Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 25

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 25
TIMINN 145 að láta af hendi vatn endurgjaldslaust til almennings þarfa, en það sýni aftur að lög- gjöfin telji ekki vatnið í ám landsins ein- stakra manna eign; með öðrum orðum, að umráð landeiganda yfir vatninu sjeu ekki vernduð af 53. gr. stjórnarskrárinnar. 1. gr. laga 22. nóvbr. 1907 um vatnsveitu fyrir Reykjavík, sem B. J. á við, hljóðar svo: »Bæjarstjórn Reykjavíkur veitist einka- leyfi tii þess, að leggja vatnsveitu í pipum neðanjarðar lil Reykjavikur og um kaup- staðinn. Landeigendur á því svæði, þar sem bæjarstjórnin ákveður að vatnsveitan skuli vera, skulu skyldir til að láta í tje nægilegt vatn úr uppsprettum, ám og brunnum i landareign þeirra, þó svo, að þeir sjeu eigi með því sviftir nægilegu valni lil heimilisþarfa fyrir þá sjálfa. Svo skal þeim og skylt að láta af liendi lóð og landsafnot til hverskyns mannvirkja, sem með þarf til þess að safna vatninu og veita því, þar með talið grjóttak, malartekja og rista, og að þola þær eignarkvaðir, óhag- ræði eða takmörkun á afnotarjetti, sem vatnsveitan kann að liafa i för með sjer, alt gegn því, að fult endurgjald komi fyrir. Bætur fyrir jarðrask í órækluðu landi skulu því að eins greiddar, að álitið verði, að landeigandi bíði skaða við það............«. Pótt litið yrði svo á sem taka mætti vatn endurgjaldslaust frá landeiganda samkvæmt þessari grein, þá er hjer með alls engin sönnun fengin fyrir því, að landeigandi hafi ekki eignarrjett að vatninu. Löggjafinn mun hafa litið svo á, sem landeiganda væri vatnsmissirinn einskis virði. Ákvæðið um, að ekki megi svifta landeiganda nægilegu vatni til heimilisþarfa, bendir til þess, að þessi skoðun minnihlutans sje rjett. Lög- gjaíinn hefir ætlað, að landeiganda gæti ekki stafað annað tjón af vatnstökunni, en vatnsmissirinn til heimilisþarfa, og tekur þá líka fram, að þenna rjett eigi landeig- andi óskertan. Nú er það heldur ekkert sjerkennilegt, þólt löggjafinn geri ráð fyrir, að vatn megi taka endurgjaldslaust af laudeiganda, þegar honum er enginn skaði að, eða vatnsmiss- irinn er honum álitinn einskis virði. Alveg sama regla gildir um töku lands eftir um- ræddri grein, sbr. orðin: »Bætur fyrir jarð- rask i óræktuðu landi skulu þvi að eins greiddar, að álitið verði, að eigandi bíði skaða við það«. Enda eru báðar þessar bótareglur um vatn og land i fullu samræmi við stjórnar- skrána, sem því að eins áskilur bætur, að verðmæti sje af manni tekið. Hjer við bætist, að orðalag 1. gr. laga 22. nóvbr. 1907 um vatnsveitu fyrir Reykjavik er þanuig, að vel má ætla að orðin: »alt gegn því, að íult endurgjald komi fyrir« eigi einnig við vatnstökuna. Enda er það ekki mjög sennilegt, að al- þingi hafi 1907 samið tvenn lög, þessi og fossalögin, sín á hvorum rjettargrund- velli og þeim algerlega gagnstæðum. í ritgerð sinni um eignarrjett yfir vatni, kannast B. J. við, að fossalögin sjeu bygð á eignarrjetti einstaklinga j’fir rennandi vatni, en svo ætti sama þing að byggja vatnsveitulög fyrir Reykjavik á þeim grund- velli, að ríkið hafi umráð yfir öllu renn- andi vatni í landinu. Þá eru skýringar B. J. á lögum 22. nóvbr. 1913 ekki viðfeldnar. — Um setninguna i 3. gr. laganna: »Álíti úttektarmenn hinum bagalaust, að valnið sje tekið í landi hans eða veitt í gegnum það, skal það heimilt gegn hæfilegri þóknun«, segir B. J., að »sumir mundu ef til vill segja, að hjer sje ákveðið gjald fyrir vatn og að það sje þvi hjer talið eign«. En sjálfur segir hann, að svo sje eigi. »Hin »hæfilega þóknun« sje í raun og veru veitt fyrir »landnám«. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.