Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 15
TÍMINN 135 afrensli hefir í slikt vatnsfall, um jarð- göng, stokk eða pipu, meiru en pví, sem rúmast í 20 centimetra víðri pípu við stiflutjörn. c) Gera önnur mannvirki í vatni eða við það, sem breyta farvegi þess eða vatns- hæð, nema sýnt sje að hættulaust sje öllum hagsmunum rikisins og almenn- ings. d) Purka upp stöðuvatn, enda laki þurk- unin yfir 50,000 fermetra. 90. gr. Samþykkja skal tilkynt fyrirtæki, er eigi kemur í bága við hagsmuni ríkisins eða al- mennings, ef það fullnægir kröfum þeim er í 88. gr. getur, en ella má binda samþykkið skilyrðum, er nauðsynleg þykja til að full- nægja þeira. Samþykkið er þvi eigi til fyrir- stöðu, að síðar megi skipa fyrir um nauð- synlegar breytingar á mannvirkjunum, ef það kemur í ljós, mcðan verið er að vinna verkið, að þeirra þurfi við. Ríkið ábyrgist ekki tjón af fyrirtækinu þótt samþykki sje veitt, og ábyrgist eigandi fyrirtækisins eftir sem áður tjón, sem stafar af göllum eða misfellum á þvi. Nú er samþykkis synjað að einliverju leyti eða öllu og skulu þá rök færð fyrir. 91. gr. Ráðherra getur veitt leyfi til mannvirkja í vatni, þótt þau tálmi almennri umferð, veiði eða á annan hátt geti haft í för með sjer tjón á hagsmunum almennings eða ríkisins, ef sjáanlegt er, að fyrirtækið hafi i för með sjer meiri hagnaö fyrir ríkið eða almenning, en tjóninu nemur. Leyfið má binda öryggis- slcilyrðum þeim, sem nauðsynleg þykja, svo og skilyrðum sjerleyfislaga, ef fyrirtækið er svo stórt, að það falli undir þau. Sá er fyrirtæki kemur i framkvæmd eftir leyfi eftir byrjun 1. málsgr., ábyrgist eigi það óhagræði, er almenningi eða rikinu kann af þvi að stafa, framar en tilskilið kanu að vera í leyfinu. 92. gr. Leyfi til að krefjast þess, að eign og rjett- indi verði af hendi látin eða aðrar eiguar- kvaðir á lagðar, má ráðherra þvi aðeins veita, að ætla megi að fyrirtækið annað- hvort efli hagsmuni almennings beinlínis, eöa sá hagnaður, er telja má að verði af fyrirtækinu, fari að miklum mun fram úr óhagræði því, er einstaklingar geti haft af því. Leyfi þetta má binda skilyrðum, er lúta að þvi að tryggja það, að fyrirtækið komi að almeunings notum; einnig getur ráð- herra sett það skilyrði, að Qe sje sett lil tryggingar skaða þeim, sem siðar kynni að koma í Ijós, en ekki hefir verið fyrirsjáan- legur við eignarnámið. Nú hefir leyfi verið veitt samkvæmt 1. málsgrein, og er þá liver maður skyldur til að þola þær eignarkvaðir, er fyrirtækið kann að hafa í för með sjer, enda sje þvi hagað eftir frumdráttum þeim, sem sam- þyktir hafa verið. 93. gr. Nú hefir vatnsvirki í för með sjer bætur á landi annars manns, vatnsauka eða annað hagræði fyrir aðra vatnsvirkjaeigendur, og getur ráðherra þá eftir kröfu virkiseiganda ákveðið að þeir, sem hag hafa af virkjuu- um, gjaldi eitt skifti fyrir öll ákveðna upp- hæð eftir mati til virkiseiganda. 94. gr. Nú þarf leyli ráðherra til stíflugerðar eða annara mannvirkja, er áhrif hafa ú vatns- hæð eða vatnsmagn i vatnsfalli, og skal þá venjulega taka fram í leyfinu, hversu mikið raegi hækka eða lækka vatnsflötinn og setja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.