Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Yetur í nájjrenni Hafnarrjarðar. Reykjavík og nágrenni fyrir 1930 á haustsýningu Asgrímssafns HAUSTSÝNING hefur verið opnuð í ÁsKrímssafni. Að þessu sinni eru flestar myndanna frá Reykjavík, Hafnarfirði og ná- grenni. Meiri hluti þeirra eru vetrarmyndir málaðar um og fyrir 1930. Þá eru einnig nokkr- ar andlitsmyndir á sýningunni, t.d. olíumálverk af þeim Þórarni B. Þorlákssyni og Brynjólfi Þórðarsyni listmálurum, Rögn- valdi Ólafssyni byggingarmeist- ara og nokkrar sjálfsmyndir listamannsins. Á sýningunni er líka ein af elstu myndum safns- ins, „Stúlka og landslag", máluð fyrir aldamót. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, verður opið í vetur á sunnu- dögum, þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13:00—16:00. Aðgang- ur er ókeypis. Brauðgerð Akurcyri, 27. oklólM'r. BRAUÐGERÐ KEA fluttist nú um helgina úr þröngum húsakynnum við llafnarstræti, þar sem hún hefír ver ið frá 1935, í rúmgott húsnæði á efstu hæð gamla mjólkursamlags- hússins við Kaupvangsstræti. Jafn- framt hefír tækja- og vélakostur brauðgerðarinnar verið endurnýjað- ur að mestu leyti. Húsnæði þetta losnaði, þegar Mjólkursamlag KEA var flutt í nýtt stórhýsi við Súluveg. Starfsemi brauðgerðarinnar hófst árið 1930, þegar KEA tók á leigu Schiöths-bakarí í Hafnar- stræti 23, og segja má, að hún hafi búið við þrengsli þar til nú. Að nýrri viðbyggingu meðtalinni (en þar er efnismóttaka og geymsla) er gólfflötur hins nýja rýmis um 850 fermetrar, og á því hafa verið gerðar miklar endurbætur undir yfirstjórn Gísla Magnússonar, byggingarmeistara KEÁ, en aðal- Nýja húsnæðið tekið í notkun. Lengst til hægri er Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri KEA að flytja ávarp. l-jó.sm. Mbl. Sv.l'. KEA í rýmra húsnæði verktaki var Norðurverk hf. í Brauðgerð KEA starfa nú 23, en brauðgerðarstjóri er Páll Stef- ánsson, bakarameistari. Sv.P. 6500 í félagi farstöðvaeigenda ÁRSÞING Félags farstöðvaeigenda á íslandi var nýlega haldið að Hótel Loftleiðum í Reykjavík og sóttu um 60 fulltrúar víðs vegar að af landinu þingið. I frétt frá félaginu segir að í skýrslu fráfarandi stjórnar hafi m.a. komið fram að aukning nýrra félagsmanna á árinu var um 26% og eru félagsmenn því í dag um 6.500. Á árinu var sérstök áherzla lögð á eflingu innri tengsla. Var í þessu sambandi ráðinn fram- kvæmdastjóri, útgáfustarfsemi færð inn á nýjar brautir og öll þjónusta mjög aukin. Þá hefur félagið átt mjög góð og náin samskipti við Almannavarn- ir ríkisins, Slysavarnafélag ís- lands, Öryrkjabandalagið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda um notkun FR-talstöðva í neyð. Fulltrúar voru á einu máli um að ekki bæri að hvika frá þeirri stefnu félagsins að því yrði úthlut- að sanngjörnum fjölda rása í nýrri skiptingu 27 MHz-sviðsins, sem nú er til skoðunar hjá sam- gönguráðuneyti enda FR eina hagsmunafélag notenda á þessu tíðnisviði. Ósanngjörn gjaldtaka Póst og símamálastofnunar að mati FR var einnig rædd. Júlíus Högnason úr Keflavík var endurkjörinn forseti lands- stjórnar fyrir tímabilið 1981—1982. Félag farstöðvaeigenda á Is- landi er