Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 246. tbl. 68. árg. I»RIÐJI!DAGIJR 3. NÓVEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússneski skipherrann yfirheyrður Stokkhólmi. 2. nóv. Al\ TVKIK dráltarbálar drógu sovózka karbátinn, sem strandadi langt inni í sænskri landhelgi, á flot í dag og skiphcrrann var yfirheyrdur um bord í sa-nsku herskipi. Sendiherra Kússa, Mikhail Yakovlev, hafði áður tilkvnnt að Sovétstjórnin hefði heimilað yfirheyrslur yfir skipherranum. Kússar létu þar með undan í þriðja skipti, sem er einstætt, og málið þokaðist nær lausn. (Kússar hafa áður fallið frá kröfu um að draga sjálfir hátinn á flot og harmað formlega að báturinn fór inn í landhelgi og á bannsvæði.) Þegar yfirmenn sovézka kafbáts- ins voru yfirheyrðir í sænska her- skipinu undir stjórn Karl Anders- sons sjóliðsforingja sendi yfirmaður um borð í kafbátnum neyðarkall til flotastöðvarinnar í Karlskrona, skaut upp neyðarblysum og krafðist tafarlausrar aðstoðar. Veður var slæmt og báturinn var að brotna í spón. Svíar viku þá frá þeirri ákvörðun að draga ekki bátinn á flot fyrr en yfirheyrslum væri lokið og sendu tvo dráttarbáta til aðstoðar. Björgunin tók tæpa klukkustund og kafbátur- inn var dreginn inn á flóa um 15 km frá flotastöðinni í Karlskrona. Ókannað er hvort báturinn er sjó- fær, en flótti sagður útilokaður. Tveir starfsmenn sovézka sendi- Stefnir í jafntefli Mcrano, 2. nóvember. Al\ TOI.FTA skák Karpovs og Korehnois fór í bið eftir 41 leik í kvöld og staðan er jafnteflis- leg að sögn sérfræðinga. Staðan var tvísýn fram að 25. leik þegar Karpov náði yfirburðum. Karpov er með peð yfir, en Korchnoi ætti að ná jafntefli með nákvæmum leik að dómi sérfróðra. Eftir 8. leik Karpovs missti Korchnoi stjórn á sér, talaði byrstur við Karpov í hálfa mínútu og kallaði á dómarann. Eftir það fór allt friðsamlega fram. Sumir sögðu að ókyrrð hefði verið aftast í salnum, aðrir að Karpov hefði dregið andann þungt. Keene stór- meistari kvað viðbrögð Karpovs „óaðfinnanleg". Biðskákin verður tefld á morgun, þriðjudag, og hefst kl. 17. Sjá skákskýringu á bls. 14 og 47. ráðsins fengu að vera viðstaddir yf- irheyrslurnar. Rússarnir samþykktu að Svíar fengju að skoða siglinga- tæki bátsins, siglingabækur og ann- að. Pyortr Gushin skipherra hefur neitað að samþykkja þetta án fyrir- mæla frá yfirmönnum sínum í Kal- iningrad (Königsberg). Ola Ullsten utanríkisráðherra sagði í dag að sovézku sjóliðsforingj- arnir yrðu ekki hafðir í haldi eftir að yfirheyrslum lyki og Svíar ábyrgð- ust öryggi þeirra. Hann sagði Svía ána'gða að gengið hefði verið að kröfum þeirra, en enn telja málið grófa árás á sænskt fullveldi. Kröfurnar, sem Ullsten nefndi, voru þessar: að Sviar björguðu bátn- um einir, að Sovétstjórnin greiddi kostnaðinn við björgunina, að yfir- heyrslur yfir sovézka yfirmanninum færu fram á sænskri grund eða í sænsku skipi og að Sovétstjórnin bæðist afsökunar. Kostnaðurinn, sem Rússar verða að greiða, mun vera um hálf milljón sænskra króna á dag. Ef Svíar verða ekki ánægðir með yfirheyrslurnar í kvöld verður þeim haldið áfram, annað hvort í kafbátnum eða sænska herskipinu. Geir Hallgrímsson, formadur Sjálfstæðisflokksins og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins eftir að kosningar höfðu farið fram á landsfundi á sunnudagskvöld. Geir Hallgrímsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokks: „Skuklbinding mm að ná sættnm innan flokksins“ Friðrik Sophusson kjörinn varaformaður GEIK Hallgrímsson var endurkjör- inn formaður Sjálfstæóisflokksins sl. sunnudag. Hlaut hann 637 at- kvæði. Pálmi Jónsson hlaut 209 at- kvæði og Ellert B. Schram 79 at- kvæði. Aðrir fengu 5 atkvæði eða færri, 26 seðlar voru auðir og 4 ógildir. Er úrslit í formannskjöri höfðu verið tilkynnt risu fundar menn úr sætum og hylltu Geir Hall- grímsson með langvinnu lófaklappi. