Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 25 Hamburger vann stærri sigur en efni stóðu til - Ásgeir lék með síðustu 30 mínúturnar - Atli og félagar töpuðu - eru í fallhættu HAMBURGEK SV vann Bayern Miinchen stórt í vesturþýsku deild- arkeppninni í knattspyrnu um helg- ina. 4—1 urðu lokatölurnar í Ham- borg, en staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Bayern. 61.000 áhorfendur fylgdust með leiknum og töldu Ham- borgarar að þeir hefðu auðveldlega getað selt annað eins af miðum, svo mikill var áhuginn og eftirspurnin. Er langt síðan að síðasti miðinn seldist. Eftir þennan ósigur, er Bay- ern í 5. sæti deildarinnar með 15 stig. Liðið er þó aðeins tveimur stig- um á eftir efsta liðinu, það getur því allt gerst. Bayern skoraði fyrsta markið,jafn framt eina mark fyrri hálfleiks. Það var Kraus sem skor aði á 17. mínútu, eftir að Steiner í marki HSV hafði varið vel skot Niedermayer, en misst knöttinn frá sér. Horst Hrubesch jafnaði á 47. mín- útu eftir fyrirgjöf frá Manfred Kaltz og þar með má segja að gæfan hafi yfirgefið leikmenn Bayern. Tengilið- urinn YVeiner meiddist á 60. mínútu og kom Asgeir Sigurvinsson þá inn á og lék síðasta hálftímann. Ásgeir stóð sig hvorki vel eða illa, átti tvær hættulegar sendingar svo eitthvað sé nefnt, en var frekar rólegur. Diet- mar Jakobs náði svo forystunni fyrir Bayern á 64. mínútu, Junghans markvörður sló knöttinn frá eftir hornspyrnu Felix Magath, en Jakobs náði knettinum og sendi hann rak- leiðis í netið. Hrubesch bætti þriðja markinu við á 84. mínútu eftir góðan undirbúning Jurgen Miljewski og fjórða markið skoraði síðan Daninn Lars Bastrup á 86. mínútu eftir sendingu frá Hrubesch. Annars þótti sigur HSV allt of stór miðað við gang leiksins, þó svo að hann hafi verið sanngjarn. Markvörðurinn Steiner bar nokkuð af í liði HSV, einnig tengiliðurinn Felix Magath. Rumenigge var einna bestur hjá Bayern og Breitner virðist vera að hressast, en hann hefur ekki verið sannfærandi að undanförnu. Annars er líklegt, að Ásgeir verði í byrjun- arliði Bayern í Evrópuleiknum gegn Benfica á miðvikudaginn, Weiner fyrrnefndur mun vera það mikið slasaður að hann nær sér ekki fyrir miðvikudaginn. Köln — Darmstadt 1—1 Kölnararnir voru miklir klaufar að vinna ekki þennan leik, en Reiner Bonhof hefði getað gert út um leikinn á 45. mínútu, er liðið fékk vítaspyrnu og staðan var 1—0. Markvörðurinn Rudolf hjá Darmstadt varði hins vegar glæsi- lega spyrnu Bonhofs. Annars var það Bonhof, sem skoraði mark Köln og það úr víti. Var það á 12. mínútu. Þriðju vítaspyrnuna fékk hins vegar Darmstadt og Mattern jafnaði úr henni á 64. mínútu. Sóknarmennirnir rándýru og heimsfrægu, Klaus Fischer og Klaus Allofs, þóttu afar slakir að þessu sinni. B. Dortm. — F. Diisseld. 4—2 Rolf Russman skoraði fyrsta mark þessa fjöruga leiks á 23. mínútu, en hann gerði meira en það. Þýsk blöð sögðu meðal annars þannig frá þessum leik, að lið For- tuna hafi leikið betur á vallar- miðjunni, en sóknin hafi verið slök vegna þess að Russman hafi elt Atla Eðvaldsson á röndum og haldið honum gersamlega niðri. Handknattleiksúrslit Reykjavíkurmótinu í handknattleik var haldið áfram á laugardag og sunnu- dag sl. Tvær umferðir fóru fram í mörgum yngri Dokkunum og þar með keppni í riðlum að miklu lokið. Ljóst er hvaða lið unnu sína riðla og komast í úrslitakeppnina. Á laugardag fóru leikar þannig: 3. fl. kvenna 4. fl. karla: Fylkir — Þróttur 4- 0 K.R. - Fylkir 17- 5 Valur — Í.R. Valur mætti ékki Fram — I.R. 3- 6 Víkingur — Ármann 9- 1 Víkingur — Ármann 12- 4 Fram — K.R. 3- 3 Valur — Þróttur 8- 3 5. fl. karla: 1. fl. karla Ármann — I.R. 2- 4 Þróttur — Víkingur 11-13 K.R. — Þróttur 7- 4 Fram — Í.R. 15-11 Víkingur — Valur 3- 7 Fylkir - K.R. 9-10 Fylkir — Fram 6- 4 Ármann — Valur 10-10 Sunnudaginn 1. nóv. fóru fram eftirtaldir leikir: 3. fl. kvenna: 4. fl. karla: K.R. — Víkingur 1- 11 Þróttur — Víkingur 4-13 Ármann — Fram 3- 4 Ármann — Valur . 