninu og nú mega áhorfendur fara að geta í eyðurnar. í þessari annars fagmannlega unnu mynd standa flestir vel fyrir sínu og er fátt við vinnubrögð að- standenda að athuga, nema hvað handritið hefði mátt vera mun beitt- ara. í fyrsta lagi skortir allan frum- leika á þessu mikið notaða kvik- "BACK T0 THE FUTURE"....... MICHAEL CHRISTOPHER LLOYD • LEA TH0MPS0N • CRISPIN G GALE Mt ALAN SILVESTRI BOB GALE NEIL C/ STEVEN SPIELBERG KATHLEEN KENNEDY FRANK MAR # b-'pi RflRPRT 7FMFrk'l<í □OlÆÆ'.'SSíaJ' A UNIVERSi það vandamál að stríða að hann á erfitt með að halda sér vakandi og sötrar mikið kaffi til að sofna ekki fram á stýrið. Hann tekur uppí puttaling, en sá náungi er ekki allur þar sem hann er séður þannig að nú er Howell kominn með nýtt vanda- mál. Það er að halda sér á lífi. The Hitcher er fyrst og fremst spennu- mynd með miklu blóði. Sem slík er hún reyndar ágætlega heppnuð. í fyrri hluta myndarinnar er spennan stigvaxandi og þessi óvissa heldur áhorfandanum við efnið. En þegar líður tekur á myndina er eins og Robert Harmon missi tökin á efninu og myndin fjarar hægt og rólega út. Plottið sem var til staðar í upphafi myndarinnar er búið og í stað óviss- unnar höfum við séð hvert stefnir. Engu að síður er The Hitcher hin fínasta afþreying. Rutger Hauer er í essinu sínu sem hinn morðóði putta- lingur og er alveg makalaust hvað hann getur gert sig vondan með augnaráðinu einu saman. -J.S. White Nights: ★ Bandarísk, árgerð 1985. Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalhlutverk: Mikail Baryshnikov, Gregory Hines, Jerzy Skolimowski, Isabelle Rosselini. Mikail Baryshnikov er tvímæla- laust einn besti ballettdansari í heimi. Hann fæddist í Sovétríkjun- um árið 1948 og byrjaði að læra ballet 12 ára gamall hjá hinum fræga ballettmeistara Alexander Pushkin. 19 ára gamall dansaði hann í fyrsta sinn við Kirov ballettinn í Leningrad. Árið 1974 varð hann eftir í Kanada er hann var staddur þar á sýningarferðalagi með Bolshoj-ballettinum. Baryshnikov var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1978, fyrir hina ágætu niynd The Turning Point, fyrir bestan leik í aukahlutverki. Gregory Hines dansaði sig frá fátækt til frægðar og frama í Bandaríkjunum. Margir muna e.t.v. eftir honum í mörgum ógleymanlegum atriðum úr Cotton Club. Einnig stendur hann þokka- lega fyrir sínu í Running Scared. Þessir tveir dansarar eru eina augnayndi Bjartra nótta, þ.e.a.s. þegar þeir eru að dansa. Samleikur þeirra er hrikalegur og yfirleitt allur leikur í myndinni ef pólski leikstjór- inn Jerzy Skolimowski er undanskil- inn í hlutverki vonda K.G.B. manns- ins. Isabelle Rossellini ætti að halda sig að fyrirsætustörfunum því ekki hefur hún hæfileika móður sinnar (dóttir Ingrid Bergman). White Nights er ein af þeim mörgum bandarískum kvikmyndum sem gerðar hafa verið upp á síðkastið með einhverjum heimskulegum, ferlega barnalegum og fáránlegum andsovéskum áróðri (Rocky, Rambó), sem hlýtur að taka á taugar þeirra sem hafa yfir heilbrigðri skynsemi að ráða. -J.S. 28 HELGARPÓSTURINN leftir Júlíus Sigurjónsson og Þorfinn Ómarsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.