Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 38
158
TÍMINN
Atliiigasemdir við frumvarp þetta.
Inngctngur.
Frá fornu fari heflr á íslandi verið viður-
kendur umráðarjettur landeiganda lil vatns
þcss, sem á landi hans er. Takmarkanir á
umráðarjetti þessum hafa verið fáar vegna
staðhátlanna. Nálega allar ár eru óskip-
geugar og straumliarðar, og hafa þær því
aðeins haft gildi fvrir landeiganda til veiði,
heimilis og búsþarfa, en almenning skift
þær litlu.
Á siðuslu árum liefir skift um skoðanir
manna á gildi fallvatna. Framfarir þær,
sem orðið hafa við að hægt er að breyta
vatnsorkunni í raforku til hita, lýsingar, og
sjerstaklega til iðjureksturs, hafa orðið þess
valdandi, að fallvötn geta nú talist ein
lielsta afllind heimsins. Kolin, sem siðustu
öldina hafa verið aðalaflgjafinn og undir-
staða allrar iðju og eimsiglinga, fara sífelt
þverrandi, verða dýrari og ósjeð live lengi
þeirra nýtur við. Ætla má því, að i fram-
tíðinni verði vatnsorkan enn mikilsverðari,
og ef til vill það afl, sem mestöll fram-
leiðsla verður að hvila á. Hve mikils virði
það er fyrir riki, að eiga yfir afllindum að
ráða, má sjá af þvi, að máttur Englands
er aðallega að þakka kolanámunum.
Sjest best nú á tímamótum stríðs og friðar,
hve mikið kapp er lagt á af stórþjóðunum,
að eignast slíkar afllindir og neyta siðan
þessa styrks i samkepninni við aðrar
þjóðir.
Hið nýja notagildi vatnsorkunnar hefir
meiri þýðingu fyrir ísland heldur en flest
öunur löud. Hjer verða »hvitu ko!in« afl-
gjafi framtíðarinnar og velferð landsins er
undir því komin hvort, hvenær og hvernig
þau verði notuð. Með hagnýtingu vatns-
orkuunar er hægt að gera landið óháð aíl-
lindum erlendra ríkja og gerhreyta atvinnu-
háttum, en hins vegar gelur orkunýtingin
einnig hafl miklar hæltur í för með sjer.
Vandamálið, sem biður úrlausnar er : hvernig
er hœgt að hagnýta vatnsorku landsins með
sem minstri hœttu fijrir pjóðfjelagið?
Sú spurning liggur nálægt, hvort eigi væri
heppilegast að ríkið eignaðist uú öll vatns-
rjettindi, Pví er svarað á öðrum stað, að
óþarfi virðist i náinni framtíð að laka eign-
arnámi, nema þá einstök völn, en á annan
liátt getur ríkið ekki lekið valnið frá eig-
endunum.
Hins vegar er augsýnileg nauðsyn, að
ríkið selji þær takmarkauir á umráðarjetti
yfir vatni, sem hið nýja notngildi þess úl-
útheimtir vegna almenningsheillar og lög-
leg eru.
Takmarkanir þær, sem gera þarf, eru aö-
allega í þrennskonar tilgangi:
1. Til að vernda sjálfstæði Iandsins, þjóð-
erni og tungu.
2. Til að vernda almenning gegn hættu
þeirri, er stafað getur af ótakmörkuð-
um umráðum auöfjelaga yfir afllind-r
um landsins.
3. Til að koma í veg fyrir stórkostlegar
byltingar á jafnvægi alvinnuvega lands-
ins.
Um 1. alriði. Erlendir auðmenn leita um
allan heim að auðsuppsprettum, þar sem
þeir geta fengið óvenjuháan arð af ije sínu,
og er vatnsorkan þá ekki síst eftirsóknar-
verð og það í landi, þar sem skattar eru
tiltölulega lágir á við erlendis. Geta um-
ráð útlendinga yfir fallvötnum vorum haft
i för með sjer afskifti erlendra rikja af vor-