5- 7 j.R. — Þróttur 7- 1 Í.R. - K.R. 9- 8 'Fylkir — Valur Valur mætti ekki. Fylkir — Fram 5- 8 2. fl. kvenna: Fram — Ármann 8- 6 3. fl. karla: Fylkir - Í.R. 1- 9 Ármann — Þróttur 10- 9 Víkingur — Þróttur 15- 3 Valur — Í.R. 10-10 Valur - K.R. 7- 9 Víkingur — Fylkir 16-12 5. fl. karla: Fram — K.R. 12-18 Fram — Víkingur 7- 8 Valur — Fylkir 4- 4 2. fl. karla: Þróttur — Ármann 10- 1 K.R. - Í.R. 12-18 Í.R. - K.R. 1- 12 Víkingur — Fylkir 11- 9 Eftirtalin félög unnu sína riðla og unnu sér þar með rétt til úrslitakeppni um Keykjavíkurmeistaratitilinn, en sú keppni fer fram í Höllinni sunnudag- inn 8. nóv. og hefst kl. 14.00. 3. fl. kv. Fylkir — Víkingur 2. fl. kv. Í.R. — Víkingur 1. fl. kv. Í.R. — Víkingur 5. fl. ka. Fylkir — K.R. 4. fl. ka. Í.R. — Víkingur 3. fl. ka. K.R. — Valur 2. fl. ka. K.R. — (keppni ólokið) Keppni er enn ólokið í riðlum í m.fl. kvenna og I. fl. karla, auk í A-riðli í 2. fl. ka., eins og kemur fram hér að ofan. Næstu leikir í Reykjavíkurmótinu fara fram þriðjudaginn 3. nóv. frá kl. 18.30. Þá verða þrír leikir í M.fl. kv. einn í 2. fl. ka. og tveir í 1. fl. ka. Laugardaginn 7. nóv. frá kl. 14.00 fara fram þrír leikir í M.fl. kv. og tveir leikir í 1. fl. ka., en þar með lýkur riðlakeppninni. Eins og áður sagði fara svo fram úrslitaleikirnir um Reykjavíkurmeistara- titlana sunnudaginn 8. nóv. Fortuna jafnaði samt fyrir hlé með marki Bommer, sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Zewe. Manfred Burgsmuller skoraði síð- asta mark fyrri hálfleiks, en klúðraði síðan vítaspyrnu áður en Fortuna jafnaði á nýjan leik, Thomas Allofs skoraði þá á 73. mínútu. Tvö mörk á sömu mínút- unni nokkru siðar tryggðu heima- liðinu hins vegar sigur, Mirko Votava og Huber skoruðu mörkin, Huber úr víti. BMG — Stuttgart 2—2 Borussia Mönchengladbach sýndi mikinn klaufaskap að tapa niður tveggja marka forystu gegn Stuttgart. Karl Heinz Förster skoraði sjálfsmark eftir aðeins 16 mínútur og Mill bætti við öðru marki úr víti á 22. mínútu. Förster bætti fyrir sjálfsmarkið á 41. mín- útu er hann skallaði í netið eftir hornspyrnu Bernd, bróður Först- er. 15 mínútum fyrir leikslok jafn- aði Szatmari eftir undirbúning Frakkans Didier Six. Áhorfendur voru 35.000. Niirnberg — Bremen 2—1 Það var mikill fallskrekkur í leikmönnum Núrnberg og þeir börðust geysilega vel, uppskáru líka sigur. Hintermayer skoraði glæsilegt mark fyrir Núrnberg eftir hornspyrnu Leiberwirth á 27. mínútu og á 52. mínútu bætti Hintermayer öðru marki við eftir undirbúning Dressel, sem áður lék með Bremen og var orðaður við ýmis stórlið eins og Manchester Utd., áður en hann gekk loks til liðs við Núrnberg. Mayer skoraði eina mark Bremen undir lokin, mjög glæsilegt mark, stöngin inn af 25 metra færi. Aðrir leikir: Armenia Bielefeldt byrjaði af geysilegum krafti á útivelli gegn Duisburg og staðan var orðin 3—0 áður en að heimamenn gátu depl- að auga. Dronia, Schock og Pohl höfðu allir skorað eftir 20 mínútur og engu breytti þó Rudi Seliger minnkaði muninn úr einni af tíu vítaspyrnum sem dæmdar voru í deildarkeppninni. Braunschweig sigraði Bochum 2—1 í stórskemmtilegum leik. Schreier skoraði fyrst fyrir Braunschweig á 36. minútu, en Lux jafnaði með stórglæsilegu marki á 38. mínútu, knötturinn þaut í netið af markvinklinum eft- ir spyrnu af 15 metra færi. Grobe skoraði sigurmarkið úr víti á 40. mínútu. Kaiserslautern sigraði Karls- ruhe 2—1 og var sá sigur öruggari en tölurnar gefa til kynna. Eig- endorf skoraði fyrra mark Kais- erslautern eftir mikinn einleik snemma í leiknum og Funkel bætti öðru marki við á 45. