Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 43

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 43
TÍMINN 163 Paö er augsýnilegt, að eigi eklci að vera hægt að fara kringum sjerleyflslögin, verö- ur einnig aö binda sjerleyfisskilyröum svo stórfeld orkukaup eða orkuleigu, að svari til orkunola þeirra, sem sjerleyfls parf til, vegna þess að kaupaudi eöa leigjandi ork- unnar ræður á þann hátt í raun og veru yflr miklum hluta af afrakstri orkuversins og getur notað hann til sinna þarfa. Eins ber aö geta þess að iðjuverin, sem kaupa cða leigja orkuna, verða þau fyrirtæki, sem mestu valda um atvinnubrögö, og mesta þjóðfjelagslega þýðingu hafa. Hafa þvi verið selt i frumvarpið ákvæði viðvikj- andi þessu. Að lokum koma almcnn áltvæði um cftir- lit með lögunum og brot gegn þeim. Við 1. gr. Sjerleyfi i þessari grein, eins og annars- staðar i frumvarpinu, er látið tákna kon- ungsleyfi (koncession). Undir þessa grein fellur Qelag með ótak- markaðri ábyrgð, ef allir eigendurnir eru islenskir rikisborgarar búsettir lijer. Sjeu sumir þeirra þegnar erlendra rikja fellur fjelagið undir 2. gr. Skilyrðin um þegnrjett í landinu og bú- setu þurfa engra skýringa. Alitamál er, hvar setja eigi takmarkið fyrir orkunotunum. Virðast þó orkunot er fara fram úr 500 eðlishestorkum vera þess eðlis, að ýmissa sjerleyfisskilyrða þurfl. Iðjuaðferðir þær, sem bólað hefir á i seinni tíð, benda lil þess, að jafnvel allmikil iðju- störf verði stunduð með 500 eðlishesiork- um í einstökum iðjugreinum. Vatnalögin gilda þar sein sjerleyflslögin taka ekki til, svo sem um ti'kynningar, mat, eignarnámsheimildir o. s. frv. Við 2. gr. Sbr. innganginn, Við S. gr. Rjett þótti að áskilja alþingi rjett til að taka til meðferðar svo stórfeld sjerlej'fl að nemi notum 5000 eðlishestorkna, sbr. ann- ars innganginn. Við 'h gr. Sömu skilyrðum má setja öllum, sem sjerleyfis æskja, hvort heldur eru innlend eða erlend fyrirtæki, einstakir menn, fjelög eða stofnanir. Sum eru skilyrðin fortaks- laus, en öðrum má ýmist beita eða sleppa eða þá draga úr þeim eftir því, sem við á og verður landstjórnin eða alþingi i hvert sinn að mela ástæður. Um í. Að sjerleyfið veitist nafngreindum manni, fjelagi eða stofnun, útheimtir, ef um fjelag er að ræða, að það sje stofnað áður en sjerleyfi fæst, sbr. einnig 7. gr. Skilyrðið uin heimilisfang í lnndinu og að meiri hluti fjelagssljórnar skuli skipaður innlendum mönnum, þarfnast ekki skýringar. Sjerleyfl veitist þvi að cins, að almeun- ingsheill stafl engin sjáanleg hætta af þvi. En leyfið er hægt að veita þótt það kunni að skerða hagsmuni almennings eða ein- staklinga, þegar meiri hagsmunir vinnast en týnast. Sjerleyfisskilyrðin koma hjer til greina og verða þau melin af konungi eða alþingi. Um 2. Ákvæði um að ekki megi nota orkuna til vissra iðjutegunda, eða að hún skuli notuð til sjerstakrar iðju, má setja til þcss að koma i veg fyrir að nokkur sjer- stök iðjugrein geti fengið yflrhönd, sem og vegna fyrirtækja, er geta haft óholl áhrif á heilsufar manna, eða umhverfið. Einnig getur markmið fyrirtækjanna haft mismun- andi gildi fyrir þjóðarbúskapinn og jafnvel sumar iðjuafurðir sem ástæða er til að banna framleiðslu á vegna tillits til annara rikja. Um 3. Miðar til að koma í veg fyrir það, V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.