Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 35 var tveimur boðið í þetta sam- kvæmi, það er að segja mér og Ase Gerjum frá Cappelen 1 Osló. Með þessu boði mér til handa leit ég svo á, að verið væri að sýna mér heiður sem Islendingi og að fram- kvæmdanefndin mæti það mikils að Islendingar tækju þátt í alþjóðabókasýningunni í Jerúsal- em. Ég mun ekki tiunda þetta boð frekar en verð að segja að það var mér mikil ánægja að sitja til borðs með Graham Greene og fá að skiptast á orðum við hann. IV Miðvikudaginn 8. apríl var á dagskrá heimsókn í bústað forseta Israels, sem nú er Yitzhak Navn- on, en forseti ísraels er kosinn til fimm ára í senn af þjóðþinginu, Knesset. Er ég kom í forsetabú- staðinn var þar töluverður mann- fjöldi. Flestir óskuðu eftir að eiga samræður við forsetann. Áður en ég fór hafði ég ákveðið að afhenda forsetanum íslenska bók og hafði meðferðis eina bók, en fremst í hana hafði ég skrifað nokkur kveðjuorð til forsetans. Afhenti ég honum bókina, og áttum við tal saman. Forsetinn sagði mér að hann hefði komið til Islands árið 1962 í fylgd með Ben-Gurion, en hann var þá stjórnmálaritari for- sætisráðherrans. Því miður veikt- ist hann meðan á dvöl hans stóð hér á landi, lá í rúminu í fjóra daga og gat ekki notið heimsókn- arinnar til íslands sem skyldi. Fleiri ágæta menn hitti ég á bóka- sýningunni. Einn daginn er ég var við ís- lenska sýningarbásinn, sá ég að Abba Eban fyrrverandi utanrík- isráðherra ísraels, var að skoða sýninguna ásamt frú sinni. Abba Eban var utanríkisráðherra fsra- els í sexdagastríðinu, og var hann utanríkisráðherraefni Simonar Peres í þingkosningunum í júní sl. Hann kom í opinbera heimsókn til íslands árið 1966. Á borði í sýn- ingarbásnum var borðfáni með ís- lenska fánanum. Er þau hjón áttu eftir dálítinn spöl að sýningar- básnum, tók frúin eftir fánanum. Komu þau þá samstundis til mín, og tókum við tal saman. Þau minntust ferðar sinnar til íslands 1966, jafnframt sagði Abba Eban að hann ætti þó nokkra íslenska kunningja er hann nafngreindi. Þar sem ég var eini íslendingur- inn á þessari sýningu, komst ég ekki yfir að hitta alla þá er óskuðu eftir að ná tali af mér, þó svo ég væri að frá því snemma á morgn- ana og fram á nótt. T.d. óskaði útvarpið í ísrael eftir að eiga sam- tal við mig, en af því varð ekki, þar sem ég var staddur fjarri Jerúsalem, þegar samtalið átti að eiga sér stað. Eins var mér boðið til norska sendiherrans með Norð- mönnunum á sýningunni, og gat ég ekki heldur verið þar af sömu ástæðu og greindi hér að framan. Fyrsta daginn er ég var á bóka- sýningunni kynntist ég manni er heitir Pesach Ostashinski. Hann er ísraelsbúi og formaður Finn- landsvinafélagsins í ísrael. Hann sá alveg um finnsku sýninguna, en eins og ég gat um hér fyrr var finnska sýningardeildin við hlið- ina á mér. Þarna strax í byrjun tókst góður kunningsskapur milli okkar, og reyndist þessi maður mér mjög hjálplegur, því mikið at- riði er að geta snúið sér til ein- hvers er gjörþekkir allt umhverfið og talar hebresku þegar maður er svona aleinn á ferð eins og ég var, en eins og sagði hér að framan vildu margir eiga samtal við mig, og var þar á