Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 24
144
TÍMINN
3. gr. Nú eru itök, skógar, fossar eða
önnur jarðgögn, sem skilin eru eða skilin
verða frá jörðu, önnur en laxveiði og sil-
ungsveiði, seld eða leigð út af fyrir sig, og
á pá sá forgangsrjett til kaups eða leigu,
er land á undir.
2. Lög 10. nóv. 1905 um skyldu eigenda
til að láta af hendi við bæjarstjórn Akur-
eyrar eignarrjelt og önnur rjettindi ijfir Glerá
og landi meðfram henni.
1. .gr. Sjerhver sá er heíir eignarrjetl eða
önnur rjettindi yíir Glerá eða landinu með
fram henni, skal vera skyldugur til þess að
láta af hendi við bæjarstjórn Akureyrar-
kaupstaðar gegn fullu endurgjaldi svo mikið
af rjettindum þessum eða eign, sem nauð-
synlegt er til þess að framkvæma megi
veiting árinnar inn að eða inn í kaupstað-
inn samkvæmt því, er ákveðið verður af
bæjarstjórninni.
3. - Lög 22. nóvember 1913 utn vatnsveit-
ingar.
3. gr. »........Álíti úttektarmenn liinum
bagalaust, að vatn sje tekið í landi hans
eða veitt gegnum það, skal það heimilt
gegn hæfilegri þóknun. Telji þeir iandcig-
anda baga að töku vatnsins eða veitu þess,
skai þó upptaka þess eða veita heimil, ef
úttektarmenn telja skaða landeiganda mun
minni en hag hins af vatnstökunni eða
veitunni, en þeir skuiu þá meta landeig-
anda fullar skaðabætnr, enda verði vatn
ekki tekið annarsstaðar eða leitt með ekki
meiri kostnaði en skaði landeiganda er,
svo sama gagn geri..........«.
Minnihlutinn leit í fyrstu svo á, sem
ofangreindar tilvitnauir væru svo gild sönn-
unargögn fyrir eignarrjctti landeiganda að
vatni, að ekki þyrfti nánari skýringa við,
ekki síst fyrir þá sök, að minnihlutinn
þekkir ekkert lagaboð i íslenskri löggjöf,
sem innihaldi gagnstæða raeginreglu eða
nokkuð þaö, er veiki það, sem að framan
er sagt um eignarrjett að vatni.
Að sönnu eru til bæði frá fyrri og siðari
tímum lagaboð, er fela í sjer takmarkanir
á eignarrjettinum yfir vatni, en þetta er
ekkert sjerkennilegt, þvi að öllum eignar-
rjetti yfirleitt eru settar ýmsar skorður af
löggjöf og venju, og ekki síst eignarrjetti
yfir vatni. Sjálfar takmarkanirnar skýra
best innihald eða kjarna eignarrjettarins,
en þær verða mismunandi eftir þvi, hvers
eðlis það er, sem eignarrjetturinn nær til.
Að minni hlutinn ekki frá byrjun vitnaði
í þau lagaboð, er innihalda takmarkanir á
eignarrjetli yfir vatni, kom til af þvi, að
takmarkanirnar eru allar þess eðlis, og
ekki meiri en það, að engum vafa getur
verið undirorpið, að þau yfirráð og þau
rjettindi, sem eftir eru yfir vatninu, geta
með fulium rjetti heimfærst undir eignar-
rjettarhugtakið.
En þar sem nú einn nefndarmanna, Bjarni'
Jónsson alþingism. frá Vogi, hefir vefengt
skiining þann,. er haldið hefir verið fram
hjer að framan um eignarrjett yfir vatni,
mun minnihiutinn í ritgerð, sem er í smíð-
um, gera nánari grein fyrir afstöðu sinni í
þessu atriði. Hjer verður því aðeins í stór-
um dráttum drepið á helztu atriðin til
stuðnings skoðun minnihlutans á eignar-
rjettarspurningunni, sem fyrir þá sök cr
nauðsynlegt, að minnihlutinn býst ekki
við að ofannefnd ritgerð inuni verða full-
gjör á þeim tíma, sem óskað er eftir frum-
vörpum nefndarinnar.
í sambandi við lagaboð þau, sem til-
greind hafa verið, skal enn sjerstaklega
minst á lög 22. nóvbr. 1907 um vatnsveitu
fyrir Reykjavík, lög 22. nóvbr. 1913, um
vatnsveitingar, og lögin um áveitu á FIó-
ann frá 26. oktbr. 1917, sökum þess að B.
J. heldur fram þeim skilningi, að með lög-
um þessum sjeu landeigendur skyldaðir til