Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 4
124 TÍMINN Sjerstakt aukagjald má leggja á verk- smiðjur, baðhús, iðnaðar- og önnur at- vinnufyrirtæki og aðra er nota vatn til ann- ars en heimilisþarfa, svo og þá, er hafa vatnshana utan húss. Öll skip, jafnt útlend sem innlend, er taka vatn úr vatnsveitu kaupstaðarins, skulu greiða gjald fyrir vatns- tökuna, er ákveða skal í gjaldskrá. Húseigandi ábyrgist greiðslu vatnsskatts, en heimilt er honum að hækka leigu sem skatti eða skattaukningu svarar, þótt hún hafi áður verið ákveðin. Vatnsskatt má taka lögtaki. 19. gr. Bæjarstjórn leggur vatnæðar svo, að hver húseigandi nái til þeirra í götu eða vegi á opnu svæði er liggur á lóð hans, og verður enginn kraflnn um vatnsskatt fyr en svo er. Frá vatnsæðum þeim, er bæjarstjórn leggur i götu, veg eða opin svæði, leggur húseig- andi vatnsæðar til sin á sinn kostnað. Nú stendur svo á, að sjerstaklega kostn- aðarsamt er að leggja vatnsæð frá aðalæö yfir lóð manns, og getur hann þá kraflð sig undanþeginn vatnsskatti, ef hann kýs að vera án vatnsins. Ef ágreiningur verður, skal skorið úr með mati. 20. gr. í samþykt má kveða á um notkun vatns- ins, og meðferð, svo og um tilhögun og ■ meðferð á vatusæðum og önnur atriði, er vatnsveituna varða. Samþyktir þær allar, sem bæjarstjórn gerir um vatnsveitu og vatnsskatt, skulu sendar ráðherra til staðfestingar. Pegar sam- þykt hefir fengið staðfestingu ráðherra, þá er hún Iögmæt vatnsveitusamþykt. 21. gr. Ef eigi er kostur á nægilega miklu eða góðu vatni í landareign kaupstaðar, eða metið er að honum yrði mun kostnaðar- samara að veita þvi þaðan til sín, en frá annari landareign eða öðrum landeignum, þá er honum rjett að veita til sin nægilegu vatni úr þeim, enda sjeu þær eigi sviftar þvi vatni, sem þeim er metið nauðsynlegt til þarfa 'þeirra, er í þessum kafla getur, nema landeiganda sje sjeð fyrir því á annan hon- um eigi óhagfeldari hátt. Rjett er eiganda eða notanda þeirrar land- areignar, sem vatn er tekið frá samkvæmt 1. málsgr., að leggja til sín og á sinn kostnað vatnsæð úr vatnsveitu kaupstaðar- ins, enda greiði hann kaupstaönum auka- kostnað, sem hann kann að hafa af því. Skylt er honum að hlíta lögmætum vatns- veitusamþyktum. Nú er vatn, sem á að taka samkvæmt 1. málsgr., notað með eða án orkunýtingar til verksmiðjuiðnaðar, námuvinslu eða annara fyrirtækja, og skal þá ef fyrirtækið er svift vatnsnytjum sinum vegna veitunnar, bæta tjónið fullum bótum. Ef ágreiningur verður um bætur fyrir vatnstöku, eða einhver önnur atriöi, er i grein þessari getur, skal skorið úr með mati. 22. gr. Skylt er manni að láta af hendi Iand sitt og landsafnot hvar sem er og hvenær sem er, í þarfir vatnsveitu kaupstaðar, þar með talið grjóttak, malartekja og rista, svo og að þola þær eignarkvaðir, óhagræði og tak- mörkun á afnotarjetti, sem vatnsveitan kann að hafa í för með sjer, enda komi fullar bætur fyrir eftir mati, nema samkomulag verði. 23. gr. Rjett er hreppsnefnd að koma upp vatn- veitu til almenningsþarfa í hreppnum. Áður en fyrirtækið er afráðið skal hreppsnefnd iáta verkfróðan mann rannsaka staðháttu, og ef tiltækilegt þykir að framkvæma verk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.