Tíminn - 06.05.1919, Page 19

Tíminn - 06.05.1919, Page 19
TfMINN 139 Ráðherra ákveður verksvið og vald vatna- málastjóra í reglugerð. 114. gr. Ráðherra eða sá, er hann setur í sinn stað, heflr eftirlit með gerð, notkun og við- haldi vatnsvirkja og orkuveitu, og eru eig- endur vatsvirkjanna skyldir til að láta í tje allar þær upplýsingar, er nauðsynlegar eru til þess að framkvæma þetta eftirlit, sem og að leyfa eftirlitsmanni tálmunarlausa rann- sókn virkjanna. 115. gr. Við byggingu meiri háttar vatnsvirkja get- ur ráðherra krafist þess, að virkiseigandi láti verkfróðan raann, er ráðherra tekur gildan, annast verkið. 116. gr. Ef um vatnsvirki er að ræða, sem mann- hætta getur stafað af eða eignatjón, ef þau bila, getur ráðherra skipað sjerstakan eftir- litsmann, sem -gætir þess að verkið sje vand- lega unnið og samkvæmt hinum samþyktu skilyrðum og frumdráttum. Ef fyrirmælum eftirlitsmanns er eigi hlýtt, hefur hann vald til að banna að verkinu verði haldið áfram, þangað til úrskurður ráðherra er fenginn um deilu- atriðið. 117. gr. Nú er vatnsvirki að einhverju leyti svo illa gert, eða viðhaldi þess svo ábótavant, eða það er að öðru leyti í því ástandi, að ráðherra telur búna af þvi mannhættu eða eignatjón fyrir almenning eða einstaklinga, og skal þá ráðherra gefa skipun um, að þvi verði þegar í stað komið í viðunandi horf eða rifið. Svo framarlega sem eigandi hlýðnast ekki skipuninni tafarlaust, skal ráðherra láta endurbæta eða rífa virkið á hans kostnað. 118. gr. Tilkynningar þær, er um getur í 89. gr., skulu vera skriflegar og sendast sýslumanni eða bæjarfógeta, sem með umsögn sinni sendir þær áleiðis til ráðherra. í tilkynningu skal gerð grein fyrir verkina í öllum aðalatriðum þannig, að tekið sje fram, hvort ræða sje um vatnsveitu, áveitu, þurkun lands, holræsi, orkunýtingu, breyt- ingu farvegar, slíflur, uppfyllingar eða önnur mannvirki. Einnig hvort það snerti fleiri jarðir eða býli, eða hagsmuni annara en umsækjanda, hvort heldur einstakra manna, almennings eða rikisins. 119. gr. Nú telur ráðherra upplýsingarnar full- nægjandi, og heimilar hann þá verkið sam- kvæmt tilkynningunni. Að öðrum kosti getur ráðherra krafist, að hlutaðeigandi sendi umsókn með ítarlegri gögnum, sam- kvæmt fyrirmælum 120. gr. 120. gr. Nú er ráðherra send umsókn um leyfi til byggingar í vatni, og skal þá að jafnaði fylgja henni fullkomin lýsing á verkinu, ásamt nauðsynlegum landmælingum, jarð- vegsrannsóknum, uppdráttum, útreikningum og kostnaðaráætlun. Ef um vatnsoi kuver er að ræða, skal á uppdráttunum sýnd lega orkuversins, stiflur og áhrif þeirra á orkuvatnið og landið umhverfis. Ennfremur skal skýrt frá vatns- magnsathugunum, fallhæð og vatnsmiðlun. Pá skal og tilgreint hve mikil vatnsorka áætlað er að notuð verði og til hvers. í umsókn um leyfi til eignarnáms á eign eða rjetttindum eða til þess að leggja á kvaðir, skulu vera upplýsingar um hagnað þanu og tjón, er áætlað er að fyrirtækið hafi i för með sjer, livort heldur fyrir ein- staklinga, almenning eða rikið. Fylgja skal

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.