Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 31

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 31
TÍMINN 151 Annars lýsa sjerkenui eignarjettarins yfir vatni sjer ljóslega í eftirfarandi frutnvarpi, pau eru takmarkanir. Pótt allur eignar- rjettur sje takmörkum bundinn, þá á þetta sjer einkum stað um eignarrjett að vatni, sem aftur er afleiðing af eðli vatnsins. Vatnið er t. d. hverjum manni og hverri skepnu lífsskilyrði til drykkjar og af því hefur fæðst sterkur rjettur í löggjöfinni til þess, að öllum væri unt að fullnægja þeirri þörf, en til rjettarins svarar aftur takmörk- un á umráðarjetti vatnseiganda. Hvergi í löggjöfinni er eins mikil þörf á reglum til þess að skipa málum manna á millum, eins og þar sem um vatn er að ræða. Það má heita undantekningarlaus regla, að ár renna gegnum lönd íleiri eig- enda. Fyrir því þarf að skifta vatninu og yfirráðum yfir því á milli þeirra. Alt er þetta gert með takmörkunum á umráða- rjetti einstaklingsins yfir vatninu. Ríkið og almenningsþörf hefir eðlilegan og sjálfsagðan rjett til þess að annast um, að ár og vötn verði ekki til tálmunar al- mennri umferð. Pess vegna eru vatnsföll brúuð og ferjur lögboðuar, hvað sem vatns- eigendur segja, en það eru takmarkanir á umráðarjetti landeiganda yfir vatninu. Eftir að tekið var að nota vatnsaflið til framleiðslu rafmagns komu nýjar reglur og nýjar takmarkanir á umráðum vatnseig- anda, nýjar reglur um afstöðu vatnseig- anda hvers til annars og nýjar reglur um afstöðu vatnseiganda hvers til annars og nýjar reglur um afstöðu einstaLlingsins gagnvart rikinu og almennings heill. Petta ætti að vera nægilegt til þess að sýna, að alt aðrar reglur hljóta að gilda um eignarrjett yfir yatni heldur en t. d. yfir tóbaksbauk. Takmarkanlrnar á eignar- rjettinum verða miklu margbrotnari og alt annars eðlis. Minnihlutinn telur, að hver og einn kom- ist að ljósastri niðurstöðu um það, hver nmráð þau sjeu, sem landeigandi hefir yfir vatninu á landi sfnu samkvæmt eftirfar- andi frumvarpi, með því aö athuga allar þær takmarkanir, sem liver grein út af fyrir sig og allar i sameiningu hafa inni að halda á umráðum landeiganda, og líta svo eftir, hver umráð verða eftirskilin hon- um til handa. Enda þótt minnihlutinn liafi bætt við nýjum takmörkunnm á umráðarjetti land- eigauda yfir vatni, sjerstaklegá i reglum þeim, er teknar hafa verið upp í frum- varpið í tilefni af væntanlegri notkun vatns til framleiðslu orku, er hann þó í engum vafa um það, að þau yfirráð, sem landeig- anda eru eftirskilin yfir vatninu, heimfær- ist með rjettu til eignarrjettar. Eftir þessu vill minnihlutinn taka álykt- unina um það, livort yfirráðin yfir vatni sje eignarrjettur eða ekki, en ekki eftir því, hvort einhverjum lögfræðingum kunni að sýnast vatniö svo hvikult og ilt til yfir- drottnunar, að rjetturínn yfir því geti ekki lcallast eignarrjettur. Og víst er það, að rjettur landeigendans yfir vatninu samkv. frumvarpi minnihlutans er það náskyldur eignarrjettinum, þó að þeir lærðu vildu kalla hann eitthvað annað, að hann er friðaðnr samlwæmt 53. gr. stjórn- arskrárinnar, og verður ekki tekinn af land- eiganda nema almennings þörf krefji og fult verð komi fyrir. Og þetta var það megin- undirstöðuatriði, sem olli klofningnum í fossanefndinni, því að allir meirihlutamenn tóku það skýrt fram, að landeigandi ætti engar bætur að fá, þótt rennandi vatn væri tekið frá honum að fyrirlagi ríkisins. Enda var þetta rökrjett afleiðing af ályktun meiri- hlutans — sem B. J. telur sig hafa rökstutt i ritgerð sinni — um að rikið hefði öll umráð yfir vatnsrjettindum, hvort heldur í heimalöndum eða fyrir utan þau. Minnihlutanum er það ljóst, að þegar vatnsaflið er orðið jafn-þýðingarmikið I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.