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu er hann þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt með endur- kjöri, að hann liti á það sem skuldbindingu sína eftir þessi úr- slit að ná sættum innan flokksins og hann vonaðist til að allir Verkfallsaldan í Póllandi í rénun Yarsjá, 2. nóvomlHT. Al\ UM 120.000 verkamenn úr Samstöðu í iðnaðarborginni Tarnobrzeg urðu við áskorun Lech Walesa um að hefja aft- ur vinnu í dag, félög á nokkrum stöð- um aflýstu mótma'lum og mesta vcrk- l'allsalda í Póllandi í 14 mánuði er í rénun. Um 160.000 verkfallsmenn á tveimur stöðum bíða viðræðna um matvælaskort og fleiri mál er hafa leitt til 20 verkfalla eða verkfalls- hótana. Mótmælum var aflýst í Szczecin (Stettin), Koszalin, Opole og nokkr- um öðrum bæjum eins og hvatt var til í nafni Einingar. Leiðtogar Sam- stöðu halda fund í Gdansk á morgun undir forsæti Walesa. I Szczecin lýstu félagsmenn Sam- stöðú yfir stuðningi við leiðtoga sinn, Marian Jurczyk, sem rannsókn er hafin gegn vegna meints rógs um þingmenn. Jurczyk, sem bauð sig fram gegn Walesa, hefur neitað að hafa sagt margt af því sem eftir honum er haft og sagt að orð sín hafi verið slitin úr samhengi. Jurczyk hefur verið gagnrýndur f.vrir að segja í ræðu 25. okt. að flestir þingmenn séu „svikarar við Pólland" og „sendifulltrúar Moskvu'*. Jurczyk neitaði í viðtali að hafa gefið í skyn að „gálgarnir" væru lausn á erfiðleikum Pólverja og kvaðst alltaf hafa sótzt eftir góðu sambandi við yfirvöld. Eftir fund með verkfallsmönnum í Tarnobrzeg fékk Walesa talið þá á að breyta verkfalli sínu í verkfalls- viðbúnað þar til frekari viðræður færu fram við stjórnina. „Ef viðræð- urnar bera ... ekki tafarlausan og jákvæðan árangur verður aftur haf- ið verkfall með fullum stuðningi landsleiðtoga Samstöðu," sagði í ál.vktun í dag. „Verkfalli okkar verð- ur að ljúka með sigri." Verkamenn í Zielona Gora og Zyr- ardow eru enn í verkfaili þrátt fyrir tilraunir til að koma af stað viðræð- um. Walesa hefur sagt verkamönn- um í Zielona Gora að hann muni reyna að fá skipaða stjórnarnefnd til að leysa deilu um verkfalls- greiðslur. Vonir um lausn í Zyrard- ow dvínuðu í dag þegar viðræður um verkfallsgreiðslur hófust ekki eins og til stóð. Viðræður i Sosnowiec um atburð þann er um 60 voru fluttir í sjúkra- hús þegar táragasi var beitt hafa farið út um þúfur og námamenn standa enn fyrir mótmælum. flokksmenn stæðu að baki honum til þess að flokkurinn gæti gengið sameinaður til stórsigurs í næstu kosningum. Friðrik Sophusson var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins en Gunnar Thoroddsen fráfar- andi varaformaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Friðrik Soph- usson hlaut 549 atkvæði en Ragnhildur Helgadóttir 381 at- kvæði. Aðrir fengu 5 atkvæði eða færri. Er úrslit hófðu verið til- kynnt í varaformannskjöri risu fundarmenn úr sætum og fögnuðu nýkjörnum varaformanni með langvinnu lófaklappi. Friðrik Sophusson sagði í ræðu að kosningu lokinni, að hann væri bjartsýnn á framhaldið og kvaðst vonast til þess að sjálfstæðismenn gætu gengið sameinaðir til sigurs. Von, bjartsýni og baráttuhugur eiga að vera einkunnarorð okkar sjálfstæðismanna, sagði Friðrik Sophusson. Sjá nánari frásögn af landsfundi á síðum 16, 17, 18, 19, 20 og 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.