Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 41

Tíminn - 06.05.1919, Blaðsíða 41
TÍMINN 161 nýtingar er einungis vegna almennings- heillar, til þess aö geta beint notkun vatns- orkunnar í þær áttir, sem hagkvæmastar eru þjóöfjelaginu. Sjerleyfisgjaldið er eigi ætlað til sjergróða eins og síðar verður vikið að. Af framangreindum ástæðum sjest, að eins og nauðsyn er á vegna almennings- hagsmuna, að löggjafarvaldið setji víðtæk skilyrði fyrir stórfeldri notkun vatnsork- unnar, eins er puð líka lögleg aðferð sem brijlur ekki friðhelgi eignarrjettarins eftir 53. gr. sljórnarskrárinnar. Á þessum grundvelli er bygt lagafrum- varp það, er hjer fylgir, með hliðsjón af norsku sjerleyfislögunum 1909 og 1917, en þó að miklu frumsmiði. Parf samkvæmt því konungsleyfi (sjerleyfi), með eða án samþykkis alþingis, til hagnýtingar á orku- vötnum og raforku, þó ekki ef orkunotin fara eklci fram úr 500 eðlishestorkum og íslenskur þegn á í lilut búsettur hjer. Sett eru skilyrði fyrir því að sjerleyfi fáist, sunt fortakslaus, en sum eftir nánari ákvörð- un stjórnarráðsins. Ákvörðun verður að taka í hvert sinn um það, hvort sjerleyfi veitist og þá hver nánari skilyrði verði sett, og er það vegna þess, hve mismun- andi þýðingu fyrirtækin hafa fyrir almenn- ingshagsmuni. Deiluefni getur verið, hver sjerleyfisskil- yrði skuli setja til varnar almenningshags- munum eftir þvi, sem að framan segir, en aðalskilyrði þau, sem óhjákvæmileg hafa þótt, eru þessi: 1. Samþykki alþingis á sjerleyfi fyrir og eftir nýjar kosningar, ef orkunolin fara fram úr 40,000 eðlishestorkum. 2. Að sjérleyfið sje ttmabundið og vatn og virki hverfi til rikisins að leyfis- tíma loknum. 3. Sjerleyfisgjald. Um 1. þegar um svo mikla orkuvinslu er að ræða i sambandi við mannfrek iðju- fyrirtæki koma best i ljós allar þær hætt- ur fyrir sjálfstæði landsins, þjóðerni og tungu, atvinnuvegi og almenning yfirleitt, sem að framan hefir verið skýrt frá. Verð- ur að álíta ákvörðun um þessi lífsskilyrði þjóðarinnar svo mikils virði, að rjett sje að skjóta henni undir úrskurð almennings með nýjum kosningum, og er þetta því nauðsynlegra sem kjörtímabilið er lengra, og gera má ráð fyrir, að stefnur á alþingi sjeu aðrar en meðal almennings. Er engu minni ástæða til að spyrja þjóðina um slíkt mál, en þótt breytt væri t. d. 14. gr. stjórn- arskrárinnar og náðunarrjettur fenginn al- þingi í hendur jafnhliða konungi, og þyrfli þó til þess þingrof og nýjar kosningar. Fyrir fyrirtækin sjálf er þetta lieldur eklci athugavert, ef þau ælla elcki að vinna gegn almenningshagsmunum, því að með slíku samþykki er fengin örugg vissa fyrir, að almenningur kj'si starfrækslu þeirra og mundi því ekki síðar reyna að marka þeim þrengri bás, heldur en er eftir sjerleyfis- lögunum. Skilyrði þetta er svo mikils virði, fyrir hagsmuni almcnnings, að án þess næðu sjerleyfislögin ekki tilgangi sínum nema til hálfs. Um 2. Skilyrði um að sjerleyfi sje tíma- bundið er nauðsynlegt vegua þess, hve örð- ugt er að sjá fram í tímann. Eftir 50—60 ár getur fyrirtæki, sem nú virðist gagnlegt, verið álitið stórhættulegt almenningshags- munum, hvort heldur sem innlendir menn eða erlendir eiga í hlut. Atvik geta líka breytst þannig, að ríkið telji þá rjett að takast sjálft á liendur rekstur fyrirtækjanna og er óhjákvæmilegt að geyma síðari tíma óhindraða ákvörðun um það. Endurhvarfsrjetturinn er sama eðlis. Væri það viðurhlutamikið mál fyrir almenning, að eiga á hættu að erlend eða innlend auðfje- lög ættu um ótakmarkaðan tima afllindir landsins. Enda þólt endurhvarfsskyldan til rikisins verði kvöð á fyrirtaskinu, þá er til- G

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.