Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Lækjarás, nýtt dagheimili fyrir vangefna: „Og lýsi ég yfir blessun guðs á þessum stað“ sagði herra Pétur Sigurgeirsson við formlega opnun hússins Krá formlegri opnun Lækjaráss við Stjörnugróf. Magnús Kristinsson formað- ur Styrktarfélags vangefinna í ræðustól. LÆKJARÁS við Stjörnugróf, nýtt dagheimili fyrir vangefna hér í borg- inni var formlega tekið í notkun á fóstudaginn var. Var húsið reist á vegum Styrktarfélags vangefinna. Viðstaddir opnunina voru m.a. herra Pétur Sigurgeirsson hiskup íslands, Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra, Kgill Skúli Ingibergsson borg- arstjóri og Magnús Kristinsson for stjóri Styrktarfélags vangefinna. Við opnunina hélt Magnús Kristinsson ræðu, bauð gesti vel- komna og þakkaði þeim sem hlut áttu að byggingu hússins. Bygg- ingarframkvæmdir við heimilið hófust í maí 1977 en rekja má upp- hafið að stofnun þessa heimilis til landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar haustið 1976, en það ár helgaði Hjálparstofnunin málefn- um vangefinna og safnaði fé til byggingar svokallaðs „afþrey- ingarheimilis". Söfnuðust þá alls um 150.000 nýkróna sem afhentar voru Styrktarfélaginu til bygging- arinnar. Byggingarkostnaður nemur nú um 2,5 milljónum króna en frá Styrktarsjóði vangefinna komu 650.000, frá Framkvæmdasjóði ör- yrkja og þroskaheftra 1,10 millj- ónir en eigið framlag var 600.000 kr. Stærð heimilisins er rúmlega 757 fermetrar og er það ætlað 25—30 manns. Forstöðukona Lækjaráss hefur verið ráðin Arnheiður Andrésdóttir þroska- þjálfi. í ræðu sinni þakkaði Magnús Kristinsson gjafir sem húsinu hafa verið gefnar en árið 1979 af- henti kvennadeild Reykjavikur- deildar Rauða kross Islands kr. 700.000 til kaupa á húsgögnum í borð- og dagstofu. Þá gaf Oddfell- owstúkan Skúli fógeti nr. 12 kr. 100.000 til kaupa á húsgögnum í skrifstofu og í læknaherbergi og fleiri gáfu gjafir. í einni álmu Læjaráss hefst nýr þáttur í starf- semi Styrktarfélags vangefinna en það er rekstur verndaðs vinnu- staðar fyrir vangefna og munu 12—14 einstaklingar starfa þar. Er það von félagsins að hluti þess fólks eigi síðar eftir að fara út á hinn almenna vinnumarkað. Þegar Magnús hafði lokið máli sínu mælti herra Pétur Sigur- geirsson bænarorð og flutti heilla- óskir frá Hjálparstofnun kirkj- unnar. „Og lýsi ég nú yfir blessun guðs á þessum stað," sagði Pétur í lokin. Svavar Gestsson félags- málaráðherra tók næstur til orða og óskaði þeirri starfsemi sem í húsinu væri að hefjast, allra heilla. Sagði hann við þetta tiiefni að ríkisstjórnin myndi innan skamms leggja fram frumvarp til laga um málefni fatlaðra þar sem þeim yrði komið inn í samræmda heildarlöggjöf. Þá flutti Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri kveðjur borgarstjórnar og óskaði til hamingju yfir þeim árangri sem náðst hefur með byggingu þessa húss. Á eftir ræðuflutningi og form- legri opnun Lækjaráss var við- stöddum boðið í kaffiboð í hinu nýja húsi og boðið að skoða sig Almennar sam- komur ý