landsfélag í 18 deildum og hefur skrifstofa landsstjórnar að- setur sitt að Síðumúla 2 í Reykja- vík. Fulltrúar á ársþingi Félags farstöðvaeigenda. „Kjósum konur“ — Kvenréttindafélag íslands gefur út lúnmiða Kvenréttindafélag íslands hefur gefið út límmiða með merki kvenna- árs Sameinuðu þjóðanna og orðunum „Kjósum konur". Tilgangurinn með útgáfu þessari er að hvetja karla og konur til að gera nú stórátak við að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum og öðru stjórnmálastarfi. Framundan eru prófkjör og forval hjá stjórnmálaflokkunum og munu niðurstöður þeirra ráða miklu um skipan fulltrúa á framboðslistum við sveitarstjórnarkosningarnar að vori. Það er von KRFÍ að margar konur út um allt land sæki nú fram og fái þann byr sem með þarf. Upplag límmiöanna er 10.000 stk. og verður þeim dreift á næstu vikum og mánuðum. Á landsfundi félagsins í október 1980 var samþykkt að á næstu fjór- um árum yrði sérstaklega unnið að því að auka áhrif kvenna við ákvarðanatöku í samfélaginu. Aðal- áherslan verði lögð á að fjölga kon- um í sveitarstjórnum og á Alþingi. I dag eru konur aðeins 6,1% kjör- inna fulltrúa í sveitarstjórnum hér á landi (1172 karlar og 72 konur). Þess má geta, að í Danmörku (kosið 1978) er hlutfallið 17,7%, í Finn- landi (kosið 1976) 18,2%, í Noregi (kosið 1979) 22,9% og í Svíþjóð (kos- ið 1980)29,8%. KRFÍ hefur ákveðið að vinna að því markmiði, að hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hér á landi verði a.m.k. 20% eftir næstu kosningar. Þá vill KRFÍ benda á, hversu ójafn hlutur karla og kvenna er á þessum vettvangi og leggur áherslu á nauðsyn þess að konur jafnt sem karlar taki þátt í mótun þjóðfélags- ins og sitji við sama borð þegar mik- ilvægar ákvarðanir eru teknar. í Ijósi þessa er brýnt, að stjórn- málaflokkarnir fái fleiri konur til starfa og í framboð og veiti þeim sömu tækifæri og körlum til að gegna þar ábyrgðarstörfum. Konur verða einnig að gera sér grein fyrir því, að þær bera jafnmikla þjóðfé- lagslega ábyrgð og karlar, og mega þær ekki hika við að gefa kost á sér til framboðs og annarra trúnaðar- starfa. Fréttatilkynning. ^kenwood KASSETTUTÆKI 9 KENWOOO srEneu 1 KX-70: Sjálfvirkur lagaleitari. Innstill- ing fyrir síendurtekna spilun á sömu kassettuhliðinni eða sama laginu. Sér- stakur upptökurofi fyrir hljóðnema sem gerir mögulegt að syngja eða tala ofaní upptökur. Tveir DC mótorar og Amor- phous Alloy tónhaus, upplýstur tveggja lita upptökumælir og innbyggt DOLBY kerfi. Stilling fyrir Normal METAL og CrOp . Tón- og suðhlutfall betra en 68dB, tíðnisvörun 20-18kHz, gang- hraðafrávik minna en 0,04% (WRMS), rafeindastýrðir snertirofar. Afborgun- arskilmálar: Útb. 1500 kr. Afg. á 4 mán. Staðgreiðsluverð 4.422,— með lagdeitarg, dolby og sispilun AKRANES Bjarg SAUÐÁRKRÓKUR Radio og sjónv. þjónustan SEYÐISFJÖRÐUR Versl. Stál BORGARNES Kaupf. Borgf. B. AKUREYRI KEA EGILSSTAÐIR Versl. Skógar ÍSAFJÖRÐUR Póllinn SIGLUFJÖRÐUR Versl. ögn HELLA Versl. Mosfell BOLUNGARVÍK Einar Guðf. HÚSAVÍK Bókav. Þórðar Stef. SELFOSS Radio og Sjónv. stofan FALKINN SUÐURLANDSBRALTT 8 SlMI 85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.