Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 23 Tekst Skúla og Jóni að vinna til verðlauna á HM- í kraftlyftingum? - keppni hefst á morgun og þeir eiga góöa möguleika • Skúli Oskarsson hofur mikla reynslu í keppnum á stórmótum í lyftingum. Hann hefur undirhúió sig vel fvrir HM-keppnina sem fram fer á Indlandi. Jóhannes Hjálmarsson kemur heim úr frækilegri för Á morgun, miðvikudag, hefst heimsmeistaramótió í kraftlyfting- um í ('alcutta á Indlandi. Tveir ís- lenskir keppendur verda þar á meðal keppenda. Skúli Oskarsson, sem keppnir í 75 kg. flokki og Jón l’áll Sigmarsson sem keppir í 125 kg. flokki. Vmsir spyrja, hví verið sé að senda íslenska keppendur svo lang- an veg og dýran. Hvort virkilega sé von um árangur. l»essu er best svar að með því að líta á þátttöku íslands á undanrórnum mótum. Árið 1975 var í fyrsta skipti ís- lenskur keppandi meðal þátttak- enda. Það mót var í Birmingham, Englandi og keppandi Skúli Óskarsson. Hann fékk á mótinu bronsverðlaun, á eftir Bandaríkja- manni með gull og Zamhíumanni með silfur. Zambíumaður þessi var Peter Fiore og átti Skúli mjög góða tilraun við þyngd sem nægt hefði honum til silfurs. Fiore þessi átti eftir að koma meira við lyftingasögu Skúla. Árið 1976 hafði Skúli meiðst á báðum öxlum, meiðsli sem áttu eftir að há honum æ síðan. Hann var því frá keppni, er HM var haldið í Bandaríkjunum það ár. Á því móti sigraði Breti með 677,5 kg. 1977 hagaði svipað til og nú. Mótið var haldið í Ástralíu og var talið að hugsanlegur árangur okkar manna réttlætti ekki svo dýra ferð. Það mót vannst af Bandaríkjamanni sem lyfti 707,5 kg. I öðru sæti varð Fiore og þriðji Backlund, Svíþjóð. Eftirá þótti illt að Skúli skyldi heima sitja, þar sem hans árangur á sama tíma hér heima hefði gefið möguleika á 1. sæti. Árið 1978 dró til tíðinda. Þá var mótið haldið í Turku, Finnlandi. Meiðsli Skúla háðu honum enn í bekkpressunni, en í hinum tveim- ur greinunum var hann orðinn geysisterkur. Til leiks voru mættir allir sterkustu mennirnir og var flokkur Skúla sá fjölmennasti á mótinu. Rick Gaugler frá USA var tal- inn mjög sigurstranglegur. Hann hafði unnið bandaríska meistara- mótið með yfirburðum og átti heimsmetið í samanlögðu í flokkn- um. Þá var einnig mættur Peter Fiore, sem nú var orðinn breskur ríkisþegn. Skildu hann og Skúli nú eigast við á ný. Finninn Jouku Ny- yssönen átti einnig eftir að halda uppi heiðri Finna með sóma. Gaugler átti slæman dag. I fyrstu greininni, hnébeygju, féll hann úr og þar með hans vonir um heimsmeistaratitil. Við þetta glæddust vonir Islend- inga og Breta. I hnébeygjunni var Skúli yfirburðamaður. Hann tók 7.5 kg. forskot á Fiore og átti hugi og hjörtu áhorfenda þar sem ann- arsstaðar. I síðustu tilraun var stöngin hlaðin í nýtt heimsmet, 300.5 kg. fyrir Skúla. Hann lyfti þyngdinni, en af einhverjum ástæðum var lyftan dæmd af hon- um og þurfti Skúli að bíða í tvö ár í viðbót til að sá draumur rættist. í næstu grein, bekkpressu fór á annan veg. Fiore lyfti 180 kg. á móti aðeins 130 kg. hjá Skúla. Finninn Nyyssönen lyfti 175 kg., þannig að röðin var orðin verulega breytt. í réttstöðulyftunni sýndi Skúli sínar bestu hliðar. Fiore lyfti 265 kg. og var þá kominn með í sam- anlögðu 732,5 kg. Finninn lyfti 270 kg. og hafði þá lyft 720 kg. í sam- anlögðu. En Skúli hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Hann byrjaði á 280 kg., sem gaf honum þriðja sæti, síðan lyfti hann 297,5 kg. og skaut sér upp fyrir Finnann. Til að ná gullinu og heimsmeistara- titlinum þurfti Skúli því að lyfta 310 kg. í þriðju tilraun. Eftirvæntingin og spenningur- inn í salnum var gífurlegur, mátti heyra saumnál detta. Smám sam- an losnaði þessi ógnarþyngd frá gólfinu, þyngd sem er 4 sinnum líkamsþyngd Skúla og 10 kg. bet- ur. Áhorfendur risu úr sætum, því meir sem þyngdin fór