Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 47

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 47
TfMINN 167 Um 18. Petta ákvæöi er sett lil þess að ekki sje hægt að fara kringum sjerleyfis- lögin og til þess að hægt sje að varna því, að mörg orkuver safnist á hendur einstakra manna eða fjelaga, sem leitt gæti til hringmyndunar, eða einræðis um iðju- fyrirtækin. Ákvæðið um forkaupsrjett rikisins eða hjeraðsins þarnast ekki skýringar. Um 19. Önnur frekari skilyrði en nefnd eru i 1.—-18. lið verður að vera hægt að setja. Komið geta þar til greína ýms tryggingarákvæði vegna sjerleyfisskilyrð- anna hinua, vegna útflutnings eða innflutn- ings, vegna verkafólks, bjeraða eða ríkis, gegn óhollri samkepni eða einokunarsam- tökum o. s. frv. Við 5. gr. Greinin tekur að eins til raforku, sem keypt er, eða leigð til iðjureksturs, og skift- ir eigi máli hvort orkan er Ueypt frá einu eða fleirum orkuverum, ef orkunotin ann- ars falla undir greinina. Shr. að öðru leyti innganginn hjer að framan. um 4. gr. um þá liði, sem samstæðir eru og til inngangsins. Um tvent er þó hjer nokk- uð ólílct farið ákvæðum 4. gr., árgjald og endurhvarf til rikisins. Iðjuver, sem orku kaupir eða leigir, ræður eigi yfir aflliudum og verður því ætið háð orkuverseiganda, hvort heldur það er ríkið eða aðrir. Gjaldið verður því lægra, enda er í greininni að eins tiltekið hámark gjaldsins en ekkert lágmark. Er þá hægt að taka tillit til þess, ef orkan er keypt eða leigð frá orkuveri, sem reist er eftir sjerleyfi ef ástæða þykir til. Við 7. gr. Grein þessi lýtur eingöngu að því, að út- vega nauðsynlegar upplýsingar ura liag og fyrirætlanir umsækjanda, sem og skipun þeirri og eftirliti, sem landsstjórnin verður að hafa með iðjufyrirtækjum. Niðurlagsávkæði greinarinnar tryggir hjer- uðum, sera fyrirtækin snerta, íhlutunarrjett um veitingu sjerleyfis, og verður að telja þá íhlutun nauðsynlega. Við 6. gr. Um þessa grein má vísa til athugasemda Við 8., 9. og 10. gr. Parfnast ekki 'skýringar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.