Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 34

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 34
154 TÍMINN ið falla niður, og ríkið taka vatn og virki á þann hátt, sem segir í 17. lið, er leyfis- timi er á enda. Tímaákvörðun þessi kemur ekki til greina ef óviðráðanleg atvik (vis major), verkföll eða þessháttar aftra frara- kvæmdum. Ákveða má að virkjun fari fram smátt og smátt. 5. Sjerleyfishafa skal skylt við byggingar og rekstur orkuvers og iðjuvers, að nota, sem mest hjerlenda menn, bæði til algengr- ar vinnu og annara starfa, þegar hæfir menn fást hjer til þeirra. Nánari reglur um þetta setur stjórnarráðið i hvert sinn. C. Verkkaup skal goldið í peningum, og reki leyfishafi verslun við verkalýð sinn, skal arðinum af henni varið verkalýðnura til hagsbóta eftir ákvörðun nefndar, sem verkamennirnir sjálfir kjósa og ásamt leyf- ishafa ráðslafar fjenu. Um allan ágreining, sem af þessu kann að rísa, fellir stjórnar- ráðið fullnaðarúrskurð. 7. Leyfishafi skal sjá verkafólki sínn fyrir nægilegri læknislijálp, eftir nánari ákvörð- un heilbrigðisstjórnarinnar. Ennfremur ber lionum að sjá því fyrir nægilegum forða bóka og blaða, sem er við hæfi þess og húsnæði til lesturs. Sömuleiðis ber honum að sjá börnum verkamanna fyrir góðri kenslu, ef utan kauptúns er. 8. Skylt er leyfisliafa, ef þörf krefur, að veita verkalýðnum gegn ágóðalausri þókn- un, holl og nægileg húsakynni með vatns- leiðslu, fráræslu og raflýsingu. Ennfremur nægilega lóð, til að reisa á fundarhús. Nán- ari ákvæði um þetta setur stjórnarráðið í hvert sinn. Það úrskurðar einnig, ef með þarf, ágreining milli leyfishafa og verka- fólksins, er að þessu lýtur, svo sem, hvað sje hæfileg húsaleiga, hvort uppsögn á húsaleigu sje lögleg o. s. frv. Ef ætla má að þorp myndist við orkuver- iö, eða iðjuver þess, skal lej’fishafa skylt að semja byggingaráætlun um það og skal fá staðfestingu stjórnarráðsins á henni. Slcyldur er leyflshafi til að láta af hendi endurgjaldslaust lóð undir götur, kirkju, skóla og aðrar nauðsynlegar opinberar byggingar. 9. Sjerleyíishafi er skyldur að taka þátt í viðhaldi á vegum þeim, brúm og bryggj- um, sem vegna iðjurekstrar hans ganga úr sjer, eftir því, sem stjórnarráðið ákveður. En heimilt skal honum jafnfrarat, eftir nán- ari ákvörðun stjórnarráðsins, að leggjavegi, járnbrautir og símþræði frá hafnarstað til fallvatns þess, er hann notar, sem og að gera bryggjur eða hafnarvirki þau er nauð- syn krefur, ef ríkið sjálft vili eigi annast byggingu þessara mannvirkja. Nú er leyfis- hafa heimilað að byggja slik mannvirki, og skal hánn þá skjddur, að lej’fa almenningi frjáls afnot þeirra að því leyti, sem þau not valda elcki verulegum baga fj’rir hann. 10. Sjerleyfishafi skal skyldur til, eftir nánari fyrirmælum stjórnarráðsins, að gera nauðsynlega ráðstöfun, er tryggi sveitarfje- lögin gegn þvi, að verklýður hans verði þeim til þyngsla. 11. Ef vatnsorkan er notuð til að afla afurða, sem geta komið landbúnaðinum að notum, skal leyfishafi skyldur að láta af hendi vissan hluta þeirra afurða árlega, eftir ákvörðun stjórnarráðsins, með niðursettu verði frá því, sem varningurinn er seldur fyrir hjer kominn á skipsfjöl. Slík ákvæði má setja um aðrar iðjuafurðir, sem þýð- ingu hafa fyrir innlenda atvinnu. 12. Sjerleyfishafi er skyldur að látg af hendi, ef þess er óskað, til sveitarfjelaga alt að 7°/o af raforku þeirri, sem vinst, gegn há- marksverði, sem samsvarar vinslukostnaði að meðtöldum C°/» af stofnfje og 10—20°/o ágóða. Enn fremur skal honum skj’lt að láta af hendi til ríkisins, ef þess er óskað, alt að 5°/o orkunnar, með sömu kjörum. Ork- an skal afhent í þvi ástandi, sem stjórnar- ráðið ákveður, livort heldur er við orku-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.