Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 28

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 28
148 TÍMINN Telja veröur víst, að öllum þeim, er danska tungu skilja, muni ljóst, að »e/e« og »Ejcr« í ofangreindu sambandi geti ekki. átt við annað en eignarrjettarhugtakið, og má af þessu sjá, að V. Finsen, hefir ekki lagt neina óvenjulega merkingu í tilsvarandi orð í islenska textanum. Pann 4. nóvember 1870 voru þeir Bergur Thorberg landshöfðingi, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Jón Pjetursson háyfirdóm- ari skipaðir til þess að semja ný landbún- aðarlög fyrir ísland. Nefnd þessi klofnaði og var Jón Pjelursson í minni hluta. Bæði raeiri- og minnihluti sömdu frumvarp til landbúnaðarlaga. 8. gr. II. kap. í meiri- hlutafrumvarpinu hljóðar þannig: »Hverri jörð fylgir land alt innan ákveðinna um- merkja, nema einhver hluti þess sje með lögum frá kominn, og allar landnytjar, svo sem eru: gróði jarðar og ávöxtur, allar ár, lækir og vötn, steinar og málmar, sem í þvi laudi finnast, allar veiðar og allur reki fugla, fiska og hvala, og alls þess, sem nokkrar nytjar má af hafa. Pó er þetta þeim takmörkum bundið, sem síðar segir«. Og í athugasemdum meiri hlutans aftan við frumvarpið er tekið fram um þcssa grein: »Hinar almennu ákvarðanir, sem hjer eru teknar fram um það, hvað landi fylgi, um merkiár, og um það, er merkiá breytir far- vegi sínum, eru bygðar á grundvallarregl- unum i Jónsbókar landsleigub., sjá einkum 24. og 58. kap., og að öðru leyti lagaðar eftir þvi, sem virtist við eiga%eftir Iands- háltum ...... En þetla eru einmitt sörau kap., sem skirskotað hefir verið til hjer að framan. í minnililutafrumvarpinu svarar 13. gr. til 8. greinar hjá meirihlula landbúnaðar- nefndarinnar og hljóðar hún svo: »Hvcrju landi fylgir, nema með lögum sje frá komið, jörð sjálf og rúmið fyrir ofan hana svo hátt upp, sem notað verður, landsnytjar allar og ávöxtur, allir lækir, ár og vötn, er þar eru . . . .«. Á þinginu 1879 lagði stjórnin fram frum- varp til landbúnaðarlaga fyrir ísland. Var það að mestu sniðið eftir frumvarpi meiri- hluta landbúnaðarnefndar þeirrar, er að framan getur. Má svo heita að 3. grein frumvarpsins sje orðrjett 8. gr. meirihlut- ans, og yfirleitt ber þetta frumvarp það með sjer, að eignarrjettur landeiganda yfir vatni því, sem er í landareign hans er fylli- lega viðurkendur, og er þar farið eftir á- kvæðum Jónsbókar um rjetlindi yfir vatni. Minnihlutinn vill í sambandi við laga- frumvarp þetta geta þess, að hvorki á al- þingi 1879 eða siðar hefir orðið ágreiningur eða umræður um rjett landeiganda til vatns, og bendir þetta ótvirætt til þess, að eignar- rjettur einstaklingsins að vatninu hefir þótt svo sjálfsagður, að ekki gæti orkað tvi- mælis. Enda þótt löggjöf annara landi hafi elcki beina þýðingu, þegar um skýringar á meg- inreglum íslenskrar löggjafar er að ræða, skal minnihlutinn þó með örfáum orðum drepa á hver afstaða Noregs og Svíþjóðar er til eignarrjettar yfir vatni. Sænska Iögjöfin hvílir í þessu atriði á þeirri grundvallarreglu að rjetturinn eða umráðin yfir vatninu sjeu sameinuð eignar- rjettinum á þvi, sem vatnið hylur. í Sví- þjóð er aðallagaboðið í þessu efni lög frá 30. dcsember 1880, og stendur þar i 1. gr.: »att enhvar áger att tilgodogöra sig dot vatten, som finnes á hans grund, sávidt denue befogenhet ej ár genom uttryckliga lagbud inskránkta. Telja Sviar þetta elcki neina nýung í sænskurn lögum, því að þessi meginregla komi fram í lögum frá árinu 1734, sbr. nefndarálit Svía frá 17. desbr. 1910 í vatna- málinu. En nefnd þessi var skipuð 13. jan. 1906 og henni falið i byrjun að semja frum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.