Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 5
TÍMINN 125 ið, gera nákvæma frumdrætti að veitunni og áætlun um stofnkostnað og árlegan rekstrarkostnað. Kostnað af rannsókn þess- ari skal telja til stofnkostnaðar vatnsveit- unnar, ef hán kemst á, en greiðist ella úr sveitarsjóði. Ef sýslunefnd samþykkir, að vatnsveitunni sje komið á, sendir sýslumaður málið til ráðherra til samþyktar, er svo samþykkir það með eða án skilyrða, eða neitar sam- þykkis og færir rök fyrir. Hreppsnefnd semur samþyktir allar um vatnsveituna, þar á meðal gjaldskrá um vatnsskatt. Á þær fasteignir í hreppnum, er eigi nota veituna, má eigi vatnsskatt leggja. Um vatnsveitur þessar fer að öðru leyti eftir ákvæðum 17.—22. gr., eftir því sem við á. Þar sem ekki er hægt í hreppnum með kleyfum kostnaði að veita neytsluvatni, skal hreppsnefnd heimilt að gera brunna til almennings notkunar, og fer um kostnað við það, notkun, viðhald og önnur rjett- indi eins og að framan er mælt um vatns- veitur. 24. gr. Nú þarf búandi eða fleiri grannar í fje- lagi að taka vatn til þarfa þeirra, er í 14. gr. getur í annars manns landi eða veita vatni um það, og skal hvorttveggja heimilt, ef matsnefnd telur nauðsyn á vera. Bætur ákveða matsmenn, ef eigi semur. 25. gr. Nú þarf maður vatnsveitu til namuvinslu, verksmiðjuiðnaðar eða annarar iðju, og er þá eiganda rjett að nota til þess vatn eftir þörfum, enda sje enginn með því sviftur vatni til þarfa þeirra, er í 14. gr. segir, svo og að heimta af hendi látið nauðsynlegt land og landsafnot tii veitunnar, gegn endurgjaldi eftir mati, nema aðiljar verði ásáttir. 26. gr. Til eignarnáms eftir 25. gr. þarf leyfi ráðherra 27. gr. Vatnsveitur, sem gerðar hafa verið eftir heimildum i eldri lögum, skulu sæta þeim reglum, er þar segir. IV. kafli. Ura áveitnr. 28. gr. Áveilum skal liaga svo, að eigi sje nein- um til haga veitt meira vatni úr fornum farvegi en notað er. Svo skal veita á land og af landi að öðrum sje sem minst mein að, og fella vatn aftur í fornan farveg svo nærri upptökum, sem gerlegt þykir. Nú telur einhver sjer mein að áveitu annars manns og samkomulag næst ekki, og getur þá sá, er telur sig fyrir skaða verða, kvatt matsnefnd lil úrskurðar. Telji matsnefnd gjörðarbeiðanda að vísu skaða að áveitunni, en að sá skaði sje minni en sá hagur, er hinn hefur af henni, skal hún engu að síður heimil, en mats- nefnd skal þá meta fullar bætur. 29. gr. Sá, sem vill veita vatni á land sitt, en þarf til þess vatn úr landi annars, eða þarf að leiða vatn yfir land annars og sam- komulag næst ekki til þess, getur kvatt matsnefnd til gjörðar um málið. Telji hún hinum bagalaust, að vatnið sje tekið i landi lians eða veitt yfir það, skal það heimiit gegn hæfilegri þókuun. Telji matnsnefnd landeiganda baga að töku vatnsins eða veitu þess, skal þó upptaka þess eða veita heimil, ef matsnefnd felur skaða landeiganda mun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.