ofar, og þá fylltist salurinn sárri vonbrigða- stunu, greipar Skúla héldu ekki þyngdinni þó aflið væri nóg til að lyfta henni. Lauk þar með viður- eign Fiore og Skúla á sama veg og í fyrra skiptið. Eftirá sögðu bresku þjálfararn- ir, að þeir hefðu ekki verið í rónni fyrr en að þessari lyftu lokinni. Larry Pacifico, nífaldur heims- meistari í greininni sagði: „Ef ég hefði átt að kjósta besta mann mótsins hefði ég ekki verið í vafa, Skúli er stórkostlegur." Ekki ama- leg ummæli frá slíkum manni. Á þesu móti keppti einnig Óskar Sigurpálsson og hafnaði hann í 6. sæti í 110 kg. flokki. Árið 1979 var mótið haldið í Dayton, Ohio, USA. Flest aðildar- ríki Alþjóða kraftlyftingasam- bandsins sendu lið til keppninnar og Island sendi 6 keppendur. Þeir voru Kristján Kristjánsson, ÍBV, Skúli Óskarsson, UÍA, Sverrir Hjaltason, KR, Gunnar Stein- grímsson, ÍBV. Óskar Sigurpáls- son, ÍBV og Arthúr Bogason, IBA. Glæsilegur árangur náðist hjá okkar mönnum og lentu allir í 5.-6. sæti í sínum flokkum, nema Skúli Óskarsson, sem féll úr. Vegna fjölda keppenda okkar fékk Skúli ekki þá aðstoð, daginn áður en hann keppti, sem hann þurfti. Það leiddi til þess, að hann gætti ekki að líkamsþunga sínum í tíma. Frá þessu er svo sagt í ársskýrslu LSI: „Skúli reyndist við fyrstu viktun einu kílói of þungur og hófust hjá honum örvænt- ingarfullar tilraunir til að ná þvi af. Kappdúðaður varð hann að hlaupa sér til svita og það merki- lega og ótrúlega gerðist, að einum og hálfum tíma síðar við lok vigt- unar stóðst hann vigt. Var nú stutt til þess að keppnin hæfist hjá honum. Ekki kræsilegt að fara að keppa þreyttur eftir það sem á undan var búið að ganga." Keppninni er svo lýst: „290 kg. voru á stönginni og einungis Skúli og heimsmethafinn áttu eftir að fara upp á pallinn. Skúli var kall- aður upp og við hvatningaróp fé- laga sinna gekk hann að stönginni til að lyfta. Við fylgdum honum með augunum og sáum hann byrja lyftuna án þess að bíða merkis dómarans og klára hana auðveld- lega. Rauð Ijós komu réttilega frá dómurunum þremur. Aftur skyldi reynt við sömu þyngd, en nú gerist það ótrúlega, að keppnisbúningur- inn sprakk og tilraunin eyðilagð- ist. Þrjár mínútur voru til stefnu, þar til Skúli yrði að vera byrjaður sína síðustu tilraun við 290 kg. Skúli náði að skipta um búning og byrja tilraunina áður en klukkan féll, en flýtti sér of mikið og lyftan ónýttist og verðlaunadraumar Is- lands úr sögunni. Skúli var ekki einn um að vera óheppinn, því vin- ur hans, heimsmeistarinn Fiore frá í fyrra, féll einnig úr. Árið 1980 var HM haldið í Tex- as, USA. Ákveðið var að senda ekki keppendur á það mót. Ástæð- an var aðallega sú, að LSI, sem hefur yfirstjórn bæði kraftlyft- inga og lyftinga, hélt hér á landi um svipað leyti NM unglinga í lyftingum og taldi það nægilegt verkefni. Skúli notaði nú tækifær- ið til að einbeita sér að langþráðu heimsmeti. Það tókst hjá honum hinn 1. nóv. 1980, er Skúli lyfti 315.5 kg. í réttstöðulyftu í 75 kg. flokki og varð fyrstur Islendinga til að setja heimsmet. Nú á árinu 1981 verður HM haldið í Indlandi og var ákveðið hjá LSI að senda einungis þá sem möguleika ættu á verðlaunasæti. íslandsmet Skúla í 75 kg. flokki er 742.5 kg. sett árið 1979. Á Evrópu- meistaramótinu í vor lyfti Skúli í næsta flokki fyrir ofan 770 kg. og stefnir hann að því að ná þeirri þyngd nú í 75 kg. flokknum. Heimsmeistarinn Gaugler frá Bandaríkjunum verður líklega ekki með í Calcutta og er ekki lík- legt að maður verði sendur i hans stað. Frá Canada kemur hættulegasti andstæðingur Skúla, læknirinn Mauro De Pasquale, sem fékk silfurverðlaun í fyrra og lyfti 765 kg. Frá Svíþjóð kemur Lars Back- lund, sem var með bronsverðlaun og lyfti einnig 765 kg., öruggur keppnismaður, sem vann Evrópu- meistaratitilinn 1979 og 1980. Frá Bretlandi kemur Steve Al- exander