Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 19 stuðningi stjórnarsinna, eins og Gunnar Thoroddsen hefur staðfest. Málefnin valda ekki ágreiningi í Sjálfstæðisflokknum nema menn vilji búa til slíkan ágreining til að dreifa athyglinni frá einhverju öðru. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst eftir landsfundinn. Skipulagsmálin Á þingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sem var haldið á ísa- firði í ágústlok, voru samþykktar tillögur um breytingar á skipu- lagsreglum flokksins, sem miða í senn að því að útiloka að sama ástand skapist í framtíðinni í þing- flokki sjálfstæðismanna og varð við stjórnarmyndunina og að sama ástand myndist við skipan fram- boðslista í nafni flokksins og varð fyrir kosningarnar 1979. Stjórnar- sinnar í flokknum hrukku mjög við, þegar þeir fréttu af þessum tillög- um og hafa kallað þær „handjárn- in“ í sínum hópi og opinberlega. I setningarræðu sinni lýsti Geir Hallgrímsson því yfir, að hann vildi ekki, að þessar tillögur yrðu samþykktar á landsfundinum. Geir H. Haarde formaður SUS lagði þær fram strax að kvöldi fyrsta fund- ardags, þó með þeirri breytingu, að ákvæðið um framboðslistana hafði verið fellt niður. Auk stjórnar- manna í SUS voru þau Margrét Einarsdóttir formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna ogSigurð- ur Óskarsson formaður Verka- lýðsmálaráðs flokksins flutnings- menn að tillögunni, þannig að hún naut velvilja allra þriggja lands- sambandanna innan flokksins. Var tillögunni ásamt fleiri hugmyndum um breyttar skipulagsreglur vísað til sérstakrar nefndar. Gaf Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, til kynna, að hann mundi hugsa sig tvisvar um vist sína í flokknum, ef þessi tillaga yrði samþykkt á landsfundinum. Innan skipulagsnefndar fundar- ins gerðist það, að meirihluti manna vildi, að SUS-tillagan um þingflokkinn næði fram að ganga á fundinum og ekki nóg með það heldur endurflutti Baldur Guð- laugsson, lögfræðingur, tillöguna um það, hvernig háttað skuli fram- boðum svo þau séu í nafni flokksins og hlaut hún einnig stuðning meiri- hluta manna í skipulagsnefnd fundarins. Kynnti Ólafur B. Thors, formaður nefndarinnar, niðurstöð- ur hennar að morgni sunnudagsins og strax að lokinni ræðu hans tók Geir Hallgrímsson til máls og fór þess á leit við fundinn, að hann samþykkti tillögu sína um að vísa tillögum SUS og Baldurs Guð- laugssonar til miðstjórnar og þing- flokks til frekari athugunar. Urðu um þetta töluverðar umræður. Lýsti Geir H. Haarde stuðningi við sjónarmið Geirs Hallgrímssonar með þeim rökum, að ljóst væri á undirtektum fundarins, að þar styddi yfirgnæfandi fjöldi manna hugmyndir SUS, það væri sú við- miðun, sem leggja yrði til grund- vallar við athugun miðstjórnar og þingflokks auk þess sem málið yrði síðan að koma fyrir næsta lands- fund aftur frá umfjöllunaraðilum. Var tillaga Geirs Hallgrímssonar síðan samþykkt með öllum þorra atkvæða. Eftir fundinn hefur Gunnar Thoroddsen sagt, að tillögum SUS hafi verið vísað frá fundinum. Óeðlilegt er að leggja þann skilning i afgreiðslu landsfundarins á skipulagstillögunum. Síst af öllu ætti þó Gunnar Thoroddsen að gera það, sem í upphafi ræðu sinn- ar á föstudag veittist harkalega að Geir Hallgrímssyni fyrir að hafa ekki fyrr tekið upp sáttaviðræður innan flokksins en nú í haust. Til- mælum um slíkt hefði þó verið vís- að til miðstjórnar og þingflokks á flokksráðsfundunum í febrúar og nóvember 1980. Mátti ekki alveg eins skilja þá afgieiðslu á þann veg, að tilmælunum hefði verið „vísað frá“? Sættir Tókust sættir innan Sjálfstæðis- flokksins á þessum landsfundi? Eins og að ofan er lýst varð ágrein- ingur um ríkisstjórnina og það var Skipulagsmál á sunnudagsmorgni: Tillögum vísað til mið- stjórnar og þingflokks staðfest á landsfundinum, að ekki takast sættir í flokknum, á meðan ríkisstjórnin situr. Á þingi mun meirihluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins halda áfram að veita rík- isstjórninni andstöðu, sannfæring þeirra segir þeim að gera það og þeir njóta stuðnings mikils meiri- hluta flokksmanna í baráttu sinni. Ætla stjórnarsinnar að halda áfram baráttunni gegn Geir Hall- grímssyni? Verður