meðal íslensk stúlka er ég hitti ekki. Þannig var, að eitt kvöldið er ég kom á sýninguna, komu Danirnir að máli við mig og sögðu að ég hefði verið heldur bet- ur óheppinn þennan dag, þvi kom- ið hefði á sýninguna mjög falleg stúlka er spurði eftir mér, og sögðu Danirnir af gamansemi sinni, að þeir væru allir skotnir í henni. Þessi stúlka var íslending- ur, en hefur verið búsett í 7 ár í Israel. Þeir sögðu að hún hefði tal- að dönsku og að hún væri búsett langt frá Jerúsalem, væri þar í skyndiheimsókn og langaði til að hitta íslending. Því miður skildi hún ekki eftir neinar upplýsingar, hvorki nafn, heimilisfang eða símanúmer, og er mér því alveg ókunnugt um hver þessi stúlka er. Margir komu til að sjá íslensku bókadeildina og þurfti ég að svara mörgum fyrirspurnum. V Fólk var mjög undrandi þegar ég sagði frá íbúatölu landsins og hve íslenskt málsamfélag væri lít- ið, og vildi sumt af því varla trúa þegar ég sagði þeim hvað margir bókatitlar væru gefnir út árlega, ásamt meðaltalsupplagi bóka. Þótti fólki þetta hreint ótrúlegt að svo mikil gróska væri í bókaút- gáfu hér á landi. Eins var það er fólkið skoðaði bækurnar er ég hafði meðferðis, en þær voru allar unnar hér á landi. Þóttu þær vandaðar að frágangi, og er ég sagði því að litmyndir eru voru í sumum bókunum væru litgreindar og prentaðar hér á landi, varð það mjög hrifið af kunnáttu þeirra manna er þær hafa unnið. Enda er það rétt að prentun og vinna ís- lenskra bókagerðarmanna er með miklum ágætum, og get ég ekki annað séð en að Islendingar eigi þarna möguleika á að auka fjöl- breytni í sínum atvinnuháttum með því að vinna að bókagerð og prentverki til útflutnings, því ís- lendingar ráða bæði yfir tækni- þekkingu og verkkunnáttu á þessu sviði til að hefja útflutning, en vinna við prentun er greidd háu verði, og það er þesskonar útflutn- ingur, sem greitt er vel fyrir, er Islendingar vilja stefna að. Eins þótti fólki mikið til koma hve mik- ið af útgefnum bókum á íslandi er eftir íslenska höfunda, og tel ég að Islendingar standi alveg undir því itdag að vera kallaðir bókaþjóð. VI í þessari ferð minni átti ég þess kost aö ferðast um ísrael. T.d. fór ég einn daginn til borgarinnar Beer-Sheva, sem er í miðri Neg- ev-eyðimörkinni. Þetta er fjórða stærsta borg ísraels með tæp 150 þús. íbúa. Er Ísraelsríki var stofn- að var þarna engin borg, aðeins nokkur hundruð bedúínar lifðu þar. Hefur orðið mikil uppbygging þarna á skömmum tíma, því þarna í eyðimörkinni er búið að græða upp landið með því að leggja áveitukerfi, og varð mér hugsað til þess hversu mikið þarf að hafa fyrir því að byggja þarna upp ræktað land, þar sem leiða þarf allt vatn í pípum, en maður sér þarna um allt vatnspípur, sem eru frá 2 m í þvermál allt niður í hálf- tommupípur. En strax og vatnið kemur, vex gróðurinn, því ekki skortir hitann. Ekki er annað hægt en hrífast af því hversu gyðingar hafa byggt upp landið á skömmum tíma, og kemur þar til óhemju dugnaður, útsjónarsemi og þekking. Eins er það með bæinn Arad, er stendur í miðri eyðimörkinni, þar var engin byggð fyrir 1962, en í dag búa þar 25 þús. manns. Er ég ók frá Arad í áttina til Dauðahafsins sá ég