Tíminn - 06.05.1919, Síða 35

Tíminn - 06.05.1919, Síða 35
TÍMINN 165 verið eða lekið úr orkutaugunum annars- staðar. 13. Sjerleyfishafa skal gert aö skyldu, að greiða í ríkissjóð árgjald, er ekki sje minna en 25 aurar og eigi meira cn 2 krónur fyrir heslorku hverja, er hann notar. Jafnhátt gjald skal hann greiða til hjeraða þeirra, sem fyrirtækið tekur til. Ef sjerleyfishafi greiðir vatnsmiðlunar- gjald eftir 80. gr. vatnalaganna skal tillit tekið til þess, og sjerleyfisgjaldið að miðl- unargjaldi viðhættu eigi fara fram úr há- marki þvi, er að fiaman greinir. Stjórnarráðið ákveður skiftingu þess hluta sjerleyfisgjaldsins, sem hjcruðin taka, milli sveitarfjelaga og sýslna, ef til kemur. Ef innlent hjerað eða bæjarfjelag á orku- verið, má undanþiggja gjaldi i ríkissjóð þann hluta orkunnar, sem hjeraðið eða bærinn notar í heimilis og búsþarfir íbú- anna. Nánari ákvæði um greiðslu gjaldsins og hestorkufjöldann ákveður stjórnarráðið og má endurskoða þau ákvæði 5. hvert ár. Gjöld þessi má taka lögtaki. Pau hafa forgangsrjett fyrir öllum skulduin, er á orkuverinu eða iðjuverum kunna að hvila. 14. Ef fallvatn það, lönd eða lóðir, sem sjerleyfishafi notar við atvinnureksturinn, eru komin i eigu hans, eða hann orðinn um- ráðamaður þeirra fyrir lægra kaupverð eða leigu, en telja mátti sanngjarnlegt þegar þegar hann öðlaðist rjeltindin, má ákveða að hann greiði fyrri rjetthafendum hæfilega uppbót kaupverðs eða leigu. 15. Gerð orkuvers og iðjuvers, sem og rekstur þeirra og viðhald, skal háð opin- beru eftirliti, og ber leyfishafi allan kostnað af þvi. Skylt er lionuui eiunig að greiða kostnað allan, er leiða kann af auknu lög- reglueftirliti vegna orkuvers og iðjuvers. 16. Sjerleyfishafi er skyldur að hlíla öllum þeim ákvæðum, cr stjórnarráðið kann að setja um eftirlit með því, að settum skil- yrðum verði fullnægt. Stjórnarráðið getur skipað eftirlitsmann til þess og skal honum heimill aðgangur að öllum eftirlitsgögnum, mannvirkjum og bókum sem snerta reikn- ingshald, en vinna skal hann þagnarheit áður hann tekur við starfinu og vera óvil- hallur. Engum öðrum en stjórnarráðinu má hann skýra frá því, sem hann kemst að við eftirlitið og ætla má að sjerleyfishafi vilji leyndu halda eða ætlar ekki almenn- ingi að vita. Verði ágreiningur milli eftir- litsmanns og sjerleyfishafa um lakmörk eftirlitsins, skal stjórnarráðið skera úr. Póknun tyrir eftirlitið greiðir sjerleyfishaíi eftir ákvörðun áljórnarráðsins. 17. Sjerleyfi skal veitt um ákveðið árábil alt að 50 árum eða, með samþykki alþingis, alt að 65 árum, talið frá dagsetningu sjer- leyfisbrjefs. Að 40 árum liðnum frá vcitingu sjerleyfis hefir ríkið rjelt til að leysa til sin alt það, sem við lok sjerleyfistímans á að falla lil þess endurgjaldslaust. Innlausnar- verðið ákveða 7 menn dómkvaddir af æðsta innlendum dómi og getur hvortveggi aðilja krafist yfirmats. Pegar ríkið ætlar að nota innlausnarrjett sinn, hvort heldur 40 árum frá leyfisveitingu eða siðar á leyfistimanum, skal sjerleyfishafa tilkynt það með 5 ára fyrirvara. Virt innlausn, eftir þvi að framan segir, skal meta lóðir og vatnsrjettindi því verði, sem á þau var sett, er þau voru afhent frá jörðunum. Pegar sjerleyfistíminn er á enda fellur fallvatnið og orkuverið endurgjaldslaust til rikisins. Með orkuverinu telst allur umbún- aður, sem breytir slraumi og farvegi vatns- ins, svo sem stiflur, holrásir, safnhyljir, vatnsæðar o. fl., eunfremur Ióðir og rjett- indi, sem keypt hafa verið til vatnsvirkj- auna og orkustöðvanna, vjelar og öll tæki orkuversins, sem og ibúðarhús verkamanna og önnur húsakynni, sem notuð hafa verið verið í þarfir orkuversins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.