Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 39

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 39
TÍMINN' 159 um málum og því orðiö stórliættuleg póli- tisku sjálfstæði landsins. Ef útlendingar geta einnig takmarkalaust hagnýtt sjer vatnsorkuna, eykst stórkostlega fjármagn það, sem þeir eiga í landinu og þar með ej^kst að sama skapi hættan á, að erlend ríki skifti sjer af málum vorum til að gæta hagsmuna þegna sinna. / Inn á við er hættan sú, að hjer risi upp hvert stórorkuverið og stóriðjuverið á fæt- ur öðru og til þess að starfrækja þau þyrfti þá að fá tugi þúsunda erlends verkalýðs á fáum árum, og með þeim flj'ttist til lands- ins fjöldi annara útlendinga. Verkalýður þessi settist að á fáeinum stöðum og þar risu upp bæir með erlendu sniði og erlend- um tungumálum. Er vandsjeð jafnvel, hvort framvegis yrði þá hægt að tala um íslenskt þjóðerni og tungu. Par við bætist, að ekki væri hægt að búast við, að verkalýður þessi væri ráðinn með annað fyrir augum, en að fá sem ódýrast vinnuaíl, svo að viðbúið er, að menningu landsins yrði einnig stór- hætta að þessum innílutningi. Fossalögin frá 1907 takmarka eignar- og umráðarjett útlendinga yflr íslenskum fall- vötnum og er gert ráð fyrir, að þau verði bráðlega endurbætt og látin ná yfir fast- eignir í landinu. Hjer er þó augsýnilega þörf fjrrir þá víð- tækari takmörkun, að leita þurfi leyfis ríkis- ins til hagnýtingar á stórfeldri vatnsorku, til þess að ríkið geti búið svo um, að virkjun fallvatna fari fram smámsaman, eftir því sem þjóðin sjálf þarf með og getur risið undir. Um 2. alriði. Vatnsorkunýling í stórum stil og stóriðja í sambandi við hana, verða ekki gerð nema með auðmagni. Ef tak- markanir yrðu ekki gerðar af rikisins hálfu, mundu fá miljónafjelög ná undir sig aíl- lindum landsins og á þann hátt ná yfirtök- unum á atvinnuvegunum, gætu jafnvel söls- að undir sig hróðurpartinn af framleiðslu- arðinum. Er það gömul reynsla, að ramm- ar skorður þarf að reisa við því, að slík auðfjelög misbeiti valdi sínu gagnvart verka- mönnum og almenningi. Stjettaskiftingin verður skarpari og baráttan milli auðs og vinnu, þegar atvinnurekendur eru örfáir, en hins vegar fjölmargir verkainenn. Um þetta atriði skiftír litlu, hvort auðfjelögin eru innlend eða útlend. Arðurinn af fyrir- tækjunum rennur reyndar til íslendinga, et fjelögin eru innlend, en misbeiting auðsins getur verið liin sama, hvort heldur sem er, og stjettaskiftingin verðúr jafnvel enn skýr- ari, ef fjelögin eru innlend. Til varnar gegn auðfjelögunum er því óhjákvæmileg nauðsjrn, að leyla þurfi leyfis ríkisins til hagnýthigar á stórfeldri vatns- orku, til þess að ríkið geti sett þau skil- yrði, er nauðsynleg þykja. Uni 3. atriði. Stórfeld vatnsorkunýting og stóriðja mundu, ef engar takmarkanir verða gerðar, á fáum árum verða aðalatvinnuveg- ur landsmanna landsmanna. Landbúnaði og fiskiveiðum, sem frá iandnámstið hafa reynst besta undirstaða framleiðslunnar, mundi að minsta kosti í byrjun hnigna, vegna þess að vinnukraflurinn drægist til stóriðjunuar hjer eins og annarsstaðar. Stóriðjan yrði bj’gð á vörusölu til erlends markaðar með þeim miklu verðbreytingum, sem slikar vörur geta orðið fyrir þar. Slik breyting á atvinnuvegum landsmanna mundi áreiðanlega verða óheillavænleg, ef gerð væri á fáum árum, og eru því til sönnunar erlend dæmi, t. d. iðnaðarbyltingin í Eng- landi um næstsíðustu aldamót, með öllu þvi losi, sem þá komst á breska þjóðfje- lagið. Væri voði að hætta sjcr út i slikt öðruvísi en smám saman, eftir þvi sem reynslan sýndi hj’ggilegt. — Af þessum ástæðum er óhjákvæmileg nauðsyn, að rikið ráði um stórfelda notkun vatnsorkunnar og setji skilyrði fyrir henni, til þess að tryggja það, að virkjun fall-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.