Evrópumeistarinn 1981, vann það mót á 732,5 kg. og er í stöðugri framför. Ástralíumenn binda miklar vonir við Waddel, sem á 722,5 kg. og sækir stöðugt í sig veðrið. Ekki er hægt að segja með vissu hvaða keppandi verður í 75 kg. flokki frá Japan. Meistaramótið vannst á 680 kg. af Nakagawa, en í næsta flokki fyrir ofan 3,5 kg. yfir 75 kg. mörkunum vann Nakao með nýju japönsku meti 767,5 kg. Hann gæti orðið hættulegur, ef hann færi í flokkinn til Skúla. Tommy Ward frá Írlandi lyfti 705 kg. á írska meistaramótinu og gerir þjálfari hans sér vonir um 740 kg. á HM, en sú þyngd gæti þýtt verðlaun í svækjunni í Cal- cutta. Aðrir keppendur í flokknum verða frá Noregi, Finnlandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Hol- landi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Bolivíu, Brasilíu, Nýja Sjálandi og auðvitað Indlandi, en indverska metið er 587,5. Keppendur þessara þjóða verða ekki í verðlauna- baráttunni. Jón Páll Sigmarsson er aðeins 21 árs og hefur ekki áður keppt á heímsmeistaramóti. Hann er þó ekki óþekktur, sterkasti kraftlyft- ingamaðurinn á íslandi og á þest 912.5 kg. Hann hefur tvívegis unn- ið til silfurverðlauna á Evrópu- meistaramóti. I Zúrich 1980 og Parma 1981, auk þess að hafa ver- ið Norðurlandameistari í þyngsta flokki bæði síðustu ár, og sett nokkur Evrópumet í réttstöðu- lyftu. Líklegur sigurvegari í flokki Jóns er E. Hackett, USA, en hann lyfti á bandaríska meistaramótinu 990 kg. Roger Ekström, Svíþjóð, Evr- ópumeistarinn 1981 á best 912,5 kg. verður örugglega í verðlauna- sæti og gæti allt eins farið að Jón Páll færi upp fyrir hann. Baráttan um næstu sæti, ef Jón Páll verður undir í baráttunni við Ekström, verður þá milli hans og Seese, Þýskalandi, Kjell Ivar Wien, Cap- ica, Ástralíu og ef til vill Saarela- inen, Finnlandi. ÞAI) KR ekki á hverjuni degi seni Akureyringar eignast heimsmeistara í íþróttum. Kinn slíkan eignuðust þeir þó eigi alls fyrir löngu er Jó- hunnes Hjálmarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki á heimsmeistaramóti öldunga í kraft- lyftingum, sem fram fór í Naperville, útborg ('hicago í Bandaríkjunum. Jóhannes sneri heim úr þessari frægðarför á laugardaginn ásamt syni sir.um Halldóri sem var aðstoð- armaður i'.ans á mótinu. Var þá mik- ill mannfjöldi samankominn á Akur eyrarflugvclli lil að taka á móti kappanum. Þar á meðal margir frammámenn íþrótumála í bænum svo og margir félaga Jóhannesar úr lyftingunum, auk annarra. Voru hon- um færðir blómvendir frá iyftinga- ráði Akureyrar og einnig frá íélagi hans, Iþróttafélaginu Þór. Eftir að heimsmeistarinn hafði tekið við þessum gjöfum náði und- irritaður að spjalla stuttlega við hann. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa búist við að sigra, „en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með árangurinn". Að sögn Jóhannesar voru keppendur frá mörgum þjóð- löndum á þessu móti. Jóhannes keppti í 100 kg flokki og í honum voru Þjóðverji, Kanadamaður og Frakki auk Islendingsins sterka. Jóhannes sagði að langt væri síð- an hann hefði ákveðið að taka þátt í þessu móti og hefði undirbúning- ur fyrir það nú staðið yfir í hálft ár. Eins og áður hefur komið fram sigraði Jóhannes með talsverðum yfirburðum í sínum þyngdar- flokki, hann lyfti 37,5 kg meira samanlagt en sá sem varð númer tvö. Þegar keppni í síðustu grein- inni, réttstöðulyftu, hófst, var Jó- hannes 7 kg undir fyrsta manni en hann gaf sig ekki og reif upp 257,2 kg í þriðju lyftu sinni og trvggði sér þennan stórglæsilega sigur. En hváð skyldi vera framundan hjá heimsmeistaranum Jóhannesi Hjálmarssyni? „Það eru bara áframhaldandi æfingar og keppni — og vonandi næ ég að bæta mig ennþá meira.“ — sh. • Jóhannes lljálniarsson ásamt eiginkonu sinni Olöfu Pálsdóttur. I.josm. Kcvnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.