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Bongartz. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins, að Karls- ruhe tókst loks að skora, Dohmen var þar á ferðinni eftir undirbún- ing Weisner. Loks má geta þess, að Frankfurt sigraði Leverkusen á heimavelli sínum. Jurgen Glowacz náði for- ystunni úr vítaspyrnu fyrir Leverkusen, en Lorant (víti), Lott- erman og Lowe færðu Frankfurt góða forystu áður en að Glowacz bætti öðru marki sínu og Lever- kusen við undir lok leiksins. Köln hefur forystuna eins og stendur, en hún er á hálfgerðum brauðfótum, liðið hefur 17 stig, en næstu lið hafa 16 stig. Eru það flokkar Hamburger SV og Bo- russia Mönchengladbach. Werder Bremen er í 4. sæti með 15 stig, sama stigafjölda og Bayern, sem hefur lakari markatölu. HO./gg. Stórleikur hjá ÍBK KEFLAVIK sigraði Skallagrím í 1. deildinni í körfuknattleik með 119 stigum gegn 90 í Borgarnesi um helgina. Staðan í hálfleik var 40—29. ÍBK byrjaði leikinn vel og náði forystunni strax í byrjun fyrri hálfleiksins, leiddi með um 10 stiga mun fyrstu 15 mínútur hálf- leiksins. En á síðustu 5 mín. hálf- leiksins gáfu þeir allt í botn og yfirspiluðu heimamenn gjörsam- lega. Skoruðu þeir 24 stig gegn 4 í þessum kafla leiksins og gerðu þar með út um leikinn. ÍBK leiddi því í hálfleik með 31 stigs mun en skömmu áður hafði aðeins verið 11 stiga munur. Eftir þennan stórleik hjá IBK í fyrri hálfleiknum slökuðu þeir heldur á í þeim síðari, jafnframt því sem UMFS kom meira inn í leikinn en áður, en IBK hélt samt forystunni örugglega til leiksloka. Liðin: ÍBK hefur sett stefnuna á úrvalsdeildarsæti og fær ekkert stöðvað þá í þeim ásetningi haldi þeir sama tempói út keppnistíma- bilið. Væri það sanngjarnt því lið- ið leikur betri körfuknattleik en mörg úrvalsdeildarliðin. Skallagr.—ÍBK 90:119 UMFS átti slakan dag að þessu sinni, hriplek vörn og ótímabært skytterí virtist höfuðorsökin. Svo var ÍBK-liðið mun betra að þessu sinni og ekki á allra færi að stöðva þá í slíku banastuði. Stigin: ÍBK: Tim Higgins 36, Viðar Vignisson 27, Axel Niku- lásson 18, Björn Skúlason 17 og Þorsteinn Bjarnason 8. UMFS: Carl Pierson 41, Bragi Jónsson 26, Guðmundur Guð- mundsson 8, Hans Egilsson 8 og Gunnar Jónsson 6. HBj. Staðan í 1. deildinni í körfu- knattleik er nú þessi: 1. ÍBK 3 3 0 297:230 6 2. Ilaukar 2 1 1 187:206 2 3. IJMFS 3 1 2 282:310 2 4. UMFG 2 0 2 144:164 0 Sigur Fram var aldrei í hættu FRAM vantaði aðeins sex stig til að ná 100 stiga markinu er liðið sigraði lið KR mjög örugglega í úrvalsdeild- inni á sunnudagskvöldið í Haga- skóla. lyokatölur leiksins urðu 94-69. í leikhléi hafði lið Fram sex stiga forystu 40-34. Það er greini- legt á fyrstu leikjum úrvalsdeildar innar að lið Fram er eina liðið sem virðist eiga einhverja möguleika á að geta sigrað Njarðvík í leik. Enn sem komið er virðist flest liðin skorta meiri æfingu. Lið KR virðist þó heldur vera að taka við sér. Máske lagast leikur þeirra og styrk- ist við að fá Stew Johnsson til liðs við sig aftur, en hann mun leika með liðinu í lok þessa mánaðar. • Símon Ólafsson átti mjög góðan leik með liði Fram gegn KR. Það sem einkenndi leik liðanna á sunnudag var sterkur