Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 47 Mynd þcssa tók Olafur K. Magnússon í Gamla bíói í gær en í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá stofnun kvikmyndahússins hafa ýmsar gamlar og sjaldséð- ar kvikmyndir verið sýndar í bíóinu að undanfórnu. Þar á meðal er Reykja- víkurmynd sem Bíó-Petersen tók en atriði í þeirri kvikmynd sýnir flugvél á flugi yfir Reykjavík. Myndin er tekin árið 1919 og er hér um að ræða fyrstu flugvél sem til íslands kom og var notuð til tilrauna með farþegaflug hér á landi. Bíó-Petersen tók fjölda mynda af flugvélinni, sem var brezk hervél af Afro-gerð, en myndirnar brunnu allar í Kaupmannahöfn í síðari heimsstyrj- öldinni. Filmubúturinn sem hér um ræðir fannst ekki alls fyrir löngu í Gamla bíó og er ekki annað vitað en að þetta sé eina myndin sem til er af Afro-vélinni á flugi yfir Reykjavík, en á myndinni er flugvélin yfir vesturgafli Alþingishússins. Sleppur Korchnoi fyrir horn? Skák eftir Margeir Pétursson í Meranó LENGST af leit mjög illa út fyrir Korchnoi í 12. einvígisskákinni og sérfræðingarnir svokölluðu, sem skipta tugum, ef ekki hundruðum hér í Merano, áttu vart til orð yfir erfiða stöðu hans. Karpov lék nú í fyrsta sinn í einvíginu ekki kon- ungspeði sínu fram í fyrsta leik, heldur valdi hann drottningarbi.sk- upspeðið að þessu sinni. Kftir að hafa teflt byrjunina fremur óná- kva-int, voru margir farnir að búast við enn einu hroðalegu tapi. Korehnoi má ekki við enn einu slíku, því nú þegar er staða hans afar sla'm, Karpov hefur hlotið fjóra vinninga en áskorandinn aðeins einn. Tólfta skákin hófst reyndar með afar óvenjulegu atviki. Eftir átt- unda leik heimsmeistarans talaði Korchnoi til hans á rússnesku, þannig að til kasta dómaranna varð að koma til að skakka leik- inn. Svo virðist, sem Korchnoi telji Karpov vísvitandi vera að reyna að hafa truflandi áhrif á sig. í elleftu skákinni dvaldi hann t.d. nokkrum sinnum í herbergi sínu meðan hann átti leik og virti stöðuna fyrir sér þaðan. Atvik, sem óneitanlega minnir á hegðun Boris Spasskys í einvígi hans við Korchnoi 1977, en þá dvaldist Spassky löngum frá borðinu og virti fyrir sér stöðuna á sýn- ingarborði. Eftir þetta fékk Karpov yfir- burðastöðu en tókst ekki að not- færa sér hana betur en svo að þeg- ar skákin fór í bið, virtist Korchnoi eiga góðar horfur á jafn- tefli þrátt fyrir að hann væri peði undir. „Það er hneyksli að heims- meistaranum hafi ekki tekist að vinna þessa stöðu,“ sagði hinn 71 árs gamli stórmeistari frá Argen- tínu, Miguel Najdorf. „Þetta var lélegasta skák einvígisins," bætti Najdorf við, en hann hefur verið hér í Merano allt frá upphafi ein- vígisins. llvíU: Karpov Svart: Korchnoi Griinfeldsvörn. I. c4 - RfB, 2. Rc3 — d5, 3. cxd5 — Rxd5, 4. Rf3 - Rxc3, 5. Bxc3 - g6. Þessi staða er vel þekkt úr enska leiknum, en með næsta leik sínum beinir Karpov taflinu yfir í Grúnfeldsvörn. 6. d4 — c5, 7. e3 — Bg7, 8. Bb5+ — Rd7, 9. 