það svar þeirra við málefnalegri andstöðu Sjálf- stæðisflokksins við ríkisstjórnina að vega enn að formanni hans? Það mun koma í ljós. Á landsfundinum létu stjórnar- sinnar það aldrei í ljós opinberlega, sem þeir hafa sagt að honum lokn- um, að fundurinn gefi kannski ekki rétta mynd af sjónarmiðum sjálf- stæðismanna, flokksvélin eða flokkseigendafélagið hafi smalað þangað þjónum sínum. Það er eng- in furða, að þeir, sem þetta segja eftir landsfund, skuli ekki hafa þorað að segja það á honum sjálf- um. Þá hefði fylgi þeirra orðið enn minna, því að menn láta ekki bjóða sér slíka lítilsvirðingu, síst af öllu í Sjálfstæðisflokknum. Til fróðleiks má og geta þess, að af um 1000 fulltrúum eru 254 úr flokksráði, sem valið var fyrir stjórnarmynd- unina. Gunnar Thoroddsen sagði á landsfundinum, að hann gæti auð- vitað ekki rætt um sættir í fjöl- miðlum, sjónvarpi og útvarpi, og svaraði þannig spurningu Geirs Hallgrímssonar um það, hvað stjórnarsinnar viidu á sig leggja fyrir sættirnar. Þetta svar Gunn- ars er í hróplegri andstöðu við þá aðferð, sem hann beitti við myndun ríkisstjórnarinnar, hafi stjórn á ís- landi verið mynduð í sjónvarpi eða útvarpi, er það sú stjórn, sem nú situr undir forsæti Gunnars Thor- oddsens. Raunar er það einkenn- andi fyrir málflutning Gunnars gagnvart sjálfstæðismönnum, að hann skammar þá og heimtar við- ræður og samninga á laun, á sama tíma og hann hælir framsóknar- mönnum og kommúnistum og neit- ar að hafa gert við þá leynisamn- ing. Ríkisstjórnin er veikari en hún hefur verið frá upphafi ferils síns. Þar ráða ytri aðstæður mestu, en innri togstreitu verður einnig vart. Sjálfstæðismennirnir í ríkisstjórn- inni eru veikasti hlekkur hennar og þeir koma veikari frá landsfundin- um, þannig einnig að þessu leyti hefur fundurinn fært sjálfstæðis- menn nær sáttum. _... Bjorn Bjarnason — að ósk Geirs Hallgrímssonar MIKLAK umræður urðu um skipu- lagsmál og stjórnmálaályktun fundar ins á landsfundi Sjálfstæðisllokksins og vildu sumir ræðumanna víkja þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem sæti eiga í ríkisstjórninni og hafa stutt hana, úr flokknum og að sam- þykkt yrði að tækju menn sæti á öðr um framboðslistum en listum Sjálf- stæðisflokksins, væru þeir fyrir hendi, hefðu þeir með því sjálfkrafa sagt sig úr flokknum. Þeim tillögum var vísað til miðstjórnar og þingflokks. Ýmsir ræðumanna gagnrýndu (lunnar Thor oddsen og stuðningsmenn hans harka- lega, en raunin varð að nær allar ályktanir landsfundarins voru sam- þykktar með meginþorra allra at- kvæða nema vantraustsyfirlýsingin á ríkisstjórnina. Um hana var skrifleg kosning að beiðni Gunnars Thor oddsens og féllu atkvæði þannig að hún var samþykkt með 700 atkvæðum gegn 237. Landsfundi var framhaldið á sunnudagsmorgun og var þá Árni Emilsson fundarstjóri. Fundarstörf hófust á umræðum um ályktun um vinnumarkaðsmál og var hún sam- þykkt samhljóða, en umræður höfðu farið fram daginn áður. Þá hófust umræður um skipulagsmál með framsögu Ólafs B. Thors. Formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, lagði þá til að b- og c-lið tillagna um skipulagsmál skyldi vísa til mið- stjórnar og þingflokks Sjálfstæðis- flokksins til frekari umfjöllunar, þar sem ekki væri heppilegt að taka afstöðu til þeirra nú. Það þyrfti að kanna þær betur og þörfnuðust þær vandlegri málsmeðferðar, en mögu- legt væri í tímahraki á landsfundi. Hann áliti það til skaða ef þeir liðir yrðu samþykktir á þessu stigi. Einar Haukur Ásgrímsson tók næstur til máls og ræddi tillögurnar í heild og taldi að þær þyrfti að skoða betur. Baldur Guðlaugsson vildi að tillögurnar yrðu samþykkt- ar í heild, en að a-lið tillögunnar ,væri í ýmsu ábótavant. Hann taldi Ólafur B. Thors að landsfundur yrði að taka afstöðu til þessara mála ætti flokkurinn ekki að eiga það yfir höfði sér að óskráðar reglur hans yrðu áfram þverbrotnar. Taldi hann að vísa bæri þeim þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, sem sæti ættu í ríkis- stjórninni og/eða styddu hana, úr flokknum. Páll Danielsson tók næst- ur til máls og hvatti menn til að íhuga tillögurnar vandlega. Þor- valdur Maawby lagði til þá breyt- ingu á kjöri formanns og varafor- manns