Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 5 Loðnan: 34 skip með 18 þúsund lestir Nýkjörin stjórn LH ásamt fráfarandi stjórnarmönnum. Talið frá vinstri: Árni Guðmundsson, Árni Magnússon, Skúli Kristjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Egill Bjarnason, Leifur Kr. Jóhannesson (gengur nú úr varastjórn), Albert Jóhannsson (fráfarandi formaður), Stefán Pálsson nýkjörinn formaður, Hjalti Pálsson (fráfarandi stjórnarmaður), Sigurður Haraldsson, Birgir Guðmundsson, Gísli B. Björnsson og loks Kristján Guðmundsson, nýkjörinn varafor maður. Ljósm.: Sig. Sigm. 32. landsþing Landssambands hestamannafélaga: Stefán Pálsson kjörinn formaður FRÁ ÞVÍ á laugardagsmorgun fram að hádegi í gær tilkynntu 34 loðnuskip um veiði, alls 18.360 tonn. Flest fóru skipin með aflann til Norðurlandshafna, en loðnuna Fuglaverndarfélag íslands: Sagt frá fuglalífi við Mývatn FYRSTI fræðslufundur Fuglavernd- arfélags íslands á þessum vetri verð- ur haldinn í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudag og hefst hann kl. 20:30. Verður þar sagt frá fuglalífi við Mývatn. Árni Einarsson líffræðingur, sem stundað hefur rannsóknir við Mývatn sl. átta ár, segir frá fugla- iífi við vatnið og sýnir litskyggnur. í frétt frá Fuglaverndarfélaginu segir m.a. að Mývatn sé með merki- legustu fuglastöðvum heims hvað snertir fjölda varpfuglategunda. Á síðari árum hafi umferð um svæðið aukist mjög mikið og spurning sé hvort Mývatn þoli það til frambúð- ar. Fundurinn er öllum opinn. fá skipin nú djúpt undan Siglu- firði. Mörg loðnuskipanna fengu sæmilega veiði á fiistudagskvöld, en á laugardagsmorgun brældi og veður batnaði ekki fyrr en á sunnudag á ný, á sunnudagskvöld og fram á mánudagsmorgun var góð veiði, en um leið og birti stakk loðnan sér. Skipin sem hafa tilkynnt um afla frá því snemma á laugar- dagsmorgun fram til kl. 14 í gær eru þessi: Sæbjörg VE 350 tonn, Jón Finnsson GK 260, Sighvatur Bjarnason VE 170, Keflvíkingur KE 300, Skarðsvík SH 370, Börkur NK 400, Krossanes 200, Svanur RE 350, Pétur Jónsson RE 450, Hilmir SU 630, Helga 2. RE 360, Hrafn GK 500, Helga Guðmundsdóttir BA 400, Sigur- fari AK 300, Albert GK 300, Ljósfari ÞH 240, Gullberg VE 230, Örn KR 280, Jón Kjartans- son SU 1100, Örn KE 580, Þórð- ur Jónasson EA 490, Gígja RE 730, Súlan EA 720, Dagfari ÞH 510, Pétur Jónsson RE 750, Skírnir AK 450, Hrafn GK 670, Sigurður RE 1300, Heimaey VE 450, Ársæll KE 440, Ásbjörg VE 530, Sæbjörg VE 530, Grindvík- ingur GK 900, Hákon ÞH 750, Víkingur AK 1350 og Rauðsey AK 600 tonn. STEFÁN Pálsson í Kópavogi var kjörinn formaður Landssambands hestamannafélaga, á 32. lands- þingi LH í Stykkishólmi um helg- ina. Albert Jóhannsson á Skógum, fráfarandi formaður, baðst undan endurkjöri, en hann hefur verið formaður Landssambandsins á annan áratug. Stefán Pálsson, sem er framkvæmdastjóri stofn- lánadeildar landbúnaðarins, var áður varaformaður LH. Aðrar breytingar á stjórninni urðu þær, að Kristján Guð- mundsson í Reykjavík var kjör- inn varaformaður og Skúli Kristjónsson á Svignaskarði í Borgarfirði var kjörinn í stjórn í stað Hjalta Pálssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Varamaður Skúla var kjörin Guðrún Gunnarsdóttir, Egils- stöðum á Héraði. Alls sóttu um 160 fulltrúar landsþingið um helgina, sem haldið var í boði hestamannafé- lagsins Snæfellings á Snæfells- nesi. Innan Landssambands hestamannafélaga eru 45 félög vítt og breitt um landið, og fé- lagar í þeim eru um 7 þúsund talsins. Á þinginu að þessu sinni voru fjölmörg mál afgreidd, en ákveðið var að næstu tvö ár verði helguð baráttu fyrir úrbót- um í ferðamálum hestamanna. Þá var á þinginu greint frá því að ákveðið hefur verið að færa landsmót hestamanna næsta sumar aftur um eina viku. Verð- ur það haldið að Vindheimamel- um í Skagafirði dagana 8. til 11. júlí. Þá voru reifaðar hugmynd- ir um að farin verði póstferð á hestum á landsmótið, eins og gert var 1974. Enn var sam- þykkt, eftir allmiklar deilur, að framvegis verði knöpum yngri en 16 ára óheimilt að hleypa hestum í kappreiðum hér á landi. Mörg önnur mál voru reif- uð og rædd á þinginu, sem stóð sem fyrr segir yfir í Stykkis- hólmi nú um helgina. SÆLUVIKA eðalöng helgi í heimsborginni Útsýn velur réttu staöina á réttu veröi fyrir þig. Þú nýtur stórfellds afsláttar — án aðildar. CUMBERLAND viö vinsælustu verzlunargötu Evrópu — Oxford Street —. Betri staöur er vandfundinn í West End — örstutt i allt þaö eftirsótta glæsilegar stórverzlanir, matsölustaöi, leikhús, söfn, kvikmyndahús, klúbba og skemmtanir viö allra hæfi. Öll herbergi meö baöi, síma og litsjónvarpi. Morgunverður innifalinn. 3 þekktir, ódýrir matstaöir í hótelinu. Vikuverð kr. 4.400. Helgarverð kr. 3.300. GLOUCESTER HOTEL Vandaö og vinsælt 1. fl. hótel skammt frá Gloucester Road neðanjaröarstööinni. Yndisleg herbergi meö litsjónvarpi, sima, einkabaði. Enskur morgunveröur. Vikuverð kr. 4.400. Helgarverð kr. 3.300. REGENT PALACE stendur rétt viö Piccadilly Circus. Steinsnar í aöalverzlun- argötur og skemmtistaöi. Notaleg herbergi — ódýr gisting. Vikuverð m. enskum morgunverði kr. 3.800. Helgarverð kr. 3.200. ÚTSÝN HEFUR VERIÐ BRAUTRYÐJANDI í LUNDÚNAFERÐUM í 20 ÁR — OG BÝÐUR YKKUR ENN BEZT STAÐSETTU OG VINSÆLUSTU HÓTELIN MEÐ NÆSTUM HELMINGS AFSLÆTTI Austurstræti 17, 101 Reykjavík Sími 26611 — 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.