Tíminn - 06.05.1919, Síða 17

Tíminn - 06.05.1919, Síða 17
TÍMINN 137 • 100. gr. Nú er hluti af eign lótinn af hendi eöa eignarrjettur eöa önnur rjettindi skert, og skal þá meta bætur svo að tekinn sje til greina sjerhagur sá, er eign eða rjettindum kemur af fyrirtæki því, sem stofnað er til. 101. gr. Nú er eigandi fallvatns skyldaður til þess að láta af hendi vatn og fallhæð, og afgang- ur fallvatnsins verður fyrir þá sök eiganda annaðhvort ónýtur til orkunýtingar, eða notagildi þess minkað að mun, og má þá eigandinn krefjast þess að fallvatnið alt verði tekið. Nú fylgir land fallvatni, sem lögum þess- um samkvæmt er tekið eignarnámi, og verður það eiganda ónýtt vegna tökunnar, eða notagildi þess rýrt að mun, og er eig- anda þá rjett að krefjast þess að landið verði tekið. Sama rjett hefir eigandi vatnsvirkis til að krefjast þess, að öll mannvirki og lausir hlutir, er þeim fylgja, verði teknir eiguar- námi, ef eignarnámið veldur þvi, að eignin verði honum lítils virði. Ef að öðru leyli er svo með eign annars manns farið lögum þessum samkvæmt, að eignin í heild sinni, eða hlutar af lienni, verði eiganda ónýt eða notagildi hcnnar verulega rýrt, þá getur hann krafist þess, að eignin öll, eða sá hluti hennar, sem fj'rir þessu verður, verði tekin. 102. gr. • Þegar land eða rjettindi eru af liendi látin, samkvæmt 25., 65., 74. og 75. gr. e. lið, skal bæta 25°/o við þá upphæð, er mats- nefnd ákveður í bætur. 103. gr. Nú veldur vatnsvirki tjóni á eignum eða rjettindum annara, sem eigi var tckið til greina og bætt, er til virkis var stofnað, og skal virkiseiganda þá skylt að bæta það siðar eftir mati, ef eigi semur. Krafa um bætur skal komið fram áður 10 ár liða frá lokum þess almanaksárs, er virkið var fullgert. Telji matsnefnd eigi fært að meta fyrir- fram tjón, er hlotist geti af vatnsvirkjum, getur hún skotið matinu á frest, en getur þá áskilið þeim, er bætur á að taka, tryggingu fyrir bótum af hendi virkiseiganda. 104. gr. Nú krefst maður þess, samkvæmt 62. gr., að leysa til sin hluta af fallvatni, og getur þá vatnseigandi krafist þess, að honum verði endurgoldinn eignarmissiriun með orku í stað peninga, eftir eignarhluta hans í fall- vatninu, ef matsnefnd telur það eigi fj'rir- tækinu ofvaxið. Matsnefnd ákveður, hve mikla orku skuli greiða, svo og viðbótar- gjald i peningum, ef eigi er að öllu greitt með orku. Nú eykur virkiseigandi síðar orkuvinslu með vatnsmiðluu, sem gjaldþegi átti rjett til áður innlausn var gerð, og skal þá fara um skiftingu þess orkuauka milli þeirra eftir sömu reglum og uin skiftingu hinnar upp- haflegu vatnsorku. 105. gr. Nú er vatnsorka innleyst og endurgoldin með orkurjetti, og skal þá sá rjettur trygður með veðrjetli í fallvatninu og orkuverinu og hafa forgöngurjett á eftir sköttum. 106. gr. Orkurjettur, sem er endurgjuld fyrir inn* leysta vatnsorku, á sem hver önnur jarðar- hlunnindi að fylgja þeirri eign, er átti vatns- orkuna, þá er hún var tekin, og skal hann til tryggingar veðrjetti eða öðrum rjettind- um i stað vatnsorkunnar. 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.