land- ið eins og það var áður en ræktun þess hófst. Minnti það mig á landslag á öræfum íslands, grýtt og sendið og hvergi stingandi strá. Þarna er sá munur að hér vantar hitann, en þar vantar vatnið. Sá ég margt sameiginlegt með lönd- unum eins og það hvað maðurinn getur gert í ræktun, það eru ekki alltaf ytri skilyrði náttúru er ráða, heldur vinna þeirra er njóta eiga ávaxtanna. VII Fljótt á litið sýnist mér að gyð- ingar hafi þarna breytt eyðimörk- inni í aldingarð. Einnig er það eft- irtektarvert að gyðingar hafa byggt upp í þessum heimshluta fullkomið lýðræðislegt ríki, er jafnast alveg á við ríki Vestur- Evrópu. Þetta ríki er eina lýðræðisríkið í þessum heimshluta og var mér ljóst við heimsókn mína til ísrael að lýðræðisfyrirkomulagið er það besta í stjórnsýslu, enda hefur það sannað fullkomlega ágæti sitt. ísrael er í dag vestrænt velferð- arríki, það sá maður á vöruúrvali í verslunum, menntun fólksins og heilbrigði þess. Mikill munur er á þessu ríki og nágrannaríkjunum og er það von mín að þau reyni að tileinka sér það sem þar fer fram. Með því myndi friður verða í þess- um heimshluta, og yrði það besti minnisvarði þess manns er best hefur staðið að því að friður megi haldast þarna, og á ég þar við Sad- at fyrrverandi Egyptalandsfor- seta. Hann sá að engin framþróun gæti orðið með Egyptum á meðan þeir ættu í styrjöld við ísraels- menn, ennfremur sá hann hversu Israelsmenn höfðu byggt upp eyði- mörkina og að það gæti einnig orðið í Egyptalandi og væri réttar að nota þekkingu ísraelsmanna til slíks heldur en eiga í styrjöld við þá. Séð yfir aðalsýningarsalinn í sýningarhöllinni. Gísli Jónsson símakostnaðar með 35% hækkun skrefgjalds og lengingu langlínu- skrefa, sem þýddi 6,5% hækkun heildarsímkostnaðar meðalnot- anda í Reykjavík m.v. notkun „Hvenær fá Reykvík- ingar jafn mörg skref innifalin í fastagjaldinu og aðrir landsmenn?“ 1979. Þessi viðurkenning birtist í Dagblaðinu þann 28. og í Morgun- blaðinu þann 29. ágúst sl. Um það bil 1 '/& mánuði síðar kom fram á Alþingi þingsályktunartillagan um skoðanakönnunina. Ef ráðamenn Pósts og síma hefðu strax viðurkennt, að ná mætti sömu jöfnun símkostnaðar með einfaldri gjaldskrárbreyt- ingu, eins og með skrefatalningu bæjarsímtala, væru símnotendur búnir að búa við lækkuð langlínu- samtöl í a.m.k. 1—2 ár og sparast hefði sá óhemju kostnaður, sem skrefatalningin hefur haft í för með sér. Hvar er lækkun skrefgjalds- ins, sem póst- og símamála- stjóri boðaði í apríl 1980? I umræðum um skrefatalning- una birtist svohljóðandi heilsíðu fyrirsögn í Vísi þann 26. apríl 1980: „Skrefgjaldið mun lækka, sem ncmur fjölgun skrefa.“ í greininni sem var viðtal blaðamanns, sagði póst- og símamálastjóri m.a.: „Við munum lækka skrefgjaldið sem nemur fjölgun skrefa við breyt- inguna, þannig að heildartekjur Pósts og síma aukist ekki. Tökum sem dæmi, að ef skrefafjöldinn eykst um 30% þá lækkar gjaldið fyrir hvert skref úr 23,10 krónum, eins og það er núna, í 17,80 krón- ur.