Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 12
132 TÍMINN íyrirtækisins, og viðurkennir tilverurjett þess. Pessi viðurkenning veitir engan frekari rjett, en eigendurnir höfðu áður og er þvi eigi til fyrirslöðu, að ríkið sjálft eða aðrir stofnsetji og starfræki vatnsorkuver og raf- orkuveitu á sama svæði. 68. gr. Pá er fallvatn er tekið cftir 65. gr., skal þess gætl að hjeraðinu i grend við fallvatnið sje ekki gert örðugl fyrir að afla sjer nauð- synlegrar orku. 69. gr. Nú vill ríkið, bæjarstjðrn eða hjeraðs konia á stofn vatnsorkuveri og raforkuvcitu, og skulu þá landeigendur skyldir að þola hvers konar mannvirki á landi og lóðum, sem nauðsynleg eru vegná fyrirtækisins, svo og að efni það, er á þarf að halda, svo sem grjót, möl o. s. frv., sje tekið þar sem hæg- ast er. Bæta skal landeiganda tjón eftir mati, ef eigi semur. / 70. gr. Vilji bæjarstjórn eða hjeraðs koma upp vatnsorkuveri og raforkuveilu lil almenn- ingsþarfa, skal tilkynna það ráðherra eftir 89. gr. Samþykkið má binda þeim skilyrð- um um gerð mannvirkjanna, straumtegund og spennu, sem nauðsynleg þykja til þess, að tryggJa almenningshagsmuni, sjerstaklega til tryggingar því, að unt sje síðar að koma hentugra skipulagi á orkuveitu til almenn- ingsþarfa. 71. gr. Bæjarstjórnir eða hjeraðs skulu þá, er komið er upp raforkuveitu, scmja reglugjörð um notkun raforkunnar, um mfðfcrð á raf- tækjum og önnur atriði, er lúta að orkuveit- unni. Ráðhcrra staðfestir reglugerðina. Gjald fyrir raforku skal ákveðið í gjald- skrá, er bæjarstjórn eða hjeraðsstjórn sem- ur, en ráðherra staðfcstir. Undanþegnir þessu gjaldi skulu þeir, er raforkutaugar ná eigi til. Gjald sarakvæmt gjaldskrá má taka lögtaki. 72. gr. Nú vill einstakur maður cða fjelag, sem yfir fallvatní ræður, gera vatnsorkuver til heimilisþarfa sinna og annara, svo og iðn- aðar og iðju, og skal þá lilkynna það ráð- herra og fá samþykki hans (sbr. 89. gr.). Samþykki ráðlierra má binda þeim skil- yrðum um gerð mannvirkjanna, straumteg- und og spennu, sem nauðsynleg þykja vegna almenns öryggis, eða lúta að því að koma síðar á hcntugra skipulagi á orkuveitu til almenningsþarfa. Skilyrði má setja um það, að almenningi í nágrenni við veituna sje gefinn kostur á orku úr henni til heimilis- og búsþarfa. Loks er samþykkið þeim skil- yrðum bundið, sem sett kunna að verða i sjerleyfislög, ef orkuverið er svo stórt, að það falli undir ákvæði þeirra. y 73. gr. ' / Ráðherra setur reglugerö um orkuveitur, efni og útbúnað þeirra og önnur nauðsynleg öryggisákvæði. 74. gr. Ráðherra getur veilt leyfi til þess að land og rjettindi verði af hendi látin gegn endurgjaldi efttr mati, til vatnsveitu, stífiu- gerðar og annara mannvirkja, ef það er metið nauðsynlegt til haganlegrar vinslu vajtnsorku. VIII. kalli. Um miðlnn vatns til iðjn. 75. gr. Mannvirki i vatni eða viö vatn til vatns- miðlunar i iðjuskyni, hvort heldur er til 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.