0-0 — 0-0, 10. a4 — a6, 11. Bd3 - b6. Hér var að öllum líkindum nákvæmara að leika 11. — e5, því ef 12. d5 þá e4, 13. Bxe4 — Rf6. 12. Ilbl - Bb7, 13. e4 — Dc7, 14. Hel — e6, 15. e5 Slíkar stöður eru mjög vel þekktar á nútíma kappmótum. Áætlun hvíts er að leika h4-h5 og veikja þannig svörtu kóngsstöð- una. Næsti leikur Korchnois hindrar þessa áætlun að vissu marki, en svartur fær í staðinn nýjar veilur. — h6, 16. h4 — IIfd8, 17. Bf4 í skák í blaðamannaherberginu var Tal fljótur að leika 17. h5 — g5,18. Rxg5 — Hxg5, 19. h6, uppá- stunga sem á vægast sagt mikinn rétt á sér. Slíkar mannsfórnir eru Karpov hins vegar ekki að skapi, sérstaklega þegar hann er þremur vinningum vfir í einvígi. — Rf8, 18. Be3 — Hab8, 19. De2 — Bc6, 20. Bxa6 — cxd4, 21. cxd4 — Bxa4, 22. Rd2 - I)c6, 23. Hecl — Da8, 24. Bd3 — Bc6, 25. f3 - b5! í þessari stöðu höfðu fáir hugað Korchnoi líf, vegna hörmulega þröngrar stöðu hans, en hann finnur eina möguleikann: að gefa b-peðið fyrir mótspil. 26. Rb3 — Hbc8, 27. Rc5 Líklega hefði Karpov betur leik- ið hér 27. Hal eða 27. h5. Nú nær Korchnoi að létta verulega á stöðu sinni. — Rd7, 28. Re4 — Bxe4, 29. Hxc8 — Dxc8, 30. Bxe4 — Dc4, 31. Bd3 — I)c3, 32. Bxb5 - Rb6. Korchnoi lætur af hendi peð, en í staðinn nær hann hinum mikil- væga reiti d-5 á sitt vald. 33. Dd3 - Rd5, 34. Bf2 — h5, 35. I)xc3 - Rxc3, 36. Hb3 - Rdl, 37. Hd3 — Rxf2, 38. Kxf2 — Hb8, 39. Bc4 - Ilb2+, 40. Kg3 - Hb4, 41. Hc3. í þessari stöðu lék Korchnoi bið- leik. Félag skyndi- hjálparkenn- ara stofnað FKLAG skyndihjálparkennara var stofnað 4. október sl„ en frestur var gefinn til 14. nóvember til að gerast stofnfélagar. Stofnfundurinn samþykkti sam- hljóða að Jón Oddgeir Jónsson yrði félagi númer 1 og heiðursfélagi. Lög fyrir félagið voru samþykkt og í stjórn voru kjörin Nína Hjaltadótt- ur, formaður, Oddur Eiríksson, rit- ari, Svanhvít Jóhannsdóttir, gjald- keri, Brynjar H. Bjarnason og Thor B. Eggertsson, meðstjórnendur. Jón Oddgeir Jónsson Maj Sjöwall áritar í dag SÆNSKA skáldkonan Maj Sjöw- all ntun árila bækur sínar og l'er Wahlöös í Bókabúð Máls og mcnningar í dag, þriðjudag, frá klukkan 16.30—18. Maj Sjöwall og Per Wahlöö skrifuðu tíu „skáldsögur um glæp“ og hafa margar þeirra verið gefnar út hérlendis, sú síð- asta, Maður uppi á þaki, er ný- komin út. Merki sem marka má mens club — BANDIDO Wrangler ^ KARNABÆR Útsölustaðir Karnabær Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ, Bonanza Laugavegi 20, Fataval Keflavík, Bakhúsið Hafnarfirði, Cesar Akureyri, Eplið Isafirði, Eyjabær Vestmannaeyjum, Utsölustaðir Lindin Selfossi, Hornabær Höfn Hornafirði, Álfhóll Siglufirði, Versl. Inga Hellissandi, Ram Húsavík, Oðinn Akranesi, Austurbær Reyðarfirði, Verslunin Skógar Egilsstöðum, Báran Grindavík, Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli, Þórshamar Stykkishólmi, ísbjörninn Borgarnesi, Patróna Patreksfiröi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.