Laug- arneskirkju ALLA miðvikudagana i nóvember verða almennar samkomur í Laug- arneskirkju kl. 20.30. I>essar sam- komur verða með einfoldu sniði, miklum almennum söng, vitnisburð- um ungs fólks og hugleiðingu út frá Guðs orði. Kinnig fáum við heim- sóknir sönghópa og kóra. Samkomur með þessu sniði hafa verið reyndar í öðrum kirkjum með góðum árangri. Þessi samkomu- kvöld eru skipulögð m.a. í tilefni af 1000 ára afmæli kristniboðs á ís- landi og þykir okkur eðlilegt að minnast þess með „evangeliskum" samkomum, þar sem megininntak- Laugarneskirkja: ið er boðun kristinnar trúar. Aður höfum við minnst þessara tíma- móta með kirkjukvöldi á föstu. Fyrsta samkoman í þessari sam- komuröð verður miðvikudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Margrét Hró- bjartsdóttir safnaðarsystir verður ræðumaður kvöldsins en auk henn- ar talar Ástríður Haraldsdóttir formaður Æskulýðsfélags Laug- arnessóknar. Eftir samkomuna verður hægt að fá kaffi og gos- drykki í kjallarasal kirkjunnar, en hvatt verður til þess að samkomu- gestir doki við og spjalli saman. Þá verða kristilegar bækur til sölu. Við vonumst til þess að margir sjái ástæðu til að sækja þessar samkomur og njóti þess að fá upp- fræðslu í kristinni trú og taka þátt í lofgjörð og tilbeiðslu. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. 11. einvígisskákin: Karpov þakkaði öflugu klappliði góðan stuðning Margeir Pétursson skrifar frá Merano KKAM að II. skákinni var þad jafn- an Korrhnoi, sem fékk meira lófa- klapp frá áhorfendum hér í Merano við upphaf skákanna. Kn um helgina barst Karpov öflugt klapplið, þar sem var rútufarmur af sovézkum sendiráðsstarfsmönnum á Ítalíu. I*eir hylltu Karpov svo kröftuglega er hann gekk inn á sviðið að aðrir áhorfendur, sem voru þó á annað þúsund, áttu fullt í fangi með að jafna metin. Klappliðið og húrrahrópin minntu meira á knattspyrnukapp- leik en skákeinvígi, en siðan var snarlega þaggað niður í áhorf- endaskaranum svo alvaran gæti hafist. Korchnoi, sem hafði hvítt, tefldi byrjunina hratt og hann virtist mæta vel undirbúinn til leiks. Karpov varð að láta af hendi peð og eftir það snérist baráttan um hvort heimsmeistaranum tækist að finna nægilegt mótspil fyrir liðsmuninn. Það tókst honum með nýrri peðsfórn í 24. leik og.skákin varð mjög tvísýn. Meðal hinna fjöl- mörgu stórmeistara í blaða- mannastúkunni voru skoðanir mjög skiptar um ágæti stöðunnar. Sumir virtust einblína á peðið sem Korchnoi hafði yfir en aðrir bentu á biskupapar Karpovs og óvirka menn áskorandans. Hinir síðar- nefndu virtust hafa mikið til síns máls. Korchnoi tók að þessu sinni enga áhættu og jafntefli var sám- ið. Áhorfendur voru ánægðir með skákina, hún var mun líflegri en 10. skákin. Margir meistarar voru á þeirri skoðun að taflmennska Korchnois mætti vera betri en al- mennt dáðust menn að útsjónar- semi heimsmeistarans, sem þurfti að leysa úr erfiðum vandamálum eftir vel heppnaða byrjun áskor- andans. 