Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 6
126 TÍMINN minni en hag hins af vatnstekjunni eða veitunni, en þeir skulu pá meta landeiganda fullar skaðabætur, enda verði vatn ekki tekið eða leitt annarsstaðar með ekki meiri kostnaði en skaði landeiganda er, svo saraa gagn gjöri. 30. gr. Ef vatn, er fellur milli landareigna, er svo litið að eigi nægi, á hver fasteign sama tilkall til vatnsins eftir pörfum sinurn. Parfir eftir 14. gr. ganga fyrir áveitupörf. Ef ágrein- ingur verður um skifting vatnsins, slcai skorið úr með mati. Ef fleiri landareignir liggja að vatni, er nota má til áveitu, og samkomulag verður ekki um hvernig nota skuli, má útkljá pað með löggiltri sampykt samkvæmt lögum pessum. 31. gr. Nú er veitt vatni á óskift land, og geta pá þeir, er land eiga, krafist pess, að mats- nefnd skifti landinu milli peirra til eignar og afnota. Hver einstakur sameigandi getur krafist skiftanna. Skiftin skulu miðast við stærð landareignanna eða hluta landareign- anna eftir jarðamatinu, og skal ekki að cins fara eftir flatarmáli landsins, heldur og gæð- um pess og legu. 32. gr. Heimilt er sýslunefnd að gera sampyktir fyrir stærri eða minni svæði innan sýslu um notkun vatns, samáveitu, um viðhald skurða og vatnsfarvega, og um vörn gegn skemdum af vatnságangi. 33. gr. Nú vilja menn koma á samþykt um sam- áveitu, og skulu þá frumkvöðlar málsinssemja uppkast til samþyktarinnar og gera það öll- um hlutaðeigendum kunnugt. Sendist það sýslunefnd, er semur frumvarp til samþykt- ar. Skal svo með nægum fyrirvara kvatt tíl fundar á svæði þvi, sem ætlast er til aö samþyktin nái yfir. Atkvæðisrjett & peim fundi eiga allir peir, sem á nefndu svæði hafa jörð eða jarðarpart tii ábúðar, sem metin er til dýrleika. Sýslunefndin tiltekur fundarstað en oddviti hennar, eða sá, er nefndin hefir kosið til pess, boðar fundinn með nægum fyrirvara og stjórnar honnm. Verði fundarstjóri að takast ferð á hendur til pess að halda fundinn, bera honum 6 kr. á dag i fæðispeninga og ferðakostnaður að auki, eftir reikningi sem sýslunefnd úrskurð- ar, og greiðist pað gjald úr sýslusjóði. 34. gr. Á fundí þcira, sem getur um í 33. gr., leggur fundarstjóri fram frumvarp pað til sampyktar, sem sýslunefndin hefir sarnið. Fallist fundurinn á frumvarpið óbreytt með a/3 greiddra atkvæða, sendir sýslumaður pað ráðherra til staðfestingar. Eins fer um frum- varpið þótt fundurinn geri við það breyt- ingar, ef þær eru samþyktar með =/» atkvæða og sýslunefnd felst á þær. En vilji sýslu- nefnd ekki fallast á breytingartillögurnar, sem fundurinn hefir gert, skal kveðja til nýs fundar. Fallist pá fundurinn á frum- varp sýslunefndar óbreytt með s/« atkvæða, fer um það sem fyr segir. Frumvarp til samþyktar, sem hefir ekki náð s/a atkvæða á samþyktarfundi, er fallið, og má eigi bera það upp að nýju í sýslu- nefndinni fyr en á næsta aðalfundi hennar. 35. gr. Nú er samþykt gerð, eins og fyrir er mælt og send ráðherra til staðfestingar, og þykir honum hún koma í bága við lög, grund- vallarreglur laga eða ijett manna, og synjar hann þá um staðfesting sína og skýrir sýslunefnd frá ástæðum fyrir neituninni. Að öðrum kosti staðfestir ráðherra samþyktina, skipar fyrir um birting hennar og ákveður hvenær hún öölist gildi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.