Tíminn - 06.05.1919, Qupperneq 23

Tíminn - 06.05.1919, Qupperneq 23
TÍMINN 143 fjelag .... mega hjeðan af ná að eignast fossa á íslandi . . . .«. III. Eignarrjettur landeigandans, einstakl- inga, hjeraða eða ríkisius að rennandi vatni. í lögunum er talað um fossa, ár og læki, sem hluta af landinu, er peir falla um, sbr. 1. gr.: ». . . . ná að eignast íossa á íslandi, hvorki eina nje með löndum þeim, sem þeir eru í . . . .«, og í 12. gr. er komist svo að orði: »Hver maður er skyldur til, gegn fullum skaðabótum, að láta af hendi fossa sína, ár og læki og jarðir þær, er þar að liggja . . . .«. Það virðist þannig engum vafa undir- orpið, þótt ekki sje það beint tekið fram, að sá eða þeir, sem land eiga að rennandi vatni, eigi líka landið undir því eða far- veginn og vatnið i honum. Að sjálfsögu má selja þenna liluta landar- eignarinnar, farveg og vatn, eins og líka hefir átt sjer stað, nema því að eins að t skorður sjeu settar fyrir því i löggjöfinni. Lög þessi eru auðsjáanlega bygð á þeirri meginreglu í íslenskri lögjöf, að laudeigand- inn hafi eignarrjett á pví vatni, sem er á landareign hans, eða rennur um hana, með þeim takmörkunum, sem löggjöfin setur. Skal nú vikið að öðrum lagaboðum í íslenskri löggjöf, er sauna rjett landeiganda til vatnsins: I. Grágás: (Ib 191. kap., bls. 97) »Ef mcnn veita merke vötn a engi sín oc þiccir þeim mcin at er hálft a vatnit. þa scolo bvar v. scipta vatneno með þeim«. (II. 422. kap., bls. 470): »Ef men eigo merke vötu saman oc vill annarrtuece veita vatni þvi a enge sitt, eða acr sinn«. (Ib, kap. 208, bls. 122—123); »Ef maðr vill veiða fugla a vötnom þeim er þeir eigc fleire saman .... — . . . . þa scal sa beiða deilldar þaN er a ána við hann ... — ... oc eigi gerþa sva at eigi se hlið á nema hann eigi alla ána .... — . . . . oc eigi hann einn quisliua fyrir ofan«. (II. 438. kap., bls. 509): »Par er menn eiga merki voln saman«. »En þótt fyrir honum stokkvi or hans veiðistoð oc í annars votn eða i annars mans land, þa a hann þo at veiða at osekio. Ef menn eigo veiðistoð saman eða merki á . . . .«, ». . . . nema einn maður eigi alla ána.« (II. kap. 439, bls. 510): ». . . . oc eigi hann einn quislina fyrir ofan«. II. Jónsbók. Landsleigubálkur, 24. kap., bls. 153: »Nú eigu menn merkivötn saman, ok vill annarr veita því á engi sitt eða akr, en hinum þykkir mein at, þá skal skipta sem fyrr segir, nema vatn sje svo lílit at eigi vinniz, þá skal sina viku hvárr liafa. 56. kap. bls. 188—189: »Hverr maðr á valn og veiðistöð fyrir sinni jörðu ok á, sem at fornu hefir verit.....Nú ef á rennur mill- um bæja manna eða bekkur, og eru fiskar í, þá eigu hálfa hvárir, ef þeir eigu svo jörð til tveim megin . . . . Nú ef á brýtr af annars þeirra jörð, pá á sá á er jörð átti þá sem hon braut, en hinn granda eða eyri eptir þangað til sem hon var mið, meðan hon raun rjett at fornu. En ef hon brýtr meirr, pá á sá er jörð álli bœði á ok granda, þangað til er hon var mið þá er hon rann rjett........Hvervilna er menn eigu fiskiá saman, þá á hvarr að veiða sem vill, meðan úskipt er ánni..........Hverr maðr má gera veiðivjel í siiuii á .... En sá maður er gerðir fyrir, þá skulu þeir er fyrir ofan eigu .... Engi skal fara í ann- ars á, nema hann vili þeim veiða er ána d«. III. )ms önnur lagaboð. 1. Lög 20. október 1905, um forkaupsrjelt leiguliða o. íl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.