flokksins, að þeir yrðu kosnir af öllum flokksbundnum sjálfstæð- ismönnum tveim vikum fyrir lands- fund. Jón Ásbergsson varaði við lið- um b og c í tillögunni og hvatti til þess að tillaga Geirs yrði samþykkt. Geir Haarde, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, var á sama máli. Hann kvaðst vita, að meiri- hlutafylgi væri með þessari tillögu á fundinum, en einmitt þess vegna væri hann tilbúinn til að taka undir tillögu formanns flokksins um að vísa þeim til miðstjórnar og þing- flokks, þannig að ekki væri hægt að nota þær sem tilefni til óhæfuverka. Gísli Jónsson var einnig á sama máli og taldi að landsfundur hefði ekki vald til að reka menn úr flokknum, þó þeir gerðust brotlegir við reglur hans. Það væri í höndum viðkomandi sjálfstæðisfélaga að ákveða slík mál. Guðmundur Gísla- son taldi að ekki væri á fundinum vilji til sátta og fannst eðlilegast að stjórnarsinnar yrðu látnir í friði. Hann hvatti til kjörs Geirs Hall- grímssonar til formanns og Pálma Jónssonar sem varaformanns. Hann varaði við liðum b og c og taldi að frestun á ákvörðun væri aðeins frestur á aftökunni. Sagði hann, að hann sæi ekki betur en að dauða- dómur hefði verið kveðinn upp yfir flokknum og taldi ástandið innan þingflokksins mjög ískyggilegt. Ólafur B. Thors hvatti menn til yfir- vegunar og sagðist vera fylgjandi tillögu Geirs Hallgrímssonar um að vísa þessu til miðstjórnar og þing- flokks. Haraldur Blöndal taldi að sættir innan flokksins kæmu varla til greina. Það væri aðeins annar aðilinn, sem vildi leggja eitthvað á sig og ef slegið yrði af í b- og c-lið yrði eitthvað að koma á móti. Gutt- ormur Einarsson taldi að þeir, sem fylgjandi væru liðum b og c athug- uðu ekki orsakir stöðunnar innan flokksins í dag og væru með þeim aðeins að refsa í stað þess að komast að uppruna vandans og reyna að leysa hann. Júlíus Sólnes tók undir orð Gísla Jónssonar og hvatti til þess að tillaga Geirs Hallgríms- sonar yrði samþykkt og sama gerði Benedikt Bogason. Árni Johnsen taldi að hlutur landsbyggðarfulltrúa í störfum fundarins og flokksins væri of lítill og benti á það að af 140 nefndarmönnum á fundinum væru aðeins 10 af landsbyggðinni. Þá taldi hann að nokkuð væri að þokast í samkomulagsátt innan flokksins. Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra, taldi aðfarir að ráðherrum sjálfstæðismanna í ríkisstjórninni ómaklegar og lýsti síðan yfir fylgi sínu við tillögu Geirs Hallgrímsson- ar. Auður Auðuns tók einnig til máls og sagðist ekki vera viss um að deilur væru að jafna sig og litlar líkur væru á sáttum, þegar annar aðilinn hefði tekið upp á framhjá- haldi. Síðan var breytingatillaga Geirs Hallgrímssonar um að vísa liðum b og c til miðstjórnar og þing- flokks samþykkt með meginþorra greiddra atkvæða og tillagan um skipulagsmál síðan samþykkt á sama hátt. Landsfundi slitid: Geir þakkaði Gunnari ára- löng störf í þágu flokksins „ÞETTA HEFUR verið árangursrík- ur og mikilvægur landsfundur og ég vil undirstrika það, að sá árangur hefur náðst að samkomulag hefur náðst um grundvailarályktanir Sjálfstædisflokksins á stjórnmála- sviðinu og samstaða um þær bæði verið mikil og einlæg," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, meðal annars er hann sleit 24. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins síðastliðnn sunnudag. Hann sagði einnig að hann von- aði að sá andi, sem fram hefði komið í varaformannskjöri flokks- ins, mætti ríkja áfram, þar hefði komið fram skýr vilji í samkomu- lagsátt og hann árnaði Friðrik Sophussyni heilla með kjörið og að hann vænti sér góðs af væntan- legu samstarfi við hann. Þá þakk- aði hann fráfarandi miðstjórnar- mönnum góð störf og þá sérstak- lega forsætisráðherra, Gunnari Thoroddsen, sem hefði átt sæti í miðstjórn um árabil og unnið mjög mikilvæg störf í þágu flokks- ins. Hann bað fundarmenn að taka undir þakkir sínar til Gunnars með því að rísa úr sætum og svo gerðu allir fundarmenn. Vala og Gunnar Thoroddsen greida atvæði á landsfundinum. Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, þakkaði Gunnari áralöng störf í þágu flokksins við fundarslit. LjdxRiynd Mbl. Krúiján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.