Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 37

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 37
TÍMINN 157 hægt er. Undanþágu um þetta getur stjórn- arráðið veitt, ef sjerstök eða knýjandi á- stæða er til. Einnig skal leyfishafi nota innlendar tryggingar eftir því, sem stjórnar- ráðið nánar tekur til. 5. Fyrir sjerleyfi eftir 5. gr. má áskilja árlegt gjald til rikissjóðs, er eigi fari fram úr 1.50 kr. fyrir hverja notaða lxestorku, sem fcr fram úr 500. Sje orkan keypt eða leigð frá orkuveri, scm leyft hefir verið eftir 4. gr., skal gjaldið þó eigi fara i'ram úr I krónu á hestafl. Eindagi gjaldsins er í árslok hver; það hefir íorgangsrjelt jafut sköltum og má taka það lögtaki. 6. Að öðru leyti skal leyfið bundið þeim. skilyrðum, sem á hverjum tíma gilda um iðjurekstur og ákvæðum 4. gr. 4., 7.—11., 15.—16. og 18. lið, eftir þvi sem við á. Leyfisbrjefið skal þinglesiö á kostnað sjerleyfishafa. 7. gr. Umsókn um sjerleyfi eftir lögum þessum skulu fylgja nauðsynlegar skýrslur um alt, er að fyrirtækinu lýtur og máli skiftir. Stjórnarráðið getur heimtað viðbætur við skýrslurnar, uppdrælti og önnur skýringar- gögu. Sæki fjelag um leyfið, skal auk þess fylgja yfirlýsing stjórnar þess um það, hvcrir eru fjelagar, hvert stofnfje sje, hvort* það er fengið eða hvernig ráðgjört er að afla þess. Einnig skal frá því skýrt, ef þegnar annara ríkja eiga í fyrirtækinu, hve mikil þeirra hlutdeild er. Fáist leyfið skal stjórn fyrir- tækisins uin hver áramót og þegar stjórnar- ráðið krefst þess, gefa samskonar skýrslu um hag fyrirlækisius og hlutföllin milli eigna innlendra og úllendra manna i því. Sannist að skýrslur þessar sjeu rangar, skal með það farið eftir 155. gr. hegningar- laganna. Áður en sjerleyfi veitist eftir lögum þcss- um skal leitað álils sveitarstjórna þeirra, er í hlut eiga. 8. gr. Brot gegn lögum þessuin og sjerleyfi eftir þeim varða sektum frá 5—5000 krón- um, nema þyngri hegning liggi við að lög- um. Sektirnar renna í rikissjóð. 9. gr. Með mál, sem rísa af vangæslu þessara laga, skal farið eins og almenn lögreglumál. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi................Jafn- framt falla úr gildi ákvæði 2. gr. í lögum nr. 55, 22. nóv. 1907 að því cr snertir rjett til að nota fossa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.