Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 26

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 26
146 TlMINN Minnihlutinn verður að játa, að hann telur rökfærslu B. J. i þessu atriði lítt skilj- anlega, en telur hins vegar hin tilvitnuðu orö svo skýr, að erfltt sje að fá nokkurn annan skilning lagðan í pau en pann, að hjer sje að ræða um bætur fyrir vatn. í þessu sambandi má og benda á athuga- semdir stjórnarinnar við vatnsveitingafrum- varpið, sjá Alpt. 1913, A. bls. 275; par stend- ur svo: »Með ákvæðum þessarar greinar er það tilætlunin að gera pað mögulegt, pó samkomulag náist ekki, að fá vatn úr landi annara eða leiða það gegnum pað úr ann- ars landi til áveitu á sitt eigið land, er pess þarfnast til pess að koma áveitunni á, og taka vatnsins eða leiðsla er hinum baga- laus eða bagalitil í samanburði við gagnið af henni. Pótt áveita, framræsla, vatnstaka eða vatnsveita hafi verið metin heimil eftir pessari grein, eða næstu grein á undan, má auðvitað, ef pað sýnir sig að hún gerir annan eða frekari skaða en þegar metið var að pá var fyrirsjáanlegur, krefjast mats að nýju um lögmæti hennar, eða á bótum hennar vegna«. Er unt að misskilja orðin »að fá vatn úr landi annars« og »vatnstaka?« Nú er 2. gr. stjórnarfrumvarpsins nálega orðrjett 3. gr. laganna, og væri pað kynlegt, ef alpingi hefði lagt alt annan skilning í greinina en stjórnin og pess pó hvergi getið í umræðunum. Líka skal pess getið, að í nefndarálitinu um frumv., pingskj. 84, bls. 326, á tilvitn- uðum stað, stendur svo: »I*ar sem gert er ráð fyrir pví í 1. gr. írumv., að sá sem telur sjer mein gert með áveitu eða framræslu, geti kvatt úttektar- menn til skoðunar og matsgjörðar, og ef úttektarmenn álíta honum ekkert mein að, pá sje vatnsveitan heimil bótalaust. Þykir oss rjett að fella úr pað ákvæði, þar sem vjer lítum svo á, að pað muni naumast lyrir koma, ef við vatnsveitu eða fram- ræslu purfi að nota annars land, að pað muni ekki einhverra bótu vert............... Sama leggjum vjer til að gildi, ef taka parf vatn úr annars landi..........«. Á nefndin við pað, að orðin í stjfrv.: »án þess endurgjald komi fyrir« falli burtu, en í þeirra stað komi í lagatextanum »gegn hæfilegri þóknun«. Þessa setningarúrfellingu í 2. gr. byggir nefndin á pví, að pað muni naumast fyrir koma, að ekki sje einhverra bóta vert, ef talca parf vatn úr annars landi. Pá er og þess að gæta, að allar fyrstu 5 gr. laganna ræða aöallega og eingöngu um vatn. Pað væri pví einkennilegt ef bætur, sem ákveðnar eru í greinum pessum fyrir vatnstöku, ættu ekkert skylt við vatn, en aðeins land. Um lögin um áveitu á Flóann, segir B. J.: »Enn er eitt dæmi ótalið, er sýnir Ijóslega, að löggjafinn telur ríkinu heimilt að taka vatn i almennings þarfir án endurgjalds«. Tilfærir hann síðan 1. gr. laganna: »Land- stjórninni heimilast að láta veita vatni úr Hvítá i Árnessýslu, nálægt Brúnastöðum, á Flóann, og nái sú áveita til þeirra jarða í Hraungerðishreppi, Villingahollshreppi, Gaulverjabæjarhreppi, Stokkseyrarhreppi, Eyrarbakkahreppi og Sandvíkurhreppi, par sem landslag leyfir áveitu ...... Pað er rjett hjá B. J., að i greininni eru engin ákvæði um bælur fyrir vatnstöku, en pað er með öllu röng ályktun, að »af pessu megi augljóslega. sjá, »að löggjafinn ætl- ist ekki til pess að vatnsmissirinn verði bættur«. Ef greinin er tekin út úr samliengi og lesin ein út af fyrir sig, pá segir hún hvorki til nje frá um pað, hvort greiða skuli bætur fyrir vatnið eða ekki. En nú fer um þessa grein eins og hverja aðra lagagrein, að skýra verður hana og lesa í sambandi við aðrar greinar í þeim lögum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.