Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 42

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 42
TÍMINN 162 gangurinn með pvi að eins að tryggja al- menningshagsmuni gegu afleiðingum sjer- leyfis, sem hefir í för með sjer áhættu fyrir pá, og móli þessari kvöð kemur rjetturinn fyrir eigandanu til þess, að hagnýta vatns- orku í stóram stíl og njóla fullkomnari rjettar heldur en önnur fyrirtæki til eigu- arnáms á landi, til vatusmiðlunar, sima- lagningar, vegagerðar og margvíslegra hlunn- inda eftir vatnalöggjöfmni. Endurhvarfs- kvöðin er því litil i samanburöi við þenna aukna rjett og áhættu almennings. Sje fall- vatnið og orkuverið, sem falla á til ríkisins, skoðað sem höfuðstóll, sem gefi af sjer venjulega vexti t. d. 5°/o, er hægt að reikna út, hve mikils virði endurhvarfskvöðin er í samanburði við fallvatnið og orkuverið um leið og sjerleyfið er veitt. Verðmæti fyrir- tækisins skiftist vegna endurhvarfskvaðar- innar þannig: Sjerleyfistími. Til rikisins. Til sjerleyfishafa. 40 ár 14,2°/« 85,8> 50 — 8,7- 91,3— 55 — 6,8— 93,2— 60 — 5,4— 94,6- 65 — 4,2— 95,8— Sje verðmæti virkjaðs vatns með orkuveri í lok sjerleyfistímans talið 150 kr. á hestafl, hefði þurft að leggja á fyrirtækið i árlegu gjaldi eftirfarandi upphæðir, til þess að það jafnist á við endurhvarfskvöðina til rikisins. Sjerleyfistimi. Árgjald á hestnfi 40 ár kr. 1,24 50 — — 0,72 55 — - 0,55 60 — — 0,42 65 — — 0,33 Eins og sjest á þessu mundi endurlivarfs- kvöðin eftir 65 ár svara til kr. 0,33 árgjalds eða litlu meira en lágmark sjerleyfisgjalds. Mundi stórt fyrirtæki ekki inuna miklu um sllkt árgjald, nje heldur er hægt að gera ráð fyrir, að það mundi nema nokkru í kaupverði á falivatni, er gengi kaupum og sölum, enda svaraði að eins til lítils hluta af verðhækkun þeirri, er fallvatnið verður fyrir við að sjerleyfi fæst. Prátt fyrir þetta, er svo um búið í frum- varpinu, að þegar orkunotin eru ekki stór- feld og geta ekki orðið hættuleg hagsmun- um almennings, þá þurfi ekki að beita á- kvæðinu um endurhvarf til ríkisins. Gildir þetta um einstaka menn, ef orkunotin fara eigi fram úr 2500 hestorkum, svo og um hjeruð og bæjarfjelög. Að því er snertir innlenda menn ef orkunotin fara fram úr 2500 hestorkum, þá beitir ríkið ákvæðinu eftir því sem við á þegar sjerleyfistíminn er liðinn. Loks er þess að gæta, að gangi ekki sjer- leyfishafi að þessu skilyröi i sjerleyfissamn- ingnum, og leggi ekki út í svo slórt fyrir- tæki, þá kemur enginn endurhvarfsrjettur til greina. Um 3. Sjerleyfisgjaldið er að nokkru leyti sett vegpa margvíslegs tjóns eða áhættu, sem almenningshagsmunum getur stafað af stórorkuverura eða stóriðjuverum og þau bæta ekki sjálf fyrir, en að uokkru leyti vegna hlunninda þeirra, sem sjerleyfið gef- ur fyrirtækjunum. Að öðru leyti vísast til þess sem sagt er um 2. Þó er ekki hægt að undanskilja önnur orkunot gjaldinu en þau, sem bæir og hjeruð nota til heimilis og búsþarfa ibúanna. Alþingi mun eðlilega taka ákvörðun um hvernig gjaldinu muni varið, hvort það verði látið renna í sjerstakan sjóð, eða í ríkissjóð. Auk þessara sjerleyfisskilyrða, sem að framan eru talin, eru ýms önnur nauðsyn- leg sjerleyfisskilyrði sett í frumvarpið, sem skýrð verða í athugasemdum við hinar ein- stöku greinar, svo sem inulausnarrjettur og forkaupsrjettur fyrir ríkið á verum sem sjer- leyfi hafa fengið, ýms skilyrði til hagsmuna fyrir verkamenn fyrirtækjanna, fyrir aðra atvinnuvegi o, s. frv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.