“ Nú er ljóst að skrefgjaldið á ekki að lækka. Það er leitt til þess að vita, að ekki skuli vera hægt að taka meira mark á orðum póst- og símamálastjóra, en raun ber vitni. Er hér enn eitt dæmið um blekk- ingar talsmanna skrefatalningar- innar. Fá Keykvíkingar nú ekki 600 frí skref eins og aðrir landsmenn? Undanfarin ár hafa Reykvík- ingar búið við það ójafnræði, að hafa aðeins 300 skref á ársfjórð- ungi í fastagjaldi á meðan allir aðrir landsmenn hafa 600 skref. Nú skyldi maður ætla, að þeir sem berjast svo hatramlega fyrir jöfn- un símakostanaðar, að þeir fórna almennum lýðræðisreglum til að koma vilja sínum fram, geti ekki þolað það, að Reykvíkingar sitji ekki við sama borð og aðrir lands- menn. Með þeirri jöfnun, sem nú er að komast á, eru forsendurnar fyrir mismunandi mörgum fríum skrefum brostnar. Lokaorð mín að sinni skulu því verða eftirfarandi spurning til samgönguráðherra: Hvenær fá Reykvíkingar jafn mörg skref innifalin í fastagjald- inu og aðrir landsmenn? Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ægyptens Kunst eftir Lise Manniche ÆGYPTENS Kunst, sem nýlega er komin út á forlagi Berlingske í Kaupmannahöfn er með fallegri og smekklegri bókum útlits. Það rek- ur maður fyrst augum í og síðan er hugað að textanum. Höfundur er Lise Manniche sem tók mag. art. próf í cgypskum fræðum fyrir nokkrum árum. llún hefur skrifað bækur og greinar um fornnorræn hljóðfæri og ýmis fleiri efni sem að fornlcifum snúa og á hennar sér sviði er túlkunin á ýmsum smærri alriðum innan egypskar listar. Lise hefur einnig skrifað bók um Forn- Egypta, ætlaða fyrir börn, en hana hef ég ekki lesið. Þetta er nýstárleg bók, þar sem höfundur leitast við að skýra hvernig dauðatrú Forn- Egypta lagði að mörgu leyti grundvöll að alls konar siðum og hefðum fyrir fimm þúsud árum og gaf egypskri list þennan sér- staka blæ og sterku einkenni. Höfundur leitast einnig við að gefa lesanda innsýn í bók- mennta- og tónlistariðju Forn- Egypta og hvaða áhrif hún hafði á daglega önn Egypta. í formálsorðum segir Lise Manniche að lengi hafi að sínum dómi skort aðgengilega bók á dönsku um egypska list. „Til að auka skilning á því sem augað sér hef ég ekki aðeins reynt að fara ofan í spurninguna um bein áhrif trúarinnar á listina, ég hef einnig dregið upp mynd af list- iðkun.“ Bókin skiptist í fjöl- marga kafla og má nefna Form- sprog og billedskrift, De to förste Dynastier, Gamle rige, Mellemste rige, Nye rige, Sentid- en, Ptolemærtiden, og Romertid- en, svo að stiklað sé á stóru. Bók- in er myndskreytt afar fallega og textinn er aðgengilegur og lipur og hefur í sér mikinn fróð- leik sem fengur er í að kynna sér. Nýjar bækur um Rasmus Klump BOKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur gefið út tvær nýjar teikni- myndasögur um Rasmus Klump, en tvær bækur um Klumpinn og félaga hans voru áður komnar út hjá útgáf- unni. Nýju bækurnar nefnast: Ras- mus Klumpur og uppskeran og Rasmus Klumpur — Kappsigling í furðuheimum. Bækurnar um Rasmus Klump eru eftir Carla og Vilh. Hansen, en þær eru þýddar af Andrési Ind- riðasyni. Bækurnar eru filmusett- ar hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar, en prentaðar og bundnar í Kaupmannahöfn. Jafnhliða bókunum koma einnig á markaðinn litlar brúður af helstu söguhetjum bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.