11. einvígisskákin í Merano: Hvítt: Korchnoi. Svart: Karpov. Drottningarbragð. I. c4 — e6, 2. Rc3 — d5, 3. d4 — Be7, 4. Rf3 — Rf6, 5. Bf4 Korchnoi beitti þessu afbrigði tvívegis í einvíginu 1978 og vann þar af eina skák en tveimur lauk með jafntefli. Nú reynjr hann það í fyrsta skipti í þessu einvígi. 0-0, 6. e3 — c5, 7. dxc5 — Bxc5, 8. Dc2 — Rc6, 9. Hdl — Da5, 10. a3 — Be7, 11. Rd2 — e5, 12. Bg5 — d4, 13. Kb3 — DdK I 23. einvígisskákinni 1978 lék Karpov hér 13. — Db6, en því svaraði Korchnoi með 14. Bxf6 — Bxfe, 15. Rd5 og tókst að ná nokkru betra tafli. 14. Be2 Eins og Friðrik Ólafsson benti á er hugsanlega betra að leika fyrst 14. exd4 — exd4 og síðan 15. Be2, Skák Margeir Pétursson því ef þá 15. — a5? þá 16. Rb5. — a5! Þessari hvössu leikaðferð beitti Beljevski gegn Portisch á Moskvu- mótinu í vor. Teflendur fylgja nú þeirri skák um sinn. 15. exd4 — a4 16. Rxa4 — Rxd4 Ef 16. - Hxa4? þá 17. d5 - Ra5, 18. d6 — Bxd6, 19. Rc5 og hvítur nær vinningsstöðu. 17. Rxd4 — exd4, 18. b3 Svartur er á grænni grein eftir 18. 0-0 - Da5,19. Bxf6 - Bxf6, 20. b3 - Bd7. — Da5+, 19. Dd2! í áðurnefndri skák sinni við Belj- cvsky lék Portisch hér 19. Bd2 og fékk lakari stöðu eftir 19. — Bf5!, 20. I)b2 — De5. Þessi endurbót Korchnois var auðvitað fyrirfram undirbúin og fram að þessu hafði hann eytt aðeins sáralitlum tíma, en Karpov tæpri klukkustund. — Bxa3, 20. Dxa5 Að sögn aðstoðarmanna Korchnois höfðu þeir undirbúið framhaldið 20. 0-0, en það er auð- vitað meistarinn sjálfur, sem hef- ur síðasta orðið og e.t.v. hefur Korchnoi séð eitthvað yfir borð- inu, sem honum líkaði ekki við. — Ilxa5, 21. Bxf6 — Bb4+ Þessi milliskák var nauðsynleg til að taka hrókunarréttinn af hvítum. 22. Kfl — gxf6, 23. Hxd4 — He5, 24. g4! Scirawan, aðstoðarmaður Korchnois, og fleiri stórmeistarar litu nú framtíðina björtum augum fyrir Korchnois hönd. „Peð er allt- af peð,“ sagði Najdorf, en Karpov lumar á nýrri peðsfórn, sem gefur honum mjög virka stöðu. — b5!, 25. cxb5 — Bb7, 26. f3 Þessi leikur kom flestum meist- urunum sem fylgjast með skák- inni hér í Merano á óvart. Flestir áttu nefnilega von á skiptamuns- fórninni 26. Hxb4 — Bxhl, 27. f3 en Vlastimil Hort í skákskýring- unum fann vörn eftir miklar vangaveltur: 26. Hxb4 — Hfe8! og nú 27. Rc3 - Bxhl, 28. f3 - He3, 29. Rd5 - Hxe2, 30. Rxf6+ - Kf8, 31. Rxe8 - Hxe8, 32. Hf4 - Hb8 eða 27. f3 - Hxe2, 28. He4!? - Hxe4, 29. fxe4 — Bxe4, 30. Hgl — Bd3+ og svartur heldur í báðum tilfellum sínu. — Hfe8, 27. Bdl — Hxb5 Þótt hvítur sé ennþá peði yfir áttu nú fáir von á því að Korchnoi tækist að nýta sér það til vinnings. Menn hans eru mjög óvirkir, en svartur hefur biskupaparið og mun virkari stöðu. Áskorandinn eyddi hér miklum tíma, án þess að honum tækist að finna sterkara framhald, enda litlar líkur á því að það sé til í stöðunni. 28. Kg2 — Kg7, 29. Kf2 — Ba5, 30. Hfl — He7, 31. h3 — h6, 32. Bc2 — Hc7, 33. Hc4 — Hxc4, 34. bxc4 — Hb4, 35. c5 — Bc6 Hér hóf Korchnoi að undirrita blað sitt og Karpov sá það og fór hann að dæmi hans. Þar með hafði jafntefli verið samið í þessari ann- ars athyglisverðu stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.