Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 20
140 TÍMINN skrá yfir eígnir þær, er ætla má að eignar- námið taki til. Umsóknir skulu sendar sýslumanni eða bæjarfógeta, er sendir pær áleiðis til róð- herra með umsögn sinni og áliti sveitar- stjórnar eða bæjarstjórnar, landeiganda, leiguliða, og annara er hlut eiga að máli. Ráðherra setur nánari fyrirmæli um form og efni tilkynninga og umsókna. 121. gr. Nú er sóll um leyfi til eignarnáms ávatni, landi, vatnsvirkjum eða öðru, vegna vatns- miðlunar eða annarar vatnsvirkjagjörðar, eða sótt er um leyfi eða sampykki til peirra íyrirtækja í vatni, sem liaft geta mikil hags- munaleg áhrif fyrir einstaka menn eða hjeruð, og skal þá ráðherra auglýsa mála- leitunina í Lögbirtingablaði og næstu hjer- aðsblöðum, áður en leyfi eða sampykki cr veitt. Aldrei skal leyfi eða sampykki gcfið fyr en liðnir eru tveir mánuðir frá siðustu birtingu. Mótmæli, er siðar koma fram, skulu eigi tekin til greina. 122. gr, Sýslumenn og bæjarfógetar skulu halda löggiltar bækur, er nefnast vatnabækur og skal í þær rita: a) Skrá yfir vötn og ár, er liggja i um- dæminu. b) Samninga, hvort heldur afsöl, leigu- samninga, eða aðra samninga nm ár og vötn. c) Skýrslur um áveitur, þurkun lands og vatnsvirki, sem tilkyuningarskylda eða umsóknar hvílir á, og um matsgcrðir samkvæmt lögum pessum. Ráðherra setur nánari reglur um hvernig vatnabækur skulu færðar. Láta skal í tje eftirrit af bókum, ef pess er krafist. 123. gr. Mat eftir lögum þessum verður með tvennu móti, og fer pað aðallega eftir pví, live vandasamt og umfangsmikið málið er, og hvort sjerþekkingar parf við matið. Undirmat framkvæma 3 óvilhallir, dóm- kvaddir menn, nema ööruvísi sje ákveðið í lögum þessum. Utan kaupstaða skal hreppstjóri eiga sæti i matsneíud og stjórna henni, en i kaup- stöðum kýs matsnefnd formann sinn. Mati þessu má, innan 4 vikna frá pN'i að gerðin fór fram, skjóía til yfirmats. Yfirmat framkvæma 5 dómkvaddír, óvil- hallir menn, og á dómarinn sæti í matinu og stýrir því. 124. gr. Ef einhver aðilja óskar, skal mat, er fram á að fara eftir 62., 65., 69., 74., 85., 93. eða 95. gr., framkvæmt af matsnefnd þeirri, er um ræðir i 123. gr., síðustu málsgr., er þá starfar sem undirmat. Rá getur ráðherra eða aðiljar, krafist þess, að í matið verði kvaddur sjerfróður maður. Skjóta má mati þessu, eða venjulegu und- irmati eftir sömu greinum, innan 6 mánaða frá þvi gerðin fór fram, til sjerstaks yfir- mats, er 5 menn eiga sæti i, og landsyfir- rjettur kveður. Skal að minsta kosti einn matsmanna vera lögfræðingur og stýrir hann matinu. í matinu skal og sitja að minsla kosti einn maður er sjerþekkingu hefir á því sviði, sem um er að ræða, 125. gr. Nú á samkvæmt lögum þessum að meta land, vatn eða vatnsvirki, sem liggja í tveim lögsagnarumdæraum eða fleirum, og skal stjórnarráðið þá ákveða, hver dómaranna skuli sjá um kvaðningu og framkvæmd matsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.