varnar- leikur, sérstaklega hjá Fram. Þeir náðu þegar yfirhöndinni í leiknum og léku vel. Leikmenn KR börðust þó vel og slepptu Frömurum aldrei langt frá sér. Þegar 15 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik náði KR meira að segja forystu í leikn- um, 28-27. En það var skammgóð- ur vermir. Leikmenn Fram tóku strax völdin í sínar hendur. Leikmenn KR áttu í miklum erfið- leikum með að komast í gegn um vörn Fram og hittnin var ekki sem best. Til dæmis skoraði Hudsson aðeins eina körfu allan fyrri hálf- leikinn. Mikill kraftur var i leik Fram í síðari hálfleik. Þá lék liðið oft mjög vel. Glæsilegar leikfléttur sáust og mörg falleg hraðaupp- hlaup. KR-ingar réðu ekkert við þá og Fram var búið að ná tuttugu stiga forystu um miðjan síðari hálfleikinn. Það var aðeins spurn- ing hversu stór sigurinn yrði. Bestu leikmenn Fram voru þeir Guðsteinn Ingimarsson sem lék mjög vel allan leikinn og skoraði Lið Fram: Símon Olafsson 8 Guðsteinn Ingimarsson 8 Björn Magnússon 6 Þorvaldur Geirsson 6 Omar Þráinsson 6 Þórir Einarsson 6 Bjöm Jónsson 5 Hörður Arnason 5 Lið KR: Kristján Rafnsson 6 Jón Sigurðsson 7 Ágúst Líndal 8 Birgir Mikhaelsson 6 Garðar Jóhanncsson 6 Páll Kolbeinsson g Eiríkur Jóhannesson 5 Fram-KR 22 stig. Val Bracey skoraði 26 stig og lék oft snilldarlega vel. Þá var Símon mjög sterkur í vörninni. Þá skoraði Símon 23 stig og hirti fjöldan allan af fráköstum. Þeir Ómar Þráinsson og Þórir Einars- son léku og ágætlega. Hjá KR bar Ágúst Líndal af. Ágúst hefur sýnt miklar framfarir nú í upphafi mótsins. Ágúst hitti mjög vel og skoraði mikið úr lang- skotum. Þá lék hann vel í vörn- inni. Jón Sigurðsson lék og vel og virðist vera að ná sér aftur á strik. Þá léku ungu mennirnir í liði KR þeir Páll og Birgir vel og eru þar efnilegir körfuboltamenn á ferð- inni. STIG FRAM: Bracey 26, Símon 23, Guðsteinn 22, Ómar 9, Þorvaldur 4, Björn 3, Björn M. 2, Hörður 1. STIG KR: Ágúst 23, Jón 14, Huds- son 12, Garðar 8, Páll 6, Kristján 2, Birgir 2, Eiríkur 2. — ÞR. Lið IJMFN: Gunnar Þorvarðarson 6 Jónas Jóhannesson 7 Júlíus Valgcirsson 7 Jón Viðar 7 Valur Ingimundarson 5 Brynjar Sigmundsson 6 Lið ÍR: Kristinn Jörundsson 5 Jón Jörundsson 6 Hjörter Oddsson 6 R-„nar Torfason 4 ..enedikt Ingþórsson 7 Björn Viðar 4 gjöf til vina heima og erlendis Nú gefst ykkur kostur á aö gleðja vini erlendis og heima með íslensku úrvals lagmeti í fallegri gjafaöskju Alafossbúðin Rammagerðin Vesturgötu 2 Hafnarstræti 19 3 mismunandi samsetningar eru í öskjunum. Pærfástí: SS Glæsibæ Verslunin Akur Skipagötu 13 Akureyri Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar í Reykavík, fer fram dagana 29. og 30. nóv. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: 1. Framboð, sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meðlimir Sjálfstæðísfélaganna í Reykjavík) standa að. 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóðendum, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, að ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til að frambjóðendur verði 40. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. lið að ofan. Skal framboö vera bundið við flokksbundinn einstakling, sem kjörgengur verður í Reykjavík og skulu minnst 25 flokks- bundnir sjálfstæðismenn og mest 40 standa að hverju fram- boði. Enginn flokksmaður getur staðið að ffleiri en 3 framboðum. Framboðum þessum bera að skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Eigi seinna en kl. 17.00, föstudaginn 6. nóvember. Mynd af